Plötudómur: Ben Frost – The Centre Cannot Hold
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 11. ágúst, 2018
Skrattinn hittir ömmu sína
Ástralinn Ben Frost hefur starfað hérlendis í nærfellt fimmtán ár en nýjasta plata hans, The Centre Cannot Hold, var unnin með hinum goðsagnakennda Steve Albini.
Ég er farinn að sjá fyrir mér grein eða úttekt á þessum þætti íslensks tónlistarlífs. Erlendir tónlistarmenn sem búa hér og starfa og auðga þannig menninguna með hugmyndum sínum og sýn. Gegnumstreymið er gott og gegnt, mætti vera meira, og eðlilega staldra menn mislengi við. Ben Frost hefur búið hér síðan 2004, talar góða og skýra íslensku (ég var þess heiðurs aðnjótandi að taka fyrsta viðtalið við hann sem fór alfarið fram á hinu ylhýra) og hefur hann unnið við hin fjölskrúðugustu tónlistarverkefni. Hann hefur tekið upp íslenskar hljómsveitir, unnið með þeim að tónlist og samið tónlist fyrir sjónvarp og kvikmyndir, dansflokka og leikverk. Frost þekkir engin mörk eða mæri og hefur unnið með blíðum krúttpoppurum, örgustu rokkurum, heimstónlistarmönnum og sígildum. Frost er með bækistöðvar hérlendis en fer með tónlist sína um heim allan. Flestar plötur hans hafa komið út í gegnum bedroom community en 2014 kom út platan A U R O R A, í samstarfi við hina virtu bresku útgáfu Mute. Það er sú útgáfa sem stendur að nýjasta verki Frost, The Centre Cannot Hold, en platan kom út fyrir síðustu jól. Hún var „kitluð“ með stuttskífunni Threshold Of Faith þá um sumarið og nú í vor kom nokkurs konar sporfaraplata, All That You Love Will Be Eviscerated. Árið hefur, eins og sést, verið undirlagt af iðju í kringum þetta efni og Mute hefur verið duglegt að halda því lifandi með stöðugum útgáfum (það kom t.d. út tólftomma með laginu „Ionia“, auk þess sem ég hef nefnt). Sterk, listræn ímynd hefur þá hjálpað, djúpur blár litur einkennandi í kringum allt og þær pælingar einnig í hæstu hæðum.
Allt efnið á rætur í upptökulotu sem fram fór í Chicago, sumarið 2016, í hljóðveri Steve Albini. Það má segja að þar hafi skrattinn hitt ömmu sína í tónlistarlegu tilliti. Eitt af því sem Frost hefur lagt sig eftir eru öfgar í tónsmíðum, mikill hávaði, lágvært þrusk … og svo MIKILL hávaði aftur. Ógn og óþægilegheit. Albini lagði sig eftir nákvæmlega sömu hlutum í sveit sinni Big Black auk þess að hafa hljóðritað meistaraverk eins og Goat með Jesus Lizard, Surfer Rosa með Pixies og In Utero með Nirvana. Frost vann að tónlistinni með beinum hætti, hélt svo gott sem tónleika í hljóðveri Albini, og voru vélarnar að niðurlotum komnar, óstöðugar, ofhlaðnar, hvissandi og spúandi. Fagurfræði þessara manna var svo gott sem fullkomnuð á þessu tíu daga tímabili.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012