Plötudómur: Bubbi – Stormurinn
11. maí 2013 | Tónlist | 921 orð | 3 myndir
TÓNLIST – Geislaplata
„Það er svo margt sem ég ætla þér að segja“
Bubbi – Stormurinn
5/5
Bubbi Morthens (söngur, kassagítar, rafgítar, munnharpa), Börkur Birgisson (rafgítar, bakraddir), Daði Birgisson (píanó, bakraddir), Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson (kontrabassi), Magnús Einarsson (mandólín), Matti Kallio (harmónikka).
Bubbi Morthens (söngur, kassagítar, rafgítar, munnharpa), Börkur Birgisson (rafgítar, bakraddir), Daði Birgisson (píanó, bakraddir), Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson (kontrabassi), Magnús Einarsson (mandólín), Matti Kallio (harmónikka). Lög og textar eftir Bubba fyrir utan textann í „Karlskröggur“ (höfundur ókunnur, þýðing Eva Hauksdóttir). Börkur og Daði stýrðu upptökum, Daði hljóðblandaði og þeir ásamt Bubba útsettu. Hljómjöfnun var í höndum Bobs Katz í Digital Domain, Flórída, Bandaríkjunum.
Eitt af því sem ég kann að meta við Bubba Morthens er að hann skilur hvað felst í því að vera listamaður. Hann skilur að þetta hefur með virkni að gera, að vera að, frekar en að sitja aðgerðalaus úti í horni og draga upp stórkostlegar áætlanir um eitthvað sem aldrei verður. Bubbi minnir mig að þessu leytinu til á Woody Allen sem dælir út kvikmyndum af miklum móð, misgóðum svo sannarlega en það sem einkennir hann er að hann er lifandi listamaður, með eitthvert fjör í gangi. Þessir menn eru því óhjákvæmilega mistækir, með öðrum orðum mannlegir, og í því einu og sér liggur fegurð. Styrkur Bubba sem listamaður – allan þennan ótrúlega feril – kristallast nefnilega í þessu. Hann þorir að láta vaða, hvað sem svo verður.
Stormurinn er fjórða platan sem Bubbi vinnur með þeim Benzinbræðrum, Berki og Daða (sú þriðja, jólaplata, átti að koma út um síðustu jól en var frestað um ár). Þetta hefur verið afskaplega vel lánuð vegferð en þessi varða er hiklaust sú myndarlegasta til þessa. Það hefur verið mikill og góður andi yfir samstarfi tríósins og viss stígandi í því. Tilraunir Bubba með sálartónlist á fyrstu „bræðraplötunni“, Ég trúi á þig (2011), voru t.d. upp og ofan og Þorpið (2012), þrátt fyrir mjög svo sterka hljóðmynd og gott „flæði“, er dálítið köflótt hvað gæði lagasmíða varðar.
Stormurinn er aftur á móti merkilega heilsteypt verk. Þrátt fyrir að vera fimmtán laga og yfir klukkustund á lengd rúllar hún fumlaust áfram. Undirspil allt er naumhyggjulegt og einfalt, gítarleikur að mestu og stöku áhrifshljóð þegar við á. Þetta styður við heildarmyndina, því að þrátt fyrir að lögin séu ólík innbyrðis eru þau öll bundin saman sterkum þræði sem Bubbi og bræðurnir eru farnir að spinna meistaralega.
Platan byrjar með „Allt var það krónunni að kenna“ þar sem heyra má þetta einstaka gítarplokk eða -pikk Bubba sem hann skilar af miklu listfengi. Lagið er stutt, snarpt og pólitískt en ádrepur um eldfim mál einkenna plötuna nokkuð. „Ég sakna þess að unga fólkið skuli ekki fjalla meira um samtímann og maður hefði kannski haldið, eftir svona ástand eins og hrunið, að allt myndi fyllast hér af trúbadorum með beitt sverð og nýjan skjöld en það er ekki að gerast,“ sagði Bubbi í viðtali við Helga Snæ Sigurðsson í Morgunblaðinu nú á miðvikudaginn og þessi rýnir deilir þessari furðu hans. Bubbi lýsir því þá yfir á bloggi sínu fyrir Pressuna 20. mars síðastliðinn að: „Fyrir mér er tónlistarmaðurinn eða -konan í raun skæruliði sem liggur í leyni, tilbúinn að skjóta þig í hausinn með hárbeittum nótum og orðum sem vekja þig, hræða, gleðja og fá þig til að sjá hluti sem þú sást ekki og heyrðir ekki.“
Á þessum nótum er að finna nokkra, já nokkra, bálka eða söguljóð þar sem Bubbi myndast við að skjóta okkur í hausinn. Kirkjan fær t.a.m. sínar gusur í samnefndu lagi sem er tæpar átta mínútur. „Skortur á ljósi var alltaf kirkjunnar styrkur,“ segir Bubbi, beittur vel og hnitmiðaður. Titillag plötunnar, „Stormurinn“, hefur þá Guðmundar- og Geirfinnsmálið að umfjöllunarefni; virkilega sterkt lag, drungalegt og napurt: „Nakin og staurblind á báðum, gyðja réttlætis reyndist fá skell,“ segir þar. „Tíðindalaust af vesturvígstöðvunum“ fjallar um hrikaleik fíkniefna en rosalegasti bálkurinn – og besta lag plötunnar – er hið tæplega átta mínútna langa „Hoggið í stein“. Þar fara menn út fyrir þægindarammann; það kraumar og ólgar undir framvindunni sem einkennist af ágengum kassagítarleik og ýlfrandi rafgíturum. Lagið skríður rólyndislega áfram en á ógnandi hátt engu að síður. Mjög áhrifaríkt og það rennur kalt vatn milli skinns og hörunds meðan það varir. Glæsilegt! Sagnabálkar eftir Dylan eins og „The Lonesome Death of Hattie Carroll“ og „Desolation Row“ koma óneitanlega upp í hugann og söngrödd og túlkun Bubba hreyfir við manni, hann er ástríðufullur og einlægur sem aldrei fyrr.
Bubbi nýtir ekki bara bálkana undir þessar „kýlis-stungur“, „Best er bara að þegja“ er snoturt lag sem fjallar um heimilisofbeldi og ljúf áferðin gerir það áhrifaríkara en ella: „Þú finnur bara kolamola þar sem hjartað var/Best er bara að þegja.“ En þetta er ekki eintómt svartnætti, hér er pláss fyrir bæði ljós og skugga. Hið gítarplokkandi „Lipurtá“ er í björtum, amerískum þjóðlagagír, „Ruggaðu mér í svefn“ er í dæmigerðum blúsgangi og „Afmælið“ er „tex-mex“ gjörningur að hætti Los Lobos. „Karlskröggur“ er evrópskara, Brel-áhrif og skandinavísk vísnatónlist í einni hræru. Plötunni er þá lokað með nokkurs konar útgöngustefi, hinu fallega „Trúðu á ljósið“.
Já, púff segir maður bara. Það er mikið í gangi inni í Storminum, segja má að platan beri þannig nafn með rentu. En það er vigt í henni sem verður ekki fengin með öðru en aldri og reynslu. Það leikur öryggi og æðruleysi um hana sem maður heyrir t.d. á nýjustu plötum Leonards Cohens eða plötunum sem Cash gerði fram í andlátið.
Galdur plötunnar liggur í því hversu sönn hún er. Þennan hreinleika finnur þú einfaldlega í gegnum þá alúð sem lögð hefur verið við hvert og eitt lag, hvort sem um er að ræða tilkomumikla níðþunga bálka eða léttleikandi gítarstemmur. Þú skynjar að aðstandendur vita nákvæmlega hvað það er sem þeir vilja fá fram. Frábær plata, eins hnökralaus og mannlega er unnt.
Arnar Eggert Thoroddsen
2 Responses to Plötudómur: Bubbi – Stormurinn
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Hef ekki heyrt ennþá nýju Bubba plötuna en ég elska svona vel skrifaða dóma 🙂
Arnar veit sínu viti… er nokkuð sammála honum