Plötudómur: Agent Fresco – Destrier
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 7. nóvember, 2015
Líknandi reiði
Destrier er önnur breiðskífa Agent Fresco. Hljómsveitina skipa söngvarinn Arnór Dan Arnarson, trommuleikarinn Hrafnkell Örn Guðjónsson, bassaleikarinn Vignir Rafn Hilmarsson og gítar- og píanóleikarinn Þórarinn Guðnason.
Destrier er önnur breiðskífa Agent Fresco. Hljómsveitina skipa söngvarinn Arnór Dan Arnarson, trommuleikarinn Hrafnkell Örn Guðjónsson, bassaleikarinn Vignir Rafn Hilmarsson og gítar- og píanóleikarinn Þórarinn Guðnason. Tónlistina semja Arnór og Þórarinn að mestu en Hrafnkell og Vignir koma og að þeim málum. Texta á Arnór. Sveitin og Styrmir Hauksson stýrðu upptökum. Record Records gefur út.
Agent Fresco var afskaplega vel mótuð sveit er hún sigraði Músíktilraunir fyrir sjö árum. Vissulega ekki orðin að því öndvegisbandi sem hún er í dag, en það var ansi margt til staðar. Frábær hljóðfæraleikur, þéttleiki og góður andi stýrði för en mikilvægast var þó að sjá að meðlimir voru uppfullir af hugmyndum og gríðarlegri ástríðu í garð tónlistarsköpunar. Þetta sýndi sig síðan rækilega á fyrstu plötu sveitarinnar, A Long Time Listening (2010). Nú, fimm árum síðar, fara þeir félagar með hlutina upp á næsta stig. Áfram er unnið í sama hljóðheimi, svona nokkurn veginn, en þetta verk er dýpra, dekkra og þroskaðra en frumburðurinn.
Ég man ekki í svipinn eftir plötu sem hefur tekið sér jafn langan tíma í að breiða úr sér, vakna og draga mann inn. Sem er iðulega gott tákn. Destrier er ekki gefins, töfrar hennar koma í ljós smám saman, með endurtekinni hlustun fattar þú meira og meira. En einmitt vegna þessa ertu efins á tímabili, þér líst eiginlega ekkert á þetta. Þetta er of hægt, ekki nógu melódískt o.s.frv. Ekki nógu kraftmikið hugsaði ég lengi en nú, á síðustu metrunum í þessu dómahlustunarferli, hefur leyndardómurinn lokist upp fyrir mér. Platan er hugsuð sem hægstreymt ferli og það er ýjað að hlutum frekar en þeim sé slengt framan í þig. Destrier er hægelduð, hún kemur ekki úr örbylgjuofni.
Heildarhugmynd stýrir málum en í gegnum textana vinnur Arnór söngvari úr tilfinningum eins og reiði, ótta og kvíða sem spruttu upp í kjölfar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2012. Þetta er því ekkert venjuleg plata, tónlistin hefur ákveðinn tilgang, er einskonar græðandi ferli þar sem Arnór kemur út á hinum endanum aðeins reynslumeiri, hreinni og vitrari. Platan opnar með löngum tón eður suði en svo brestur á með laginu „Dark Water“, svakalegt lag þar sem öllum helstu kostum Fresco er teflt fram. Tæknilegur og drífandi trommuleikur fylgir hugvitssamlegum, áleitnum gítarriffum og lagið er brotið upp með flottri „brú“ eins og það er kallað. Lagið er melódískt, epískt og surgandi og allt þetta á innan við fjórum mínútum! Píanóspil styður vel við framvinduna en yfir öllu er geðrík falsetta hins frábæra söngvara Arnórs. Á „Pyre“ róast leikar niður, svo er allt keyrt upp í stuttu titillaginu (sem er brotið upp með kraftmiklum óhljóðum). Platan rúllar mjög heildstætt en samt er merkilegt hversu fjölbreytt sveitin er innan hins gefna ramma. „Wait for Me“ vísar nánast í skuggum bundið R og B Weeknd á meðan „See Hell“ er hálfgert sinfónískt þungarokk. Og allt er þetta dásamlegt. Undir lokin togast á ljós og myrkur, reiðin er alger í „Angst“ á meðan „Death Rattle“ er nánast eins og sálmur, minnir á ægifallegar stemmur Talk Talk eða lokalögin á jarðarfararlegri lokaplötu Joy Division, Closer.
Fáar sveitir ná upp jafn andríkri stemningu á tónleikum og Agent Fresco – þéttara band er vandfundið þar sem meðlimir leika sem einn maður. En hljóðversútgáfan af Agent Fresco er alls ekki síðri, þann þátt eru meðlimir einnig með á tandurhreinu. Glæsilegt og hugrakkt verk frá einni bestu nústarfandi rokksveit Íslands.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012