Plötudómur: Björgvin Gíslason og Sigurður Bjóla – Jarðarbunga
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 24. desember, 2022.
Andartakið er æði
Félagarnir Björgvin Gíslason og Sigurður Bjóla gáfu út plötuna Jarðarbungu í sameiningu í ár. Hér verður djúprýnt í tónlistina sem þar er að finna.
Þeir Björgvin og Bjóla eru báðir goðsagnir en ég ætla ekki að fara sérstaklega í reifun á því hér. Það liggur allt saman fyrir og hægt að fletta því upp á alnetinu. Mig langar frekar til að einbeita mér að þessu verki hér, fjalla um það sem er hér og nú. „Andartakið er æði“ eins og ég segi í fyrirsögn og hún er jafnframt vísun í upphafslag plötunnar.
Jarðarbunga er til á vínil, í 300 eintökum, og ekkert liggur fyrir enn um stafrænan veruleika. Platan er listaverk, að utan sem innan. Vínillinn er kjörgripur í forláta opnanlegu umslagi. Áferð umslags gróf og góð, plötumiðar flottir og allt upp í topp. Spilarar eru heldur ekki af verri endanum; Ásgeir Óskars, Halli Þorsteins, Tómas Jónsson, Pétur Hjaltested og Jens Hansson. Söngvarar Einar Örn Benediktsson, Mugison og Bryndís Jakobsdóttir ásamt höfundum.
Vindum okkur nú í plötuna. Hvað er í gangi? Hvernig er þetta? Báðir höfundar sitja nefnilega þægilega utangarðs getum við sagt. Sigurður Bjóla er höfundur nokkurra fallegustu en um leið undirfurðulegustu dægurlaga Íslandssögunnar og Björgvin Gíslason er gítarhetja frá sjöunda og áttunda áratugnum en losaði sig við hippíska drauga á níunda áratugnum á nokkuð naskan hátt. Lék t.d. á gítar í Friðryk sem átti hið dásamlega pönkaða lag „Í kirkju“ og svo umfaðmaði hann nýbylgjuna á sólóplötunum Glettum (1981) og Örugglega (1983) og þá sérstaklega á þeirri síðastnefndu. Þreifingar tónlistarmanna sem voru guðir á meðal manna á áttunda áratugnum í nýjum veruleika sem við blasti í upphafi þess níunda hafa verið skjalfestar nokkuð rækilega og flestir féllu á milli þilja, hér heima sem erlendis. Þursum reiddi hins vegar sérstaklega vel af hér á landi elds og ísa og Björgvini sömuleiðis. Og Bjólan gerði sömuleiðis gott mót, þó að hann hyrfi nánast alfarið af radarnum lengi, lengi, varð hálfgerður Syd Barrett Íslands.
En nóg um það! Jarðarbunga er, í ljósi þessa, ekki verk sem horfir til baka. Þetta er „ný“ tónlist, hvar glögglega má heyra höfundareinkenni beggja. Sjá téð upphafslag. Skringilegar gítarlykkjur og -riff opna lagið og um miðbikið kemur sjálfur Einar Örn Benediktsson með „æsilegt“ innslag og lagið umverpist í hálfgert síðpönk. Grimm keyrsla og afdráttarlaus. Næsta lag, „engilbert M“, er í hefðbundnari blústakti … en samt. Það leynast furður í hverju stefi, hverjum kafla. Mugison sjálfur syngur og gefur laginu vigt, er kominn inn á Mugiboogie-lendur. Gestagangur er allnokkur á hlið A, Bryndís Jakobsdóttir syngur „vatN“ dulúðlega og hliðinni er lokað með hinu skringilega en mjög svo andríka „á klapparnöf“.
Bryndís snýr aftur til að syngja titillagið sem leiðir okkur inn í hlið B. Enn og aftur knýja þeir félagar fram magnað andrúmsloft og stemningu. Lagið er langt, sex mínútur, og leiðist út í nokkurs konar súrkálsrokksorgíu („kraut-rock“), stefnu sem þeir félagar ættu að kannast við (Can, NEU! og það allt). „Blæs í lúður efinn“ er Bjólulegt, sýrt nokkuð og lagt þessum einstaka galdri sem einkennir þessi ballöðukenndu draumalög hans, hvar stemning skiptir meira máli en einhver hljómasamsetning. Hrein og óræð fegurð sem sker í gegnum allt (sjá t.d. titillag Sumars á Sýrlandi, „Á fleytifullu tungli“, „Dagur ei meir“ o.fl.). Platan endar með „hvað varð um hann?“, þar sem sérstæðar söngraddir þeirra beggja bítast um pláss innan um dásamlega „björgvinsk“ gítarstef og annan yndis-óskunda.
Semsagt: vel heppnað verk tveggja skapandi tónlistarmanna sem mætti heyrast meira í og af. En það væri samt á einhvern hátt stílbrot. Nánari upplýsingar eru á www.jardarbunga.is.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012