Parquet Courts: Hrátt, melódískt, skemmtilegt, grallaralegt etc.
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 27. júlí, 2013]
Strokes dregnir upp úr drullupolli
• Brooklyn-sveitin Parquet Courts rokkar af einlægni
• Hrá og skítug bílskúrstónlist með ókennilegu töfrakryddi
Nú er árið rúmlega hálfnað. Margir tónlistarfjölmiðlar eru því farnir að birta „bestu plötur ársins hingað til…“-greinar og virðist talsvert meira um þessar æfingar en oft áður einhverra hluta vegna.
Varð var við í gegnum Fésbókina að plata Johns okkar Grants prýðir tuttugusta sæti á þannig lista sem amazon.co.uk hefur nú birt, ekki amalegt það og mikill akkur fyrir Grant að svo stórt og útbreitt apparat gefi honum tvo þumla upp. Ég fór að skoða listann nánar og sá þar kunnuglega félaga, plötur sem hefur verið fjallað um í þessum pistlum mínum m.a. Ég fór því ósjálfrátt í endurmat á þessum plötum. Til að mynda er plata Matthews E White, Big Inner, í þriðja sæti en við náum ekki saman þrátt fyrir nokkrar tilraunir af minni hálfu. Í fjórða sæti er hin ágæta plata Bowie, The Next Day, plata sem manni lyndir vel við þó maður sé ekki beint að missa sig. Muchacho með Phosphorescent er þarna líka ofarlega (ég skil ekki æðið fyrir honum), Monkey Minds In The Devil’s Time með Steve Mason er þarna líka (alveg ágæt) og Push The Sky Away með Nick Cave er þarna í tíunda sæti (enn og aftur, fín plata en ekki stórkostleg).
Þetta „eitthvað“
Þið sjáið að karlinn er bara dálítið fýldur, það er engin plata þarna sem fær hann til að hrópa hallelúja. Jú, ein reyndar náði því, plata sem fór framhjá honum á sínum tíma og er það góð að hún rak hann í að henda upp pistli hið snarasta til að fagnaðarerindið næði nú sem víðast. Platan Light Up Gold með Brooklyn-sveitinni Parquet Courts kom út í janúar á þessu ári og prýðir sjöunda sæti listans. Plötunni hafði reyndar verið lætt út enn fyrr, í ágúst á síðasta ári í gegnum merki leiðtogans, Andrew Savage. Og til að fara enn dýpra í útgáfusögu sveitarinnar var fyrsta útgáfan kassetta í fullri lengd. Kallast hún American Specialties og hefur nú verið endurútgefin á vínyl. En enginn geisladiskur sem verður að teljast tímanna tákn.
Parquet Courts er engan veginn að finna upp hjólið með tónlist sinni og það má heyra mýgrút af áhrifavöldum í lögunum. En… og þetta er mikið en… Parquet Courts hefur þetta „eitthvað“ sem svo margir reyna að handleika en svo fáum tekst. Bob Dylan semur einföld, þriggja gripa lög eins og svo margir en það sem er óendanlega spennandi við Dylan er að maður nemur mjög greinilega einhvern galdur hjá honum án þess að geta sett hann beinlínis í orð. Þannig má heyra í Talking Heads, Wire, Pavement og The Fall m.a. þegar hlýtt er á Light Up Gold en framreiðslan er þannig að ekki er hægt að pinna hana á neitt annað en þessa blessuðu Brooklyn-drengi, sem ku víst innfluttir frá Texas (það skýrir reyndar ýmislegt). Einhver sagði í hálfgerðu háði að þetta væri „Strokes pt. 2“ og ég get vel skrifað undir Strokes-hljóm þarna. Svona eins og Strokes hefðu verið dregnir upp úr sýrulegnum drullupolli…
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland HAM Harpa Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Julia Holter Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Morgunblaðið múm Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist valtari íslensk tónlist íslenskur plötudómur þjóðlagatónlistUmræðan
- wireless on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- https://lovetoy.vn/ on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Ólafur Guðsteinn Kristjánsson on Rýnt í: GDRN
- Þorvaldur Daði on Rýnt í: Þóri Georg
- Brynhildur Valgeirsdottir on Plötudómur: Arnar Guðjónsson – Grey Mist of Wuhan
- Hildur Skarphéðinsdóttir on Pælingar: by:Larm og Norrænu tónlistarverðlaunin
- guiflithong.xyz on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Ingimar Neinei Bjarnason on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Iceland Airwaves 2015: Fimm daga heildarúttekt
Safn
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012