David Lynch: Meistarinn og músíkin
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 3. ágúst, 2013]
Hin kvika tónlist
• David Lynch gefur út aðra sólóplötu sína, The Big Dream
• Það sem byrjaði sem dufl og daður er að verða eitthvað annað og meira
Á sumrin geta ákveðnir þættir mannlífsins stundum runnið inn í svokallaða gúrkutíð. Þá er lítið við að vera og fréttnæmir hlutir gefa sig ekki svo glatt. Sumrin eru eðlilega viðkvæm fyrir svona tíð enda er fólk að taka sín sumarfrí og endurhlaða sig fyrir haust- og vetrartörnina. Ég fann óþyrmilega fyrir þessu þegar ég var að leita að einhverju í þennan pistil. Ágústmánuður var tómlegur að sjá og hugurinn fór að reika aðeins aftar. Ég mundi þá eftir þessari nýju plötu David Lynch sem kom út um miðjan júlí. Hafði jafnvel ætlað að skrifa um hana þá en nei já nei. „Hvað á ég að skrifa um?“ var ég farinn að tauta þarna í stofunni. „Ætti ég að skrifa um David Lynch?,“ sagði ég og beindi orðum mínum að sex ára gamalli dóttur minni, Karólínu. Hvers vegna veit ég ekki. Svona eins og þegar Homer Simpson snýr sér að Lisu þegar allt um þrýtur. Ekki stóð á svarinu hins vegar. Með óvenju miklu öryggi svaraði sú stutta að bragði: „Já. Skrifaðu um hann.“ Ég hváði. „David Lynch?“. Karólína hélt áfram. „Já. David Lynch. Ég veit hver það er. Skrifaðu um hann.“ Og við það strunsaði hún inn í herbergið sitt, með órætt glott á vörum. Gagntekinn furðu og stolti í senn tók pistilhöfundur þá ákvörðun að Lynch, sem hafði greinilega tekist að slengja töfrum sínum um barnið mitt, yrði svo sannarlega viðfang þessa pistils. Sjaldan hafa listamenn unnið jafn glæsilega fyrir því.
Í svefni og vöku
Ekki veit ég hvaðan hún Karólína mín fékk þetta. Sennilegast hefur Lynch vitjað hennar í súrrealískum draumi, það væri auðvitað fullkomlega eftir þessum magnaða kvikmyndagerðar- og fjöllistamanni og nú líka tónlistarmanni. Fyrir tveimur árum síðan gaf Lynch út plötuna Crazy Clown Time, þá fyrstu sem var algerlega hans en í gegnum tíðina hefur hann komið að ýmsum slíkum verkum en þá í samstarfi við aðra. Tónlist hefur alla tíð spilað stóra rullu í list Lynch, sem er þekktastur sem kvikmyndagerðarmaður, og nægir að líta til kvikmyndanna Blue Velvet og tímamótaþáttanna Twin Peaks til að sannfærast um það. Hann hefur haft hönd í bagga með samningu hennar, er slyngur gítarleikari en það er fyrst núna sem hann stígur fram af krafti sem tónlistarmaður.
Draumkenndur súrrealisminn liggur þétt yfir báðum þessum plötum en á ólíka vegu þó. Crazy Clown Time var nokkuð raftónabundin, fjölbreyttari en um leið losaralegri. The Big Dream er til muna þéttari og rennslið fumlausara einhvern veginn. Blúsinn er til grundvallar í þetta skiptið, en hér erum við að tala um „Lynch“-aðan blús sem stendur ansi langt frá þeim sem Clapton og félagar hafa leikið sér með. Stemningin er öll á milli svefns og vöku, nefmælt og bergmálandi falsetturödd Lynch leiðir lögin á stundum og skringilegheitin sem gægjast stöðugt á milli hljóðrásanna kalla listamenn eins og Residents eða Primus fram í hugann. Lynch virðist á góðu flugi hvað þennan þátt í ferli hans varðar, segir að platan sé heilsteyptari en fyrri platan vegna „aukins sjálfstrausts hans sem tónlistarmanns“. Þá bíðum við bara eftir sólóplötunum frá Tim Burton og Terrence Malick. Gaman væri líka ef Sofia Coppola myndi setjast niður með kassagítar. Já, og Ron Howard! Eða, nei annars…
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012