Plötudómur: Eivör – Enn
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 15. júní.
Eivör er engin eskimey
Enn heitir nýjasta verk Eivarar Pálsdóttur og er það gefið út af hinni stöndugu útgáfu Season of Mist. Tónninn er skuggum bundinn, norrænn, mikilúðlegur og epískur. Rétt eins og við mátti búast.
Þær eru ófáar greinarnar sem ég hef skrifað um drottningu Færeyja, Eivöru. Og megi þær verða fleiri, því að leitun er að öðru eins náttúrubarni í tónlist. Hún var enda sæmd tónlistarverðlaunum Norðurlandaráðs árið 2021, ári eftir að síðasta plata hennar, Segl, kom út. Í dómi sem ég reit um þá plötu fyrir blað þetta talaði ég um ákveðna þrískiptingu. Tónlistin væri í grunninn 1) kalt, svalt nútímapopp sem væri 2) dramabundið og með sterka vísun í 3) færeyska þjóðlagatónlist. Sagði ég m.a.: „Þegar best lætur koma þessir þrír þættir saman í einum glæsilegum skurðpunkti: Fyllilega nútímaleg poppdíva sem vinnur með gerðarlega, dramabundna og epíska tónlist að hætti Kate Bush og Bjarkar um leið og hún er með báða fætur kirfilega í Götusandinum fagra.“
Tónleikar Eivarar hafa verið mikið sjónarspil að undanförnu og nú hefur hún gert útgáfusamning við Season of Mist, fyrirtæki sem sýslar mikið með þungarokk, m.a. íslenskt. Norrænn andi hefur verið yfir tónlist Eivarar alla tíð en undanfarið hefur hann verið undirstrikaður betur ásamt því að blessað bárujárnið liggur utan í okkar konu. Hún er ekki orðin þungarokkari en fagurfræði þeirrar stefnu hangir yfir. Og af því tilefni ákvað ég að hræra í fyrirsögnina sem pistilinn prýðir og er hún leikur að ásatrúarminnum, allt í takt við anda plötunnar/framfærslu Eivarar undanfarin misseri. Frigg var með svokallaða eskimey á sínum snærum, ásynjuna Fullu. Hún var ein af fylgimeyjum Friggjar og bar eski hennar (sem getur bæði þýtt „askja“ og „spjót“). Eivör er hins vegar á þannig stað nú að hún ber ekki neitt fyrir neinn, er Frigg eður Freyja sjálf. Má maður róta aðeins í fornum goðafræðum!
En að plötunni nýju, Enn. Hljóðfæraleikarar eru þau sem fylgt hafa Eivöru á tónleikaferðalögum undanfarið, Mattias Kapnas (píanó, hljómborð o.fl.), Mikael Blak (bassi, hljóðgervlar, gítar í „Upp úr öskuni“) og Per I Højgaard Petersen (trommur og hljóðmynd). Íslenski strengjakvartettinn Lýra sér um þann þátt (Sigrún Harðardóttir, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Karl James Pestka, Unnur Jónsdóttir) og platan var tekin upp í Færeyjum, á Íslandi, í Frakklandi og víðsvegar um heiminn fyrir tilstilli „rassvasa“-hljóðvers Eivarar. Eivör og Tróndur Bogason voru upptökustjórnendur og útsetjarar, taktsmíði var í höndum Eivarar og Per og Theodor Kapnas hljóðritaði og hljóðblandaði í Bloch-hljóðverinu í Þórshöfn. Fred Ruddick tók upp hluta í Frakklandi og Guðm. Kristinn Jónsson og Gestur Sveinsson hljóðrituðu strengina í Hljóðrita.
Rætur Enn liggja í upptökulotu sem Eivör og Tróndur, maður hennar, áttu í smáþorpinu Tjörnuvík. Lotan átti að snúast um hugsanlegt hliðarverkefni en Eivöru varð fljótt ljóst að það sem var að fæðast yrði einfaldlega næsta plata. „Ég er stödd hérna núna, sköpunarlega,“ er haft eftir henni í fréttatilkynningu frá Season of Mist og fyrsta lagið sem unnið var í er lokalag plötunnar, hið höfuga, undurfallega „Gaia“. Opnunarlag plötunnar, „Ein Klóta“, varð einnig til í Tjörnuvík, galopið, umfaðmandi lag enda allt undir pælingarlega séð. „Mér fannst eins og ég væri byrjuð á konseptplötu um jörðina,“ segir Eivör í tilkynningunni. „En ég fór líka að hugsa um náttúruna sem slíka og mannlega náttúru. Samband okkar við náttúruna og glímuna sem við manneskjur eigum í hvað hana varðar.“ Platan er enda „stór“ og Eivör rekur það m.a. til vinnu hennar fyrir kvikmyndir, sjónvarp og tölvuleiki (The Last Kingdom, God of War).
„Þetta var að verða hálfgerð geimópera,“ segir Eivör og ég sé hana hlæja sínum smitandi hlátri. Tónlistarlega var þessi klassíski grunnur, þessi víðáttumikla nálgun sett í samhengi við ógurlega takta og myljandi hljóma, líkt og jörðin væri að rumska og ólmast. Sjá t.d. „Jarðartrá“ og titillagið hvers texti er unninn í samstarfi við ljóðskáldið Marjun Syderbö Kjelnæs (eins og flestir textarnir reyndar). Svo er farið alla leið í „Upp úr öskuni“, hvar brjálæðisleg nornaöskur, beint úr heimi heljar, gera heldur en ekki vart við sig. „Þetta er valdeflingarlagið mitt,“ segir hún. „Konur, systur, að styðja hver aðra og þær eru hráar og ókurteisar og „ljótar“. Villtar og ótamdar.“
Villt, hrá, falleg og með öllu ómótstæðileg. Ferill Eivarar er einstakur og maður heldur áfram að fylgjast með þessari ótrúlegu tónlistarkonu í hálfgerðri forundran. Megi sem flestir kynnast töfrum hennar í gegnum þessa plötu.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012