Meistari Svavar Pétur Eysteinsson ætlar ásamt fleiri meisturum að hræra í tvo viðburði um Jónsmessuna af umtöluðu harðfylgi sínu og stuðinnsæi. Viðburðirnir fara fram úti á landi, annars vegar er um að ræða Partíþokuna á Seyðisfirði og svo Humarþrumuna á Höfn í Hornafirði.
Hér gefur að líta smellna fréttatilkynningu um fyrrnefnda viðburðinn:

Austfirðingar og nærsveitungar, innfæddir, aðfluttir, brottfluttir, ungir sem aldnir, og aðrir gestir!Partíþokan efnir til Jónsmessuhátíðar á Seyðisfirði helgina 22. og 23. júní.Í þokunni leynist ýmislegt menningarlegt, m.a. tónleikar, uppistand, jónsmessubrenna, tjaldútilega (fyrir þá sem það kjósa) og allur hinn góði matur sem fjörðurinn er annálaður fyrir. Bækistöðin er í félagsheimilinu Herðubreið þar sem fram koma:

Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar
Ojba Rasta
Snorri Helgason
Prins Póló
Mr. Silla
Hugleikur Dagsson

Helgarpassi á viðburði hátíðarinnar í Herðubreið (föstudag og laugardag) kostar aðeins 3500 krónur.

Miðasala á hátíðina er hér: http://midi.is/tonleikar/1/7031/

Jafnframt verður selt inn á hvert kvöld fyrir sig. Sú miðasala er á staðnum og kostar miðinn 2000 krónur.Tjaldstæði er ekki innifalið í miðaverði en helgin á tjaldstæðinu kostar 1000 kr og er greitt á staðnum. Afhending armbanda fer fram á Öldunni Seyðisfirði.

18 ára aldurstakmark er á hátíðina nema í fylgd með fullorðnum og 14 ára og yngri fá frítt inn í fylgd foreldris eða forráðamanns!


One Response to Partíþokan og Humarþruman um Jónsmessuna…

  1. Svavar Pétur Eysteinsson says:

    vel hrært!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: