Plötudómar: Kjuregej og fjórar aðrar
[Dómarnir voru skrifaðir fyrir Morgunblaðið og birtust þar, þriðjudaginn 22. maí]
Íslenskar plötur
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Hér getur að líta gagnrýni á nýútkomnar íslenskar plötur af hinu og þessu tagi.
Gillon – Næturgárun
3/5
Um er að ræða listamannsnafn Gísla Þórs Ólafssonar skálds, en hann hefur verið iðinn við ljóðabókakolann undanfarin ár og gefið út bók á ári. Gísli hefur hins vegar lýst því að ljóðabókaútgáfan hafi aðallega verið til að undirbúa hann fyrir tónlistarútgáfuna og nú er sumsé komin út breiðskífa með tíu frumsömdum lögum, hans fyrsta. Tónlistin er nokkuð hrá og minnir mig stundum einhverra hluta vegna á amerískt háskólarokk frá níunda áratugnum. Lagasmíðarnar eru þannig séð hefðbundnar en það er eitthvað „auka“ þarna sem hífir þau upp yfir meðalmennsku. Í rokkaranum „Blindaður af ást“ sýnir Gísli t.a.m. fram á að hann er naskur melódíusmiður, fallegt lag sem límir sig þægilega við heilann, og í ballöðunni „Fyrir tilstilli þína“ nær Gísli inn að hjartarótum, söngröddin veðruð, rám og nánast „pínd“ – sótraftaleg á áhrifaríkan hátt þar sem hann nær að knýja fram angurværa, löngunarfulla tóna. Þetta er allt á réttri leið.
Kjuregej – Lævirkinn
5/5
Alexandra Argunova „Kjuregej“ er upprunalega frá fyrrverandi sovétlýðveldinu Jakútíu en hefur búið hér í 46 ár. Hún er myndlistarkona, leikari, leiktjalda- og búningahönnuður og tónlistarmaður en Lævirkinn er, ótrúlegt en satt, hennar fyrsta plata. Á henni syngur hún sextán lög, flest þeirra þjóðlög á jakútsku en einnig lög á rússnesku og íslensku. Plata þessi er að sönnu fengur þar sem Kjuregej syngur þjóðlög sem eru mörg hver í útrýmingarhættu í heimalandinu. Áferðin er jafnan angurvær og á köflum dökkleit og í söngröddinni má nema nið aldanna, tilfinningaþrungin áköll í bland við ástríðufulla saknaðarsöngva. Íslensk lög eins og „Til eru fræ“ og „Úr Sóleyjarkvæði“ fá þá á sig nýstárlegan blæ og Kjuregej gerir þau algerlega að sínum með magnaðri, ástríðullri túlkun. Þegar best lætur er fegurðin stingandi. Glæsilegt verk. Að lokum ber að geta umslagshönnunar allrar sem er sérstaklega vönduð og falleg.
Tríó Glóðir – Bjartar vonir
4/5
Hafsteinn Þórólfsson söngvari er langafabarn Oddgeirs Kristjánssonar, þjóðskálds Vestmannaeyja ef svo má segja. Hann ákvað árið 2003 að Oddgeir skyldi hann heiðra með því að gefa út plötu á hundrað ára afmæli hans og hér gefur að líta afraksturinn. Hann fékk þá Ingólf Magnússon bassaleikara og Jón Gunnar Biering Margeirsson gítarleikara til liðs við sig en auk þess kemur söngkonan Sigríður Thorlacius við sögu í völdum lögum. Óhætt er að segja að vandað hafi verið til alls frágangs, hvort sem hann snýr að umbúðum eða innihaldi. Gripurinn sjálfur er fallegur, fjöldi ljósmynda prýðir bæklinginn, textar fylgja auk þess sem saga Oddgeirs er rakin. Tónlistin sjálf er þá í samræmi við þetta. Hljómur er algerlega frábær og útsetningar sömuleiðis, tríóið nálgast lögin af næmi og natni. Áferðin er lágstemmd, söngurinn er í forgrunni og undirspil allt einstaklega smekklegt. Á köflum minnir platan mig á þrekvirki Einars Scheving, Land míns föður, þar sem hún myndar einstaklega notalega og þægilega áru sem leggst utan um þig eins og dúnn. Virkilega vel að verki staðið.
Raggi Dan – Hughrif
2½/5
Höfundur plötunnar, Ragnar Danielsen, lýsir innihaldinu sem „slökunartónlist hjartalæknisins“, enda er hann sjálfur einn slíkur. Ragnar stofnaði Stuðmenn á sínum tíma í MH ásamt þeim Valgeiri Guðjónssyni, Jakobi Frímanni Magnússyni og Gylfa Kristinssyni en sveitin hét þá Frummenn (og platan Tapað/fundið, sem endurreistir Frummenn gáfu út árið 2006, varð kveikjan að þessari plötu Ragnars). En eins og Ragnar segir; innihaldið er slökunartónlist og virkar ágætlega sem slík. Uppistaðan er gítarspil en undir eru áreynslulitlar hljómborðsmottur. Hljómur hefði getað verið betri og motturnar eru sumar hverjar komnar yfir síðasta söludag. Gítarleikur er hins vegar prýðilegur. Lögin renna hvert inn í annað, eru nokkuð einkennalaus og á köflum „hverfur“ tónlistin, sem er í raun útgangspunktur svona tónlistar. „Ambient“-tónlist á að umlykja þig og mynda stemningu, hún á ekki að áreita eða láta bera á sér.
Eysteinn Pétursson – Það er margt í mannheimi
4/5
„Ef Ólöf Arnalds væri eldri maður sem byggi í Breiðholtinu…“ er ein af þeim setningum sem ég hef heyrt í tengslum við þessa dásamlegu plötu Eysteins Péturssonar. Sonur hans, Svavar Pétur Eysteinsson (Prinspóló), sá um upptökur og útgáfu og innihaldið er einlæg og alþýðleg tónlist sem Eysteinn syngur við eigið gítarundirspil. Mörg laganna urðu til á námsárum Eysteins í Kaupmannahöfn og bera með sér skemmtilega sérstæðan blæ. Söngur Eysteins er í senn blíður og hrjúfur, á vissan hátt seiðandi og röddin dregur mann inn í lögin. Sum þeirra, eins og „Ókindarkvæði“, eru naumhyggjuleg þar sem versin ganga í endurteknum lykkjum en hér eru líka galgopalegar smíðar („Má ég fá harðfisk“) og opnunarlagið, „Það sem enginn veit“, er einfaldlega fallegt. Hljómur plötunnar er lágstemmdur og berstrípaður flutningurinn gerir að verkum að maður dokar við og sperrir óhjákvæmilega eyrun. Það er svo nærandi að hlusta á tónlist sem er gerð á hinum einu og réttu forsendum; hinni knýjandi þörf til að skapa. Það gefur óhjákvæmilega eitthvað satt af sér, eitthvað fallegt, eins og þessa plötu hér.
7 Responses to Plötudómar: Kjuregej og fjórar aðrar
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Til eru fræ er ekki íslenskt lag, það er úkranískt þjóðlag.
Lagið við ,, Til eru fræ" er samkvæmt nýjustu upplýsingum eftir ungverska tónskáldið Elemer Szentirmay.
Siggi var úti er norskt þjóðlag, líklega eftir einhvern Lasse.
Brjánn, þú ert að rugla saman við Habba Habba. Þar kom Lasse sterkur inn. Þjóðlög eru bara þjóðlög.
Er" Habba Habba" ekki eftir Stellu Mwang?
Nei þú ert að tala um Haba Haba eftir Stellu Mwangi.
Hvaða lag er eiginlega Habba Habba?