Plötudómur: Gyða Valtýsdóttir – Epicycle
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 7. janúar, 2017
Einhver galdur
Ein af plötum síðasta árs, ef ekki bara plata síðasta árs, er verk Gyðu Valtýsdóttur, Epicycle. Á plötunni fer hún frumlegum höndum um ýmis verk úr tónsögunni, klassík og samtíma, í góðu samstarfi við nokkra mektarspilara.
Það er ekki að spyrja að þeim Valtýsdætrum, Gyðu og Kristínu Önnu. Í fyrra átti Kristín Anna að mati pistilritara plötu ársins, hina mögnuðu Howl, og nú kemur tvíburasystir hennar með plötu, Epicycle, og skilur eftir svipaða upplifun í huga hans. Það er eitthvað rétt við þetta, eitthvað rökrétt. Og þótt ólíkar séu plöturnar að áferð, Howl tilraunakennd hljóðlykkja sem endist í um áttatíu mínútur en þessi plata hér öllu melódískari, þá eru hughrifin þau sömu. Hér er einhver óræður galdur í gangi sem hefur sig upp fyrir sjálfa tónlistina og hittir mann þráðbeint í hjartastað.
Á plötunni er að finna lög eða verk eftir tónskáld sem koma úr heimi skrifaðrar tónlistar, samtíma, klassíkur eða hvað fólk vill nú kalla það. Hér eru verk eftir þekkta höfunda á borð við Schubert, Messiaen og Prokofiev en einnig er tekist á við efni eftir tilraunagjarna höfunda á borð við George Crumb og Harry Partch, hvers ferill einkenndist af uppátækjasemi, frumlegri hugsun og nýsköpun og tóna þeir félagar því laglega við alla framvindu hér.
Epicycle var tekin upp víða á árabilinu 2012-2013, og við ýmiss konar kost, fyrst og fremst af Gyðu sjálfri. Helsti samverkamaður Gyðu á þessari plötu er annars Shahzad Ismaily sem ætti að vera orðinn Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur unnið með listamönnum eins og Ólöfu Arnalds og Jófríði Ákadóttur svo fátt eitt sé talið. Einnig koma Hilmar Jensson, Michael York, Julian Sartorius og Danny Tunick við sögu. Þrátt fyrir að fengist sé við ólík tónskáld – og að upptökusagan sé eins og hún er – er platan einstaklega heilsteypt, líður áfram eins og fallegur draumur. Engin truflun, ekkert uppbrot, bara hreint flæði. Gyða tekst t.d. á við Seikilos-verkið, elsta þekkta tónverk veraldar, sem varðveitt er á grafsteini. Þar syngur Gyða og sekkjapípa kemur við sögu og áhrifin af því eru með ólíkindum.
Plötuna má finna á netsíðunni Bandcamp en einnig er hún til á geisladiski (Smekkleysa gefur út). Gyða beitti og óhefðbundnum leiðum við útgáfu, þannig er platan til á korti þar sem búið er að koma draumsóleyjarfræjum fyrir sem hægt er að leggja í mold og vökva svo upp spretti blóm. Á kortinu eru svo upplýsingar um tónlistina og niðurhalskóði fyrir Bandcamp-vefsíðu hennar. Á einu tónleikaferðalagi sínu bjó hún þá til lykt fyrir lögin, seldi litlar flöskur sem innihéldu lyktina og svo var niðurhalskóði fyrir hvert og eitt lag. Aftur, það er eitthvað rétt við þetta allt saman…
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012