Plötudómur: Borgar Magnason – Come Closer
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 8. apríl, 2023.
Áfram veginn
Come Closer er plata eftir Borgar Magnason, tónskáld og hljóðfæraleikara. Hún kom út á Bandcamp í liðnum desember og annars staðar í febrúar á þessu ári. Það er sjálfur Howie B sem stýrir upptökum ásamt Borgari.
Borgar Magnason hefur um langa hríð verið umsvifamikill í íslensku tónlistarlífi. Og víðar. Borgar býr að klassískri menntun en í sköpun sinni fer hann yfir mörk og mæri. Semur
fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónvarp; treður upp á djúptilraunatónleikum, tekur þátt í margmiðlunarsköpun og útsetur fyrir sinfóníuhljómsveitir. Einkennandi bassastíl hans má meðal annars heyra í tónlist Sigur Rósar og Ben Frost.
Áhugi Borgars á hljóð- og hljómmöguleikum kontrabassans ýttu honum út í samstarf við listafólk í dansi og sjónlistum. Hefur hann m.a. unnið með Guy Maddin, 33 1/3, Húberti Nóa, Masbedo og Gabríelu Friðriksdóttur. Almennt séð hefur hann unnið með jafnólíku listafólki og Michel Legrand, Brian Eno, Damien Rice, Howie B, Nico Muhly, Ane Brun, Björk, Puzzle Muteson, Chantal Acda, Alex Summers og David Rhodes.
Borgar semur og flytur tónlistina hér, hann stýrir upptökum í samstarfi við Howie B en vélamaður og hljóðblandari er Albert Finnbogason. Francesco Fabri hljómjafnaði. Platan var að mestu tekin upp í Giant Wafer hljóðverinu í Wales en eitt lag var hljóðritað „hér á landi“, í Sundlauginni. Ninna Lundberg söng þá bakraddir í einu lagi.
Platan hefst á laginu „Come Closer“. Dramatískt, jafnvel drungalegt, og hvell kontrabassastroka styður við „það er eitthvað svakalegt að fara að gerast hér!,“ stemningu. Ansi nösk uppbygging verður að segjast, þar sem ómar, hljómar og tónar tínast inn smátt og smátt og byggja undir naumhyggjulegt, næsta ógurlegt yfirbragð. Í næsta lagi, „I Must Tell You“ er svo tekin ansi smekkleg u-beygja. Raftónlistin er mætt og Borgar talar og syngur yfir krómuðu slagverkinu. Það er smá 1. Outside stemning í gangi, með vísun í meistaraverk David Bowie. Það er verið að segja sögu, og mann a.m.k. grunar að ekki sé allt jafnsnoturt í henni. Nú er orðið ljóst að þessi plata er á fallegu nútímatónlistarrófi, þar sem Borgar hagnýtir sér fullkomlega innsæi sitt í nokkra tónlistarheima sem skarast oftast ekki en hér fá þeir að renna hver um annan þveran. „Going Gone“ heimsækir í raun stemninguna í opnunarlaginu, er samt strípaðra og er kontrabassinn í aðalhlutverki. Lagið er bæði fagurt og furðulegt. Melódían á u.þ.b. mínútu tvö er stingandi þar sem hún togar blíðlega í hjartastrengi.
Ekki amaleg byrjun þetta! „In Your Eyes“ er sungið en ekkert venjulega samt. Borgar er afar framarlega í laginu, hann syngur/talar og er viðkvæmur, hikandi. Þetta er virkilega vel heppnað, einhver hráleiki heillar. Síðustu tvö lögin eru um níu mínútur hvort. „Object of Desire“ opnar Borgar með talrödd, skipandi, hugsandi. Svo er rennt í lagið, sem líkt og flest hérna býr yfir ákveðinni stemningu sem klófestir hlustandann. Flæðið er „ambient“-legið og spennan tilfinnanleg þar sem maður er látinn hanga einhvern veginn á milli vonar og ótta. Lokalagið er svo titillagið. Enn og aftur sogast maður inn í þennan epíska, dramabundna heim. Nú verð ég sérstaklega að hrósa meðverkamönnum Borgars, Howie og Alberti. Hljómurinn hér er afskaplega skýr en um leið hnausþykkur. Ef heyrnartól eru á eyrum hverfur maður algerlega inn í tónlistina. Og það á við um allt verkið sem slíkt.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012