Gulldrengirnir í Sigur Rós valta yfir heiminn eftir slétta viku á … öö … Valtaranum sínum en Valtari, sjötta breiðskífa sveitarinnar, kemur út 28. maí.

Saman með útgáfunni munu örmyndir, sem tólf leikstjórar hafa unnið að, koma út. Ryan McGinley, John Cameron Mitchell og Alma Har’el eru á meðal erlendu leikstjóranna en Árni & Kinski, Inga Birgisdóttir og Ragnar Kjartansson eru fulltrúar Fróns. Fyrsta myndin, sem er eftir Ragnar Kjartansson og er við opnunarlag plötunnar, „Ég anda“, kom út í dag. Hinar myndirnar verða svo frumsýndar reglubundið út sumarið.

Mynd Ragnars má nálgast á vefsvæði Sigur Rósar:

http://sigur-ros.co.uk/

Hér má sjá dóm á arnareggert.is um Valtara:

http://arnareggert.is/?p=120