Holy Mountain: Svart og hvítt … gamalt nýtt?
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 12. apríl, 2014]
Fjallið helga
• Glasgowsveitin Holy Mountain leikur níðþungt, sýrulegið „stoner“-rokk
• Er á mála hjá Chemikal Underground
Ég brá mér á tónleika í Glasgow um síðustu helgi. Mig langaði einfaldlega á „tónleika“, bandið eða listamaðurinn réð ekki för í þetta skipti þannig að ég skannaði einfaldlega Skinny (frítt, bráðgott götumenningarblað) í leit að e-u skemmtilegu. Fátt var um fína drætti þessa helgi einhverra hluta vegna og það „skásta“ voru útgáfutónleikar hljómsveitarinnar Holy Mountain sem var að gefa út sína fyrstu breiðskífu, Ancient Astronauts, á vegum Chemikal Underground. Sú útgáfa er frábær og er helsta neðanjarðarmerki Skotlands í dag, hefur gefið út plötur með t.d. Arab Strap, Mogwai, Radar Brothers og Delgados og hefur frá stofnun sinnt framsæknum skoskum tónlistarmönnum með miklum sóma, hvatt þá áfram og nært. Tengsl sveitarinnar við þá eðla útgáfu var því það sem ýtti hinum tvístígandi mér yfir þröskuldinn.
Gróskan í Glasgow
Hljómleikarnir fóru fram í listaskóla Glasgowborgar og ég var vel vakandi fyrir „heildarupplifun“, skyldi bandið valda vonbrigðum? Mikið er maður orðinn praktískur í ellinni! Ég saug því í mig stemninguna í salnum, barnum og öðrum rýmum og straumarnir voru góðir. Glasgow „titrar“ af lífi og grósku hvað listalífið varðar, veri það tónlist eða annað. Það get ég staðfest og nægir að taka einn spássitúr um miðbæinn til að finna það. Fræg andlit úr neðanjarðarsenu borgarinnar voru þá að skottast um eins og mig grunaði, þarna var t.d. listamaðurinn Miaoux Miaoux sem er á mála hjá Chemikal, eitt af undrum merkisins og plötusnúður var enginn annar en Stuart Braithwaite, leiðtogi Mogwai. Hann spilaði m.a. Slayer („Raining Blood“) og Motörhead („Orgasmatron“) og var þá mörgum skemmt.
Ég er kominn það langt í greininni að það mætti halda að ég væri að forðast það að skrifa um sjálfa hljómsveitina og það er sosum ekki fjarri sannleikanum. Ég fór á hundavaði yfir upplýsingar um sveitina fyrir tónleika og lítið af því sem ég las hreyfði við mér. Ég var kannski ekki fullur af fordómum er ég mætti en þeir voru þarna nokkrir í pyngju. Og hefði eðlilega verið manna glaðastur ef mér hefði verið komið skemmtilega á óvart. En svo var ekki. Holy Mountain leggur sig nefnilega mjög nákvæmlega eftir forskriftum að „stoner“/eyðimerkurrokki eins og sjá má í nafni sveitarinnar (heitir eftir annarri plötu Sleep), plötutitli og allt var eftir þessu. Útlit meðlima, tónlist, hljóðstyrkur o.s.frv. Nákvæmlega ekkert nýtt. Bandið var að vísu gott, trymbillinn meira að segja mjög góður, og það var vel hægt að skaka hausnum við þetta. En…
…og já, en hvað? Þó að ég hafi persónulega ekki verið í stuði fyrir fyrirsjáanlegt „stoner“-rokk var fullt af fólki þarna sem tók því höndum tveim. Yngri áhorfendur hrifust af rokktöktunum sem voru vel útfærðir. Það er nefnilega ekkert einfalt í þessu. Stundum er maður bara þannig stemmdur að maður sækir gagngert í tónlist sem er hrein speglun á eldri formum og lætur sér vel lynda. Og ég er umburðarlyndari gagnvart sumum formum að því leytinu til, en nenni ekki öðrum (eins og í þessu tilfelli t.d.).
Það var eitthvað táknrænt, eftir á að hyggja, við að sjá leiðtoga Mogwai í salnum því að fyrir tuttugu árum var hann að gera nokkurn veginn það sama og Holy Mountain er að gera á þessum sokkabandsárum sínum. Eini munurinn var sá að brunnurinn sem í var sótt var ekki gamalt efni með Sleep eða Black Sabbath heldur Spiderland með Slint. Þannig að, gefum Holy Mountain nokkur ár, þetta veðrast kannski af fjallinu. Ég horfði ekki á tónleikana til enda, ekki vegna yfirmáta leiðinda heldur þurfti ég einfaldlega að drífa mig niður á lestarstöð og taka síðasta vagn heim, en hann fer kl. 23.30. Það var hins vegar ekki verra þetta tiltekna kvöld…
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012