Plötudómur: Egill Sæbjörnsson – Moonlove
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 21. nóvember, 2020.
Tunglsjúki töframaðurinn
Ný plata með Agli Sæbjörnssyni, það teljast góðar fréttir. Moonlove bætist í nokkuð magnaðan sarp tónlistar sem listamaðurinn hefur gefið út á síðastliðnum tveimur áratugum eða svo.
Ég man það svo ósköp vel er plata Egils Sæbjörnssonar, Egils S, Tonk of the Lawn , kom út árið 2000. Ég vissi af honum sem myndlistarmanni en fólk var dálítið gáttað þegar það handlék geislaplötu að nafninu Tonk of the Lawn . Hvað var þetta eiginlega? Enn gáttaðra varð fólkið er það heyrði sjálfa tónlistina. Platan atarna er meistaraverk. Ég var svo heppinn að fá að skrifa gagnrýni um hana og sagði m.a.: „Tónlistin sjálf er einhvers konar skrýtipopp; og eru nálganir Egils við dægurtónlistina ekki ósvipaðar aðferðum Beck, Egill nær að búa til eitthvað nýtt og ferskt úr hafsjó tilvísana í sögu og inntak popptónlistarinnar þannig að upp úr stendur frumleg poppplata… Lögin eru öll, hvert á sinn hátt, snilldarlegur leikur að þessum möguleikum. Fjölbreytt, frjó og svöl lög…“
Svo mörg voru þau orð. Dans Egils, sem er þekktastur fyrir myndlist, við tónlistargyðjuna hefur verið reglubundinn lengi vel, og er bæði takfastur og fagur. Hann gaf t.a.m. út stuttplötuna The international rock n’roll summer of Egill Sæbjörnsson ári fyrr og eftir Tonk of the Lawn (sem var gefin út árið 2001 á nýjan leik af Some Bizzare í Bretlandi) hafa komið út plötur sem innihalda tónlist fyrir listsýningar (sjá t.d. Out of Controll in Venice ) og svo kom platan Egill S út árið 2009 sem innihélt hófstilltari tónlist en var að finna á Tonk (ef Tonk er Mellow Gold þá er Egill S Mutations ).
Moonlove er ólík þessu öllu hins vegar. Skemmtileg, ljúf og aðgengileg en súrrealísk og flippuð líka. Jafnvægi. Þetta ófyrirséða dæmi sem gerði Tonk svo sterka er hérna en líka þetta góða lagasmíðainnsæi sem kom svo vel fram á Egill S . Plötur Egils eru alltaf gáskafullar en þetta er aldrei helbert sprell. Ég heyri í hinum ameríska Ariel Pink, sem komst upp á yfirborðið á svipuðum tíma og Tonk kom út, en ég heyri líka vel í Berlínarborg, hvar Egill hefur lengi búið (fagurfræði Morr Music-útgáfunnar og raftónlistarpopp Lali Puna). Söngröddin kallar þá meistara Bowie fram í hugann.
Moonlove er reyndar glettilega fjölbreytt líka og manni finnst maður vera staddur í speglasal, furðuhúsi eður -veröld. „Good Day“ opnar plötuna, þekkilegt rafpopp, en næst er það „Gubbi Gubbi“, ósungin stemma að mestu sem eykur á þessa töfratilfinningu. Titillagið hefst svo eins og máttugasta nútímapopp, Egill les inngangsorð, stúlknarödd ómar en svo er slakað skyndilega á. Það er eins og lagið sé hætt við að byrja! Ég vil taka þetta dæmi, og þau eru fjölmörg hér, til sönnunar því hvernig Egill vinnur, og hvernig hann sigrar á þessari plötu. Það er nefnilega aldrei neitt gefið, það er aldrei farið í þær áttir sem maður heldur að verði farið í. Jú, stundum er það gert. En stundum ekki! Og þannig er þetta áfram. „Let me in“ hefst með hljóðbút úr því sem virðist vera sinfónía eða ballett en svo koma fuglahljóð og rafmotta fljótlega. Lagið „Ísafjarðarmær“ er þá allt á íslensku (og hefst á hörku-þverflautuleik sem hefði gert Ian Anderson stoltan).
Öll þessi stemning er vel undirstrikuð með vel heppnuðu umslagi. Egill á ferð að kvöldlagi í íslensku umhverfi en hann er að skunda framhjá furðubyggingu sem gæti verið úr Múmíndal. Það er eitthvað þægilegt við þessa mynd, eitthvað barnslegt og notalegt. Umlykjandi draumveröld. Nei, það er eitthvað „egilskt“ við þetta öllu heldur, eins og með þessa plötu alla. Og er það vel.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012