Mark Lanegan: „Röddin“ kemur…
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 23. nóvember, 2013]
Friður og dýrið
• Hinn dulmagnaði og djúpraddaði Mark Lanegan heldur tvenna tónleika í Fríkirkjunni næstu helgi
• Lokatónleikar í tveggja mánaða órafmagnaðri reisu
Hvalrekarnir halda áfram hvað tónleikahald varðar á Íslandi en hinn mikli Mark Lanegan ætlar nú að seiða hjarnbúa um næstu helgi með órafmögnuðum tónleikum í Fríkirkjunni. Það er vart hægt að hugsa sér betri stað fyrir hinn dulmagnaða og djúpraddaða Lanegan og hans bikuðu, berangurslegu lög. Það er tökulagaplatan Imitations sem kom út í haust sem er kveikjan að tónleikaferðalaginu en einnig kom platan Black Pudding út í vor, eitt langt næturljóð sem hann vann með Duke Garwood. Lanegan hefur verið giska iðinn við kolann að undanförnu og reyndar hefur hann verið hamhleypa til verka alla tíð og á að baki lygilega fjölskrúðugan feril. Kíkjum aðeins á hann.
Gruggið góða
Við kynnumst Lanegan fyrst sem söngvara Screaming Trees sem var ein af meginsveitunum í gruggbyltingunni góðu vestanhafs. Fyrstu plötur hennar eru gegnheilar rokkplötur og Lanegan er einfaldlega ROKKSÖNGVARINN, með þetta allt saman frá byrjun. Screaming Trees var góð bæði neðan- og ofanjarðar, Uncle Anesthesia og Sweet Oblivion, fyrstu plöturnar sem hún gerði fyrir stórt merki, frábærar plötur báðar tvær. Efnið sem kom út áður á SST er þá stórkostlegt, mæli sérstaklega með Buzz Factory (1989).
En nú hefst upptalning, og ég veit varla hvort mér auðnist að komast yfir alla þá merkishluti sem Lanegan hefur gert utan Screaming Trees sem lagði upp laupana árið 2000. Þá hafði Lanegan þegar gert þrjár sólóplötur (í dag eru þær alls átta talsins). Hann gekk til liðs við Queens of The Stone Age skömmu eftir að Screaming Trees þraut örendið en Josh Homme hafði spilað með sveitinni á tónleikum. Hann stofnaði þá ofurdúettinn The Gutter Twins ásamt Greg Dulli (The Afghan Whigs) árið 2003 og gerði þá þrjár plötur með Isobel Campbell, fyrrverandi söngkonu Belle and Sebastian. Ekki var annað hægt en að grípa í líkinguna „Fríða og dýrið“ þegar fréttist af því samstarfi, en ólíkara samstarfsfólk var eiginlega ekki hægt að ímynda sér. Það er til marks um hæfileika beggja að plötur þeirra rúlla dásamlega, myrkur og ljós togast þar fallega á. Hann hefur að sjálfsögðu tekið þátt í starfi gruggbræðra sinna í hjálparsveitinni Mad Season og leikið inn á eyðimerkurdjömmin hans Josh Homme en einnig hefur Lanegan unnið nokkuð reglubundið með raftónlistarmönnum eins og Tim Simenon, UNKLE, Soulsavers, Moby og Massive Attack en sá vinkill á dægurtónlistinni er honum nokkuð hugleikinn (minnir dálítið á elsku Johns okkar Grants á þessum geira). Læt ég þetta duga og er þá ekki nándar nærri allt upptalið. Lanegan virðist dálítið eins og Nick Cave, kurfslegur skuggaprins, en það er glettilega stutt í æringjann (eins og reyndar hjá Cave). Í mögnuðu spjalli við hina ágætu vefsíðu Quietus ræðir hann um uppáhaldsplöturnar sínar og er þar eins og óður og uppvægur skólastrákur. Nöfnin sem hann nefnir þar eru ekki af lakara taginu; Gun Club, Joy Division, Kraftwerk og nokkur sem koma í opna skjöldu eins og Roxy Music og Bee Gees. Kannski hann renni sér í „Jive Talkin‘“ á tónleikunum?
Fríkirkjan
Með Lanegan á tónleikunum eru svo tveir meistarar miklir og segja má að áheyrendur fái þarna þrjá fyrir einn. Annars vegar nefndur Duke Garwood sem á að baki nokkuð merkan feril þótt lágt hafi farið og hefur hann unnið með aðilum eins og Savages, Orb, Wire og Kurt Vile svo fátt eitt sé nefnt. Belginn Lyenn er einnig með í för en hann hefur unnið með listamönnum á borð við Sam Amidon, Shahzad Ismaily og Marc Ribot sem allir búa að margvíslegum Íslandstengingum í gegnum tónlistariðkun sína.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012