Kraftwerk: Mikilvægið, mennskan, mátturinn…
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 11. ágúst]
Einskonar kraftaverk…
• Sum tónlist er sífersk og sígild, sama hversu mikið elli kelling ber á henni
• Hin þýska Kraftwerk breytti þannig tónlistarsögunni á áttunda áratugnum
• Einungis Bítlarnir hafa valdið jafnmiklum straumhvörfum
Merkilegt hvað sum dægurtónlist heldur áfram að koma manni í opna skjöldu, já fær hárin hreinlega til að rísa þegar maður heyrir hana. Og skiptir þá engu þótt maður hafi heyrt hana hundrað sinnum áður. Þetta er víst það sem orðið „sígilt“ á að lýsa; það sem skapað var í fyrndinni nær enn að hafa sterk áhrif á samtímahlustendur og er enn jafn leitandi og áhrifaríkt og það var daginn sem það kom út. Þessar pælingar hafa verið í gangi að undanförnu hjá mér hvað þýsku sveitina Kraftwerk varðar en ég hef verið á bólakafi í verkum þeirrar eðlu sveitar síðustu vikur og á vart til orð til að lýsa snilldinni. Svona skeið hef ég tekið reglulega með þessari hljómsveit og alltaf er ég jafngapandi. Já lesandi góður… þetta bara varð að komast út!
Gangskör
Ég veit ekki alveg af hverju ég datt inn í þetta núna. Þetta gerist venjulega fremur tilviljanakennt þegar maður fer svona á bólakaf í ákveðin bönd. Ég hef samt haft hálfgert samviskubit í garð plötunnar Computer World (1981) en það er sú plata Kraftwerk sem ég hef hvað minnst hlustað á!? (ófyrirgefanlegt, ég veit). Alltént, nú skyldi gangskör gerð.
Á sínum tíma, þegar ég var að dýfa tám sem víðast – og af nokkru offorsi eiginlega – í allra handa dægurtónlist, las ég viðtal við Kraftwerk í Melody Maker. Þetta var í tengslum við endurhljóðblöndunarplötuna The Mix sem kom út 1991. Ég hafði þá engan veginn gert mér grein fyrir því hversu ótrúlega áhrifarík þessi sveit hafði verið hvað samtímapopp áhrærði. Hlutverk hennar sem brautryðjandi í tölvutónlist verður seint ofmetið. Heilu tónlistarstefnunum var hrundið af stað fyrir tilstilli hennar – stundum fleiri en einni í einu og sama laginu. Hipphopp, teknó, hústónlist, „industrial“, nýrómantík; öll þessi fyrirbæri eiga allt sitt meira og minna undir Kraftwerk.
Biblían
Eftir að hafa lesið þetta viðtal í Biblíunni minni pikkaði ég upp Trans-Europe Express og Man Machine fyrir slikk í plötubúðinni Þrumunni á Laugaveginum. Ég man þegar fyrstu tónarnir frá „Europe Endless“ hófu að óma í litla herberginu mínu í Árbænum. Mér fannst þetta dálítið einkennilegt (ég var mestmegnis að hlusta á hávaðanýbylgju og pönk á þessum tíma) en það var eitthvað þarna sem ég hreifst af. Ég og bróðir minn kær hlustuðum svo endalaust á þessar plötur og hann tók fljótlega fram úr mér í Kraftwerkáhuganum. Hann hefur mikið mært Computer World og nú er ég kominn á þá skoðun að hún sé hápunkturinn á ferli sveitarinnar. Skoðum þetta aðeins: Autobahn (1974) bar með sér tímamót en platan sem heild er ójöfn. Sama má segja um Radio Activity (1975). Trans-Europe Express er fyrsta meistaraverkið en ég viðurkenni að lög eins og „The Hall of Mirrors“ eru í það tilgerðarlegasta. Man Machine er sannarlega mögnuð en nánast of poppuð og dálítið hrá; það er enn verið að slípa dæmið til. En öllum vopnum er svo glæsilega safnað saman á Computer World (1981). Bara upphafstónar titillagsins senda þægilega höggbylgju í magann á manni. Algerlega ótrúlegt! Eftir þessa plötu missti Kraftwerk svo eiginlega fótanna, Techno-Pop, platan sem átti að koma í kjölfarið, tafðist óheyrilega vegna sívaxandi fullkomnunaráráttu, þekkt minni í sögu okkar helstu poppsnillinga (Brian Wilson t.d.).
Það er eitthvað skringilegt við það að helstu arkitektar alls þess sem var nýtt í popptónlist lifi í dag á fornri frægð, hvort heldur sem er á tónleikum eða í hljóðversvinnu. Eigum við ekki bara að segja að Ralf, Florian og þeir allir hafi bara klárað kvótann hratt og vel og séu því skuldlausir að þessu leytinu til?
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012