Julia Holter: Næm … og epísk!?
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 10. ágúst, 2013]
Oft er í Holter heyrandi nær
• Julia Holter er rísandi stjarna í jaðartónlistinni
• Þriðja hljóðversplata hennar, Loud City Song, kemur út 19. ágúst á vegum Domino
Það er erfitt að setja Juliu Holter inn í eitt þægilegt box, eins og svo oft er með þá listamenn sem hafa eitthvað bitastætt fram að færa. Í tónlist hennar mætast ólíkir straumar sem hún veitir í eitt fagurgert tónafljót; eins konar skurðpunktur einrænnar, svefnherbergislegrar nýbylgjutónlistar, nútímatónlistar og svo jaðarbundinnar raftónlistar. Holter er frá Los Angeles og vegferð hennar hingað til og uppeldi birtist í tónlistinni, hún er klassískt menntuð en vinir og félagar hennar starfa hins vegar í jaðar- og neðanjarðartónlistargeirum borgarinnar. Tvær plötur liggja nú eftir hana, Tragedy (2011) og Ekstasis (2012). Báðar eru þær epískar að byggingu en um leið er í þeim undarleg næmni og innilegheit enda tók Holter þær upp meira og minna í svefnherberginu sínu. Á nýju plötunni, sem er nokkurs konar óður til heimaborgarinnar, vinnur hún hins vegar í fyrsta skipti með hljóðfæraleikurum og upptökustjórnanda. Platan kemur út 19. ágúst næstkomandi og í ljósi fyrri afreka Holter er talsverð eftirvænting eftir gripnum.
Tvist og bast
Holter fæddist árið 1984 í Los Angeles og er af vel menntuðu og tónelsku fólki. Holter útskrifaðist úr CalArts (California Institute of the Arts) og leggur enn rækt við þann þátt í lífi sínu en hún kennir unglingum sem misst hafa fótanna í lífinu tónlist í sjálfboðavinnu. Það var upp úr 2008 sem Holter fór að semja og taka upp af krafti og liggja lög eftir hana á tvist og bast á safnplötum, sjötommum og þvíumlíku. Hún á meðal annars lag á safnplötunni Beaterblocker #2 en þar koma og við sögu þeir Keith Fullerton Whitman og Eluvium, andlega skyldar sálir. Plötur hennar til þessa hafa vakið upp mikið umtal og aðdáun og henni hefur verið líkt við listakonur á borð við Laurie Anderson, Kate Bush og Joönnu Newsom. Gagnrýnandi Pitchfork nær að orða þetta nokkuð vel í dómi sínum um Tragedy þar sem hann finnur réttilega samhljóm í tónlist Holter og gotapoppsböndum sem gáfu út undir merkjum 4AD á níunda áratugnum (Dead Can Dance þá helst). Tónlist Holter er þannig dulúðug og mikilúðleg en eins og segir nærgætin á sama tíma.
Söngljóð
Tragedy er byggð á verkum Evripídesar og á Ekstasis vann Holter m.a. með ljóðmæli þekktra skálda. Á Loud City Song er hún hins vegar að skoða heimaborgina sína og hún veltir því fyrir sér hvernig hægt sé að finna eitthvað satt í samfélagi sem virðist bæði yfirborðslegt og gervilegt (í nýlegu viðtali við Pitchfork tiltekur hún nóvelluna frægu Gigi í þessu sambandi en platan átti að bera það nafn á tímabili). Stórgerðar hugmyndir fylgja því Holter sem fyrr en í þetta sinnið er hún nær nútímanum en einnig nær sjálfri sér. Hún segir í viðtalinu við Pitchfork að hún sé að rýna í möguleikana sem í boði eru fyrir borgarbarn eins og hana; á hún að flýja út fyrir borgarmörkin og frá áreiti mannlífsins eða á hún að umfaðma þann veruleika og jafnvel hlæja lítið eitt að honum um leið? Lifa í sátt fremur en í togstreitu? Hún tekst á við þessar spurningar í samstarfi við aðra í fyrsta skipti, réð sér t.a.m. upptökustjórnanda, Cole M. Greif-Neill (sem var eitt sinn í Ariel Pink’s Haunted Graffiti), og nýtur liðsinnis fjölda hljóðfæraleikara. Forsmekk að þessu söngljóði um Borg englanna má nú finna á youtube (sláið inn „julia holter world“).
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012