StefanGejsing-NordicPlaylist

 

Hróarskelduhátíðin tilkynnti í dag um “fulla” dagskrá og Nordic Playlist teymið er með puttann á púlsinum vegna þessa. Tilkynning vegna þessa barst og er hún svohljóðandi:

Nordic Playlist – í boði Hróaskeldu

– Twitterleikur – miðar á hátíðina í vinning

Stefan Gejsing, sem bókar norrænar hljómsveitir á Hróaskelduhátíðina setur saman Norræna spilunarlistann í þessari viku. Listinn samanstendur af 10 norrænum tónlistarmönnum sem koma fram á hátíðinni í sumar. Á sama tíma fer fram twitter leikur þar sem heppinn vinningshafi frá Íslandi getur unnið tvo miða á hátíðina með því að tísta uppáhaldshljómsveitinni sinni sem kemur fram á Hróaskelduhátíðinni á @nordicplaylist #nordicplaylistroskilde

 “Tónlist frá Norðurlöndum hefur alltaf skipað stóran sess á Hróaskelduhátíðinni. Það er mikið af Norðurlandabúum sem koma á hátíðina og þeir kunna að meta að sjá uppáhaldsbandið frá heimalandinu sínu.” segir Stefan um mikilvægi norrænnar tónlistar á hátíðinni. Aðspurður um hvernig hann uppgötvar tónlist svarar hann: “Ég finn mikið af tónlist á netinu og hlusta á tónlist sem fólk sendir mér. Ég fer líka mikið á tónleika og aðrar hátíðir. Mér finnst það gaman og ég þreytist aldrei á að heyra eitthvað nýtt og spennandi. Ég held að það skipti mestu máli í starfi sem mínu að vera forvitinn.”

 Viðtalið við Stefan Gejsing má finna í heild sinni hér.

Spilunarlisti Stefan Gejsing:

Lykke Li – Love Me Like I’m Not Made Of Stone (SWE)

BOMBUS – A Safe Passage (SWE)

Kindred Fever – Liquid Fire (NOR)

Cashmere Cat – Wedding Bells (NOR)

Chorus Grant – Wolfes (DEN)

The Awesome Wells – Undertaker (DEN)

Jaakko Eino Kalevi – Anatomy (FIN)

Dark Buddha Rising – K (FIN)

Samaris – Góða Tungl (ICE)

Just Another Snake Cult – Have You Seen This Girl Anywhere? (ICE)

 

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: