Músíktilraunir 2024: Undanúrslitakvöld #3 og #4
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, föstudaginn 15. mars.
Gaman, gott og gefandi
AF MÚSÍKTILRAUNUM
Þriðja kvöld Músíktilrauna innihélt allt það sem gerir þessa dásamlegu keppni svo mikilvæga fyrir íslenskt tónlistarlíf. Það var orka í salnum. Fólk var að klikka. Það var fjölbreytni, gleði, ástríða og spenna. Í einu tilfelli var pabbi flytjanda kominn upp á svið til að greiða úr málum á meðan salurinn hvatti listakonuna óspart áfram. Þessi stemning, þessi samkennd, þessi samhjálp; allt er þetta ómótstæðilegt og tár trítla niður króka.
Fyrsta band á svið var Gravity is Optional. Sérkennilegt popprokk sem vissi ekki hvort það ætti að vera létt eða þungt. Seinna lagið hét „Framfarafælni“, kenjótt hnakkaþungarokk og skellt í samsöng með áhorfendum. Mottó sveitarinnar er „Ef þú tekur okkur alvarlega, þá ertu að gera eitthvað vitlaust“. Skrifa undir það. Borgir frá Borgarnesi er dúett og þunglyndisnýbylgja á boðstólum („Borgstólum“?). Fyrra lagið slugsaðist áfram, söngvarinn til baka og óöruggur en engu að síður heyri ég eitthvað þarna. Haldið áfram, piltar. Crescented, Ívar Máni Hrannarsson, var æði efnilegur með rökkurbylgjulegt („dark wave“) gotapopp í anda Cure og Kælunnar. Rappi var blandað við og það gekk upp! Það var tilfinnanleg ástríða þarna sem lyfti tónlistinni. Þessi 18 ára piltur var bæði öruggur og pælandi og hann sendi styrkjandi strauma út í sal.
Slysh frá Hveragerði mætti á sviðið í banastuði. Pönkað glysrokk glumdi úr mögnurum, gíturum og af trommusetti og ekki síst úr munni söngvarans. Fáti í framvindu var mætt með gríðarlegri stemningu og salurinn vel með á nótunum. Gígja stillti sér fram sem norrænni ísprinsessu og gerði það vel. Ímyndin svöl og vel lynti mér við tónlistina sem var einslags draumkennt rökkurpopp. Seinna lagið fyrirtak hvar hún fór út að bjargbrúninni í túlkun og hér er efniviður sem sannarlega er hægt að vinna með.
Ballados frá Hafnarfirði er skipuð nokkrum kunnuglegum „Músó“-andlitum og groddarokk hennar var vel spilað og þétt. Seinna lagið gott, smá rómönsk áhrif í upphafi (hugsaði um „Spanish Main“ með The Coral) áður en rennt var í þungarokkið.
Spiritual Reflections var flott öfgarokkstríó sem minnti ekki lítið á Coroner, svissnesku þrasssveitina, í útliti. Góður og öruggur andi á sviðinu og heillandi ára í kringum meðlimi. Tónlistin nokk glúrin og fjölbreytt og hent í Carcass-söng hvar einn fer niður í bassann á meðan hinn fer í nornaskrækina. Ég var seldur. Jassii & Vörn (stórkostlegt nafn) fluttu hipphopp og gerðu það vel. Faglegt og flott þó að frumleikinn hafi verið af skornum skammti.
Vampíra kom svo, sá og sigraði. Unglingspiltar að spila „stemningslegið“ („atmósperískt“) svartþungarokk eins og enginn væri morgundagurinn. Fyrra lagið meira eins og upptaktur á meðan seinna lagið var alger negla. Frábærlega samið með hárréttu magni af hviðutakti („blastbeat“) og framvindan í anda Darkthrone og Wolves in the Throne Room. Hrátt, skítugt og andríkt. Og mannskapurinn dressaður upp eins og „milljón dollarar“. Stórkostlegt! Ekki minnkaði rafmagnið í salnum er Urður steig á svið. Aðeins 14 ára en tilbúin að flytja okkur tónlist sína með söng, gítar og rafgræjum. Tæknin stríddi henni og okkur lengi vel og mér var hætt að lítast á blikuna á tímabili. Faðir hennar kom svo upp á svið, gerði og græjaði. Hún búin á því, líkt og við – sem hvöttum hana áfram – en tónlistina jafnhattaði hún með glans. Fyrsta lagið söngvaskáldabundið, næmt og blítt, en það seinna tölvupopp í anda Gugusar. Taktar og forritun með hugvitssamlegum og skapandi hætti. Efnilegt, verð ég að segja. Andrúmið allt í salnum töfrum líkast eftir þessa uppákomu, rétt eins og ég lýsi í upphafi. Rapparinn Nuclear Nathan lokaði svo kvöldinu en hann tók einnig þátt í fyrra. Framfarir hafa verið allnokkrar síðan þá, tónlistin er strípuð og drungaleg, jafnvel seiðandi, og yfir rappar Nathan um persónuleg mál sem pólitísk. Gott ef andi Gil-Scott Heron sveif ekki bara yfir vötnum. Yrkisefni kvöldsins alls voru annars á mjög dökkum nótum, mikið talað um dauðann, að vilja ekki lifa og að þurfa að standa lífið hreinlega af sér. Merkilegt. Áhorfendur kusu síðan Slysh áfram á meðan dómnefndin lagði blessun sína yfir Vampíru.
Á lokakvöldinu hóf Klisja leika. Kammerpopp heitir það, selló og fiðla (hvar hljóðfæraleikarar stóðu sig með prýði) ásamt tiltölulega hefðbundinni popp/rokksveitarskipan. Fyrsta lag var nokkuð gott, Hjaltalínáhrif, þó að framvinda hafi verið brothætt og viðkvæmnisleg. Skrifast það einfaldlega á stuttan líftíma sveitarinnar. Óþétt en lofandi. Söngvarinn mikill karakter og ýmislegt sem hægt er að vinna með. Colibri spann gítarverk í tíu mínútur. Þetta var ágætt og Colibri (Helgi Freyr Tómasson) kann vel að leika á gítarinn. En listræn tilþrif hefðu þurft að vera meiri hefðu eyru mín átt að sperrast að einhverju marki. Ezzi flutti einfalt, alveg þokkalegt rapp og átti fyndnar hendingar („Hann var í ruglinu sem kenndi mér skák“). Meiri brodd þarf þó ef hann ætlar að fara eitthvað með þetta.
Chögma var ævintýri kvöldsins. Neskaupstaðarrokk og nánast ekki hægt að lýsa því sem í gangi var. Kári Kresfelder stóð við hljómborð eins og amish-bóndi á meðan trymbillinn trúði því að hann væri í Meshuggah! Mjög undarlegur sambræðingur af öfgarokki og popprokki og söngkonan æðisleg hvar hún söng bæði og dauðarokksöskraði. Ótrúlega skemmtilegt og svona sér maður bara á Músíktilraunum. Hyperlistic frá Borgarnesi er sólóverkefni Harðar Gunnars Geirssonar. Snoturt, melódískt rafpopp og einfaldir ástartextarnir hrifu. Fínasta stöff, eins og sagt er. Viktor Viktor flutti dulúðlega og dökka raf/teknótónlist, iðja sem hann stundar meðfram háskólanámi í vélaverkfræði. Viktor Nói kom vel fyrir, framreiðslan með ágætum þó að tónlistin sjálf hafi ekki verið ýkja frumleg. Slacker Essentials flutti síðrokk í anda Slint og skyldra sveita. Fyrra lagið var býsna gott, ýmislegt spennandi þar en seinna lagið var með öllu hálfkarað og ekki tilbúið. Kóka Kóla Polar Bear fluttu grallararapp með svipuðum hætti og þeir gerðu í fyrra og voru meira að segja í sömu fötunum!
Social Suicide léku hrátt pönkrokk, lóðbeint af kúnni og var það fínt fyrir sinn hatt. Nóri lokaði svo kvöldinu, kornungur rappari sem lagði upp með Aron Can-innblásið, r og b skotið rapp. Ýmislegt sem hægt er að slípa til vissulega en í grunninn er þetta bara nokkuð efnilegt hjá honum. Áhorfendur sendu síðan Social Suicide í úrslit á meðan dómnefnd veitti Chögma brautargengi.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012