Plötudómur: Hjaltalín – Hjaltalín
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 12. september, 2020.
Er örlagatjaldið fellur
Fjórða plata Hjaltalín kom út fyrir stuttu, verk sem hefur verið heil sjö ár í vinnslu. Pistilritari rýnir í gripinn um leið og hann setur eðli og eigindir þessarar merku sveitar undir mælikerið.
Hjaltalín mun fara í sögubækurnar sem ein helsta mektarsveit landsins. Sleepdrunk Seasons , fyrsta plata hennar (2007), var framúrskarandi flott kammerpopp en sú er á eftir fylgdi, Terminal (2009), var enn betri. Sannkallað meistaraverk! Sveitin sýndi þá svo um munar hvað í henni bjó. Uppfull af ótrúlega hæfileikaríku tónlistarfólki – sem átti eftir að eflast enn frekar á þessum nýliðna öðrum áratug – fólk sem hafði einstakt lag á að spila inn á styrk hvert annars. Heildin var risastór, meiri en hjá þessum meisturum sem sveitina skipuðu. Þau kunnu líka þá list að láta tónlistarmenntun sína þjóna sköpuninni, aldrei neitt óþarfa pjatt eða pjátur, stælar eða sýndarmennska. Svo, eins og til að sanna að ekki væri verið að festa sig í einhverju fari, kom Enter 4 út (2012), alls ólík því sem á undan kom, myrkt verk og hin listræna sýn miskunnarlaus. Enginn afsláttur gefinn.
Síðan eru liðin mörg ár og liðsmenn uppteknir við eitt og annað tónlistartengt hver í sínu horni. Engu að síður hefur þetta verk hér verið í vinnslu í heil sjö ár og upptökur farið fram hér og hvar um veröldina. Og hvernig er svo? Platan fer volduglega af stað. „Chestmark“ er í austrænum anda, slagverk og strengir bjóða okkur velkomin og kunnugleg epíkin færir manni sanninn um að hér er Hjaltalín á ferðinni. „Year of the Rose“ inniheldur glæsta strengi og frábærar trommur, sérkennilega uppbyggt og virkar meira eins og stef. „Baronesse“ er næst, lag sem kom út fyrir þó nokkru. Mjög flott og ballöðukennt lag, glæsilega sungið af Sigríði Thorlacius, Hjaltalín eins og hún er best. „Destiny‘s Curtain Call“ er hæglætissmíð, lítið annað en söngrödd Högna studd lágværum strengjum og prúðu slagverki. „Waterfall“ er sungið af Sigríði, Bjarkarlegt dálítið. Byrjar með dulrænu móti en rennur svo út í fallegt, áhrifaríkt viðlag. Högni kemur sterkur inn um miðbikið, tónar yfir píanóstefi. Glæsismíð.
Þegar hér er komið sögu fer maður að taka eftir mynstri – og um leið uppleggi verksins. Platan hljómar að einhverju leyti eins og blanda af tveimur síðustu hljóðversplötum þar sem tilraunablærinn á Enter 4 gerir reglulega vart við sig (án myrkursins samt) í sæmilegum takti við það epíska popp sem sveitin heflaði til á Terminal . Þar, nokkurn veginn, liggur þetta. „Stolen Star“ er sungið af ástríðufullum Högna, þar sem hann virðist vera að tjá sig um það sálræna stríð sem hann hefur háð á síðustu árum. Laginu er lokað með skuggalegum „instrumental“ kafla, flott uppbrot sem hefði mátt vera meira af í gegnum plötuna. „Wolf‘s Cry“ er höfugt og þungt, klassískt mjög, og vel heppnað. Allt gengur upp einhvern veginn í hljóðmyndinni. „Love from ´99“ verður þá að teljast eitt af betur heppnaðri lögum plötunnar. Ekta popplag að hætti Hjaltalín og algerlega frábær samsöngur hjá Högna og Sigríði. Restin af plötunni spilar inn á ólíkar hliðar sveitarinnar, „Row“ er þungastemma að hætti Högna, „Needles and Pins“ er popplag (í Hjaltalín-skilningi) sungið af Sigríði. „Mad Lady of Lizard Skin“ er eins og lokalag í kvikmynd. „Don‘t go too far“, fjórða síðasta lagið, er samt mögulega það besta hér, þá eingöngu vegna algjörlega frábærrar söngraddar Högna. Þarna var farið inn að kjarna, svo sannarlega.
Hér er öllu til tjaldað, platan eins og ferðalag í gegnum sögu sveitarinnar að einhverju leyti. Það væri synd ef þessu fyrirbæri væri lagt fyrir fullt og fast því að þetta er stærra en þeir sem að því koma, tónlistarlegur galdur sem hefur snert við okkur og þeim líka, fullyrði ég. Megi Hjaltalín syngja áfram, meir og hærra, um aldur og ævi.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012