Plötudómur: Ensími – Herðubreið
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 30. janúar, 2015
Í fögrum fjallasal
Herðubreið er fimmta plata Ensími. Sveitina skipa Hrafn Thoroddsen (söngur og gítar), Franz Gunnarsson (gítar og söngur), Guðni Finnsson (bassi og söngur), Arnar Gíslason (trommur) og Þorbjörn Sigurðsson (hljómborð og söngur). Hrafn stýrði upptökum.
Af tónlist
Ensími á rætur að rekja til ákveðinnar þróunar sem átti sér stað í íslensku rokki á tíunda áratugnum, þegar landsmenn brugðust við nýbylgjuvæðingu meginstraumsins úti í löndum, sem var hrundið af stað af Nirvana eins og frægt er. Kolrassa krókríðandi varð fyrst sveita til að taka þann bolta á lofti en í kjölfarið gerðu sveitir eins og Maus, Botnleðja og 200.000 naglbítar sig gildandi, á matseðlinum hrátt og melódískt rokk, með aðra löpp neðanjarðar en hina á spilunarlistum útvarpsstöðva. Ensími fylgdi þessari þróun og fyrsta breiðskífa hennar, Kafbátamúsík, spratt sem fullsköpuð úr höfði Seifs árið 1998, heilsteyptur frumburður mjög enda liðsmenn aðeins eldri en tvævetrir í bransanum. Tónlistin var einhvern veginn fullbúin, skothelt og fullorðins jaðarrokk eða „alternative rock“ eins og það er kallað upp á ensku. Ensími brúaði bil, nógu djúpir til að njóta virðingar þeirra sem strjúka sér um hökuna og standa bakatil uppi við súlur á tónleikum en um leið nægilega melódískir og aðgengilegir til að fljóta um á öldum ljósvakans. Ensími hefur fylgt þessari forskrift nokkuð rækilega á öllum sínum plötum, þó að alltaf séu einhver tilbrigði við stef. Þannig var síðasta plata, Gæludýr (2010), tekin upp meira og minna „lifandi“ en þessari hér var hins vegar púslað saman yfir langt tímabil, hljóðfæraleikarar lögðu til sína parta á mismunandi tímabilum og vinna öll í skorpum.
Ekki að platan sé illa samhangandi vegna þessa, þvert á móti. Hún rúllar, eins og allar plötur sveitarinnar, mjög ákveðið áfram, allir partar í fullkomnum samhljómi og lagasmíðar öruggar og … ja, pottþéttar einhvern veginn. Platan er voldug, epísk á köflum (sjá titillinn) og við getum tekið söngrödd Hrafns í þessu samhengi sem er fjarlæg og svöl, á mörkum þess að vera ópersónuleg og smellpassar þannig við hljóðmyndina. Ensími ástundar þó stílaflökt innan þessa ramma. Hér er að finna „hefðbundin“ rokklög, eins og t.a.m. hið frábæra „Aukalíf“ með algerlega ómótstæðilegu viðlagi og svo „Heimur horfir á“ sem skríður áfram á naumhyggjulegan, skuggabundinn hátt. Svo eru rafbundnari smíðar, „Steinefni“ minnir helst á þunglyndistíð The Cure („All Cats are Grey“), „Treystu mér“ er þá stemma sem rær á svipuð mið.
Allt er þetta svo brotið upp á óvæntan hátt í lokalagi plötunnar, „Óttalaus“. Hrafn er þar einn með gítarinn og allt í einu er hann ekki fjarlægur heldur innilegur, viðkvæmur og eitthvað svo bjargarlaus (mann langar helst til að stíga inn í lagið og faðma hann, svo áhrifaríkt er það). Magnað eiginlega.
Ensími er að detta inn í áratugi tvo og sköpunarlega séð er hún greinilega enn í fullu fjöri. Þetta er meira en bara afsökun fyrir því að sprikla á tónleikum eða hittast og hlæja í bílskúrnum. Herðubreið ber það með sér að sveitin tindrar jafnframt af listfengi og gæti hún hæglega plægt nýja og spennandi akra í þeim efnum á næstu árum.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012