Plötudómur: Bláskjár – As I Pondered These Things
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 27. ágúst, 2016
Fölblá feginstár
Tónlistarkonan Bláskjár hefur verið starfandi síðan 2014. Tvö lög komu út rafrænt í fyrra og í vor kom fyrsta stuttskífa hennar, As I Pondered These Things, út.
Þegar Dísa Hreiðarsdóttir lauk námi við LHÍ fyrir rúmum tveimur árum setti hún af stað Bláskjásverkefnið, en það var hluti af útskriftarverkefninu hennar. Segið svo að nám borgi sig ekki, fyrsta plata hinnar stórkostlegu sveitar Belle and Sebastian varð til við svipaðar aðstæður. Verkefninu lýsir Dísa sjálf sem svo: „Bláskjár er söngvaskáld sem leggur áherslu á að miðla einlægri og ljóðrænni tónlist, þar sem áhersla er lögð á að segja sögur og túlka tilfinningar.“ Þó að lýsingin sé giska opin, þannig séð, á þetta eiginlega algerlega við. Tónlistin er í þjóðlagalegum gír og klassískra áhrifa gætir en um leið er hún dreymin og styður smekkleg notkun rafhljóða fallega við framvinduna. Allt þetta kemur t.a.m nokkuð vel upp í laginu „Silkirein“ sem prýðir stuttskífuna As I Pondered These Things, sem kom út í maí síðastliðnum og er ástæða þessara skrifa. Naumhyggja og tilfinnanleg einlægni liggur yfir laginu og heillar. Nýir og gamlir tímar í tónlist eru leiddir saman af næmni, en textinn er Raunakvæði Stefáns Ólafssonar, samið á 17. öld. Annað efni hér er eftir þessu, hlýr náttúrubragur leikur um plötuna og rennslið er dáleiðandi.
Einar Stefánsson úr Vök tók upp og útsetti ásamt Dísu og það er Synthadelia Records sem dreifir rafrænt. Teitur Ingi hljómjafnaði og Einar og Halldóra Ársælsdóttir sá um tónlist ásamt Bláskjá.
Bláskjár nýtir sér nútíma umhverfi í dreifingu tónlistar og efni hennar er ínáanlegt á Spotify og Bandcamp t.d. Það er notalegur heimilisiðnaðarbragur yfir öllu hér, umslagið er t.d. snoturt, hannað af listamanninum, og kallast á við tónlistina. Íslensk húsfreyja frá eldri tíð starir til íslenskrar náttúru. Bláskjár stígur inn í ákveðna senu sem hefur verið móðins að undanförnu; melódísk, dreymin og nett melankólísk tónlist sem hefur verið ástunduð af Sóleyju, Jófríði Ákadóttur og fleirum. Það er nokkur vandi í dag að stunda einlæga tónlistarsköpun sem nýtir sér Ísland og íslenska náttúru sem innblástur, ofuráhugi útlendinga á öllu sem íslenskt er nú um stundir gerir að verkum að stundum lítur þetta klisjulega út. Bláskjár sveigir vel frá þessu öllu, eins og segir, það er eitthvað hreint við það hvernig hún tekur á þessu og það skilar sér í þessari plötu. Hún verður jafngóð eftir tuttugu ár – þegar útlendingarnir verða búnir að missa áhugann á þessari skrítnu eyju – og hún er í dag!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland HAM Harpa Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Julia Holter Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Morgunblaðið múm Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist valtari íslensk tónlist íslenskur plötudómur þjóðlagatónlistUmræðan
- wireless on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- https://lovetoy.vn/ on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Þorvaldur Daði on Rýnt í: Þóri Georg
- Brynhildur Valgeirsdottir on Plötudómur: Arnar Guðjónsson – Grey Mist of Wuhan
- Hildur Skarphéðinsdóttir on Pælingar: by:Larm og Norrænu tónlistarverðlaunin
- guiflithong.xyz on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Ingimar Neinei Bjarnason on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Iceland Airwaves 2015: Fimm daga heildarúttekt
- clash of clans hack apk download for android no survey,clash of clans hack apk 7.65.5,clash of clans hack download 2015,clash of clans hack download free,clash of clans hack tool download no survey,clash of clans hack download android,clash of clans hack on John Carpenter heldur tónleika í fyrsta sinn … og það á ATP á Íslandi!!!
Safn
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012