[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 8. desember]
Það besta á Norðurlöndum?
• Tólf plötur keppa um Norrænu tónlistarverðlaunin sem veitt verða í þriðja sinn í febrúar
• Tveir fulltrúar frá Fróni, en skoðum aðeins hvað er að gerast hjá frændum vorum
Á mánudaginn var tilkynnt hvaða tólf plötur eru tilnefndar til Norrænu tónlistarverðlaunanna eða Nordic Music Prize. Þessi verðlaun voru veitt í fyrsta sinn fyrir árið 2010 en þá hreppti Jónsi okkar hnossið fyrir plötu sína Go. Í fyrra sigraði svo Svíinn Goran Kajfeš. Verðlaunin eru veitt í febrúar á næsta ári þegar tónlistarhátíðin by:Larm í Ósló fer fram. Verðlaununum svipar til Mercury-verðlaunanna bresku þar sem áhersla er á listrænt innihald fremur en frægð og hve markaðsvænar plöturnar eru. Norræn dómnefnd sá um að velja plöturnar tólf úr fimmtíu platna potti en alþjóðleg dómnefnd sker svo úr um lokasigurvegarann.
Í ár eru tvær íslenskar plötur tilnefndar, plata Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, og svo þriðja plata Retro Stefson, sem er samnefnd hljómsveitinni. Óþarfi er að gera nánari grein fyrir innihaldi og stíl þeirra platna hér en hlaupum aðeins yfir hinar tíu.
Áleitið
Svíar eiga þrjár plötur í þetta sinn. Sú merkasta er hiklaust önnur plata Önnu Von Hausswolff, Ceremony. Hafið varann á, gott fólk, tónlistin er jafnvel enn drungalegri en bæði nafn listakonunnar og titillinn gefa til kynna. Platan var tekin upp í kirkju í Gautaborg og þemað er – já þú giskaðir rétt – dauðinn. Þegar hlustað er kemur nafn Joy Division óneitanlega upp, bæði tónlistin, umslagið og titillinn (síðasta lag Joy Division/fyrsta lag New Order heitir „Ceremony“). Hausswolff fer alveg út að brúninni hvað epík, drama og myrkur varðar en er allan tímann sannfærandi. Í því felst árangurinn, hún hljómar aldrei tilgerðarlega, þó að þær hættur leynist á bak við hvern tón. First Aid Kit, þjóðlaga/„americana“-dúett systranna Jóhönnu og Klöru er einnig á lista en frægð þeirra á alþjóðavísu eykst statt og stöðugt. Neneh Cherry & The Thing er svo þriðji fulltrúi Svíþjóðar en flestir kannast líklega við Cherry sem poppsöngkonu („Buffalo Stance“, „7 Seconds“ ásamt Youssou N’Dour). Cherry er sænsk þó margir álíti hana breska og stjúpfaðir hennar er djassgoðsögnin Don Cherry. Hér leitar hún hins vegar aftur í pönkræturnar (hún starfaði t.d. með tilraunakennda síðpönksbandinu Rip Rig + Panic) og innihaldið spunakenndur hávaðadjass.
Danir náðu þá inn tveimur plötum, hin frábæra Choir of Young Believers er þarna með aðra plötu sína og hin ógurlega Selvhenter á þarna plötu líka. Hin síðastnefnda er sannkallað stolt Dananna, þetta land sem hefur ekki beint verið þekkt fyrir áleitna og ögrandi tónlist teflir þarna fram kolbrjálaðri, hávaðaleginni og yfirlýstri femínistasveit sem er í framlínu „danska vorsins“ í tilraunatónlist ef ég má kalla það svo.
Aðsópsmikið
Hinir olíubornu Norðmenn eiga þrjár plötur. Lindstrøm er danstónlistarmaður sem hefur lítinn bakgrunn í þeirri eðla list, staðreynd sem sveipar plötu hans, Smalhans, undirfurðulegum, forvitnilegum blæ. Susanne Sundfør gerir út á hátimbruðu ísprinsessumiðin sem hafa verið fjölsótt af frændum okkar undanfarin ár, sérstaklega af Svíum og Norðmönnum. Þriðja plata Norðmanna er svo eftir söngvaskáldið Tønes. Hiklaust merkilegasta framlag þeirra og „skandinavískasta“ platan af öllum þeim sem tilnefndar eru. Það verður áhugavert að heyra hvað alþjóðlegu dómnefndinni þykir um gripinn.
Sálusystkini okkar í Finnlandi snara þá fram tveimur plötum og alls ólíkum. Pää kii spila sómasamlegt en fremur óspennandi nýbylgjurokk en sama verður ekki sagt um Kerkko Koskinen Kollektiivi. Um er að ræða himinháa, þrælútsetta stórsveitatónlist með sovéskri undiröldu!? Ég veit. Söngkonurnar þrjár gefa þessu fagra liti og sumir sprettirnir eru hreinlega „kvikmyndalegir“, þar sem tónlistin flæðir áfram á aðsópsmikinn, ævintýralegan hátt.
Jebbs, svona hljómaði Skandinavía árið 2012.
One Response to Nordic Music Prize: Hvernig hljómar Skandinavía 2012?
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Anna Von Hauswolff og Lindstrom eiga bestu plöturnar – ég á reyndar eftir að tékka á Selvhenter.