Plötudómur: Hafdís Bjarnadóttir og Parallax – Lighthouse
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 3. október, 2020.
Ekki er allt sem heyrist
Lighthouse er plata sem Hafdís okkar Bjarnadóttir vann með norska spunatríóinu Parallax. Eins og svo oft skeytir Hafdís lítt um mörk og mæri þess sem má í tónlistarlandi.
Ég hef verið að skrifa um Hafdísi Bjarnadóttur og hennar tónlist í tæp tuttugu ár núna og ekki er það búið að vera leiðinlegt. Eðlilega kemur það allt of sjaldan fram að íslenskar konur hafa nú verið í fararbroddi hvað gagngera tilraunastarfsemi í tónlistarsköpun varðar og ég bendi ykkur á að fletta aðeins í gegnum arnareggert.is til að verða þess áskynja.
Hafdís er ein af þessum eldhugum, tónskáld skólað í djassgítar en allur hljóðheimurinn er hennar svið og skilgreiningar og lögformlegheit eiga lítt upp á hennar pallborð. Nokkrar hafa plöturnar komið út og samstarf um víða veröld er ástundað af krafti.
Þessi plata hér, sem nú verður sett undir mælikerið, kallast Lighthouse og er samstarfsverkefni hennar og norska spunatríósins Parallax (Are Lothe Kolbeinsen gítar, Stian Omenås trompet og slagverk, Ulrik Ibsen Thorsrud slagverk). Á plötunni eru hlustendur leiddir í hljóðferðalag um náttúru Íslands en tónlistin byggir á hljóðupptökum af fuglum, fossum, hverum og ýmsu fleiru. Hljóðritunum safnaði Hafdís mestmegnis á nóttunni um nokkura ára skeið en árið 2015 kom út plata hennar Sounds of Iceland hjá þýska útgáfufyrirtækinu Gruenrekorder með ofangreindum náttúruhljóðum. Það var Sigurdór Guðmundsson sem sá um hljóðblöndun og hljómjöfnun en upptökustjórn var í höndum Hafdísar. Hljóðritun fór fram í Akranesvita og fær vitavörður, Hilmar Sigvaldason, sérstakar þakkir!
Parallax eru engir aukvisar, hafa ferðast um allan heim og hafa afar opna nálgun á spunalistina, þannig að samsláttur Hafdísar og sveitarinnar virðist svo gott sem fullkomin. Verkið hefst á „Barðarstrandarsandur“ en nöfn laga/verka vísa í þá staði þar sem Hafdís safnaði hljóðunum. Stutt og hnitmiðað – giska melódískt meira að segja – nokkurs konar upptaktur. „Haukadalur“ er erfiðara ef svo mætti segja. Afstrakt hljómar í upphafi, smá blástur og strengjaplokk (heyrist mér a.m.k.). Líkt og liðsmenn – og Hafdís – séu föst í bubblandi hver (kannski voru það áhrifin sem átti að framkalla?). Lagið endar á fallegu, blíðu gítarplokki, andstæðum stillt upp. „Geldinganes – Dettifoss – Surtshellir“ er heilar níu mínútur og fer sér hægt í upphafi. Drunur hefjast um miðbikið (Dettifoss!) en öll stemning verður draugalegri í hellinum, nema hvað. „Barðaströnd – Strokkur“ hefst á fuglahljóðum en verður svo nokk grimmilegt. Skýrasta tilraunin hér, finnst mér, til að velta upp spurningunni hvað er tónlist? Þarf að vera melódía eða er nóg að hafa hljóð? „Elliðavatn“ byrjar með vatnsskvampi en endar í einslags bjölluorgíu. „Grímsnes“ lokar plötunni, snilldarleg blanda af fuglahljóðum og ókennilegu gítarspili. Heyrist mér. Ég er ekki viss. Sum hljóð eru unnin, sum tekin upp, sum spiluð og ég held að tilgangurinn hér sé að láta mann giska, hvað er hvað? Og kannski, það sem er mikilvægara: Skiptir það máli?
Ég hef kynnst Hafdísi sem bjartsýnni manneskju og eljusamri og verð bara að deila þessu með ykkur, texta sem hún birti á Fésbókarvegg sínum. Mér finnst hann hvetjandi, ekki bara fyrir tónlistarmenn heldur okkur öll: „Hafdís vinnur í tónsmíð: „Klukkan 15:00: „Þetta er glatað, mig langar mest að gefast upp. Af hverju er maður að semja músík á annað borð, það er öllum sama hvort eð er“. Klukkan 17:30: „Ókei, vá, þetta verður geggjað! Jess! Þetta er lífið!“ Þessi litla dæmisaga kennir okkur að stundum er strokleðrið besti vinur tónlistarinnar, og hún stundum skánar þegar maður er búin að stroka eitthvað út svo aðalatriðin skína í gegn.“ Svo mörg voru þau orð. Halda áfram. Laga, bæta, aftur á bak og áfram en alltaf fram á við á endanum. Hafdís og félagar léku efnið á umliðinni Jazzhátíð hér í Reykjavík og stuðst var við fjarfundabúnað til að koma því til skila, Norðmennirnir léku heiman frá sér og þeirra framlag sýnt á stórum skjá með gæðahljómburði en Hafdís lék á sviðinu. Plötuna má nálgast á Bandcamp, Spotify og fleiri streymisveitum.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012