Eitt af undursamlegri fyrirbærum íslenskrar tónlistarmenningar er hin frábæra útgáfa/listamannahópur Bedroom Community. Háklassamerki sem gefur út efni sem dansar á mörkum dægurtónlistar og klassíkur, aðgengilegheita og jaðartölts. New York-búinn og undrabarnið Nico Muhly er einn þeirra sem þar starfa og hann hefur verið einkar öflugur í útgáfu sem og starfi fyrir aðra. Vann t.a.m. náið með Jónsa að sólóplötu hans.

Nýverið kom út fimm laga plata með Muhly, Drones & Piano, og hér á eftir fer nokkuð tæmandi fréttatilkynning um plötuna og annað sem viðkemur Muhly:

Nico Muhly – Drones & Piano

Drones & Piano er fyrsta smáskífan af þremur undir heitinu Drones eftir Nico Muhly og jafnframt fyrsta útgáfa hans hjá Bedroom Community síðan I Drink The Air Before Me kom út árið 2010. Geta áhugasamir nálgast það hér.

Smáskífan inniheldur fimm lög og var tekin upp af Paul Evans í Gróðurhúsinu, hljóðveri Valgeirs Sigurðssonar, sem sá um hljóðblöndun og hljóðjöfnun. Um flutning Drones & Piano sér hinn virti píanóleikari Bruce Brubaker, auk þess sem Nadia Sirota leikur á víólu og Nico sér um auka hljóðdrunur.

Everything Everywhere All The Time – nú á netinu

Eftir að hafa verið með kvikmyndina Everything Everywhere All The Time í sýningu á netinu í takmarkaðan tíma í tengslum við Air d’Islande hátíðina er hún nú loks fáanleg á vefnum Icelandic Cinema Online.

Bedroom Community mun svo gefa út myndina auk systurmyndar hennar síðar á árinu. Systurmyndin er tónleikamynd sem sýnir lokahnykk Whale Watching Tour tónleikaferðarinnar, glæsilega tónleika sem fóru fram í Þjóðleikhúsinu og uppskáru m.a. fimm stjörnur í Fréttablaðinu.

Hér má sjá trailer fyrir Everything Everywhere All The Time og hér má líta glæsilega plakatahönnun eftir Ivan Khmelevsky.

Fyrir nýjustu upplýsingar um Bedroom Community hverju sinni, fylgið okkur á Facebook og Twitter.

Frekari upplýsingar veitir Hildur Maral Hamíðsdóttir, kynningarfulltrúi: hildur@bedroomcommunity.net