Rýnt í: Ásgeir Ásgeirsson
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 28. nóvember, 2020.
Nýju þjóðlögin
Ásgeir Ásgeirsson gaf út fyrir stuttu þriðju þjóðlagaplötu sína, Persian Path – Icelandic Folksongs, Vol. 3, hvar íslenska þjóðlagið er sett í nýjan og framandi búning. Hefur Ásgeir ferðast æ austar á bóginn vegna þessa metnaðarfulla verkefnis og er nýja platan tekin upp með írönskum tónlistarmönnum.
Nýsköpunin og áræðið er algert hvað þetta verkefni Ásgeirs ræðir, að fara út í það að tengja íslenskar stemmur við austrænar og dírka upp form og hljóma sem ganga upp. Að hlusta á „Stóð ég úti í tunglsljósi“ með þessum hætti, þekkja melódíuna en heyra forláta slaggígjur frá Persíu flytja hana, er upplifun.
Þetta er fimmta sólóplata Ásgeirs þegar allt er talið en þriðja platan í nokkurs konar þjóðlagaþríleik. Undanfarinn áratug hefur Ásgeir numið og kynnt sér tónlist Austur-Evrópu og Mið-Austurlanda, farið á námskeið og sótt einkatíma í m.a. Búlgaríu, Grikklandi, Tyrklandi, Marokkó, Indlandi og Íran. Útsetjarar ásamt Ásgeiri hafa verið þeir Yurdal Tokcan, Borislav Zgurovski og Hamid Khansari en fyrsta platan, Two sides of Europe , kom út fyrir þremur árum og voru það nokkrir af fremstu hljóðfæraleikurum Tyrkja sem komu að málum þar. Árið eftir lá leiðin til Búlgaríu og afraksturinn platan Travelling through Cultures . Auk Búlgara (Thrakia Ensemble m.a.) tóku þátt í gerð plötunnar tónlistarmenn frá Indlandi, Grikklandi og Austurríki. Það er Hamid Khansari sem sér um að stýra hljóðfæraleikurum þessarar plötu en hún var tekin upp í Teheran, Istanbúl og á Íslandi.
Það er enginn aukvisi sem sér um söng hér en Sigríður Thorlacius viðrar hæfileika sína líkt og á fyrri plötum. Einnig syngja þau Samin Ghorbani og Egill Ólafsson gestadúett í einu laganna og tíminn stóð eiginlega í stað þegar eyru þess sem þetta ritar nam undursamlega rödd Egils. Persneski vegslóðinn er fjölskrúðugur, flytjendur yfir fjörutíu talsins frá átta löndum; kór, austrænn strengjaoktett og fleira.
Ferill Ásgeirs er um margt athyglisverður. Hann lék t.a.m. með Samúel J. Samúelssyni í Sælgætisgerðinni en gerðist svo gítarleikari í Sóldögg sem reið röftum á sveitaböllum landsins um nokkra hríð. Ásgeir fluttist svo til Hollands um tíma. Heimkominn hóf hann að leika með Páli Óskari og í hljómsveitinni Skuggamyndum frá Býsans sem hann stofnaði með Hauki Gröndal vini sínum. Þar er leikin grísk, makedónsk, búlgörsk og tyrknesk tónlist og fræjum fyrir þetta verkefni því sáð. Frá fyrstu plötunni hefur eitt leitt af öðru eins og gerist. Borislav Zgurovski, sem nefndur er fyrr í greininni, er Búlgari og hann kynnti Ásgeir fyrir Hamid Khansari sem vélar um á þessari plötu. Eftir fimm daga dvöl hjá Hamid í Teheran var það handsalað að þriðja platan yrði gerð í Íran en Hamid rak í rogastans er hann fékk að hlýða á fyrsta diskinn í þjóðlagaþríleiknum.
Og Ásgeir gefur áfram, því að í ár kom einnig út nótna- og kennslubók sem tekur yfir verkefnið allt. Fyrri hluti hennar inniheldur nótur og útsetningar en síðari hlutinn er kennslutækni sem Ásgeir hefur tileinkað sér í gegnum þetta magnaða ferðalag, auk upplýsinga um nótnahugmyndir, skala og takta sem tíðkast þar eystra.
Það er meira en að segja það að láta vaða í svona tilraunastarfsemi. Blöndun og samruni eru auðvitað jafn gömul manninum, stefnur og straumar verða auðvitað ekki til í tómarúmi. Það er engu að síður giska áhrifamikið að fylgjast með tónlistarmanni slá meðvitað saman þessum tiltölulega ólíku menningarheimum og leitast við að búa til eitthvað nýtt, einstakt og fallegt.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012