Plötudómur: Kælan mikla – Undir köldum norðurljósum
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 6. nóvember, 2021.
Dýpra og dýpra
Undir köldum norðurljósum er ný breiðskífa eftir Kæluna miklu. Barði Jóhannsson, kenndur við Bang Gang, stýrði upptökum.
Kælan mikla bætir í með hverju útgefnu verki og ég viðurkenni að ég er búinn að bíða eftir þessari plötu með spennu í brjósti. Ég vissi að Barði Bang Gang væri að vinna plötuna með þeim og því rík ástæða til að núa saman höndum. Sem upptökustjórnandi hefur Barði unnið marga snilldina, minnist t.d. frábærrar hljóðmyndar á plötu Heru frá því í fyrra. Dökk, hlý og umlykjandi.
Þetta var því hjónaband í gotnesku himnaríki, báðir aðilar þekktir fyrir glæst dufl við tónlistarleg myrkraöfl.
Það er búið að vera svo styrkjandi eitthvað að fylgjast með framþróun Kælunnar undanfarin ár. Með listræn heilindi að vopni samfara elju og dugnaði hafa þær Sólveig Matthildur, Margrét Rósa og Laufey Soffía aflað sér aðdáenda víða um heim. Sveitinni hefur vaxið fiskur um hrygg allt frá stofnun 2013 og fer hún reglulega í tónleikaferðalög erlendis. Svo hávært hefur suðið verið í kringum Kæluna að Robert Smith úr The Cure handvaldi sveitina til að hita upp fyrir sig á tónleikum í Hyde Park árið 2018.
Tónlist Kælunnar hefur skerpst með hverri útgáfu. Frá tilraunakenndum ljóðaslammshóp yfir í straumlínulagaða gotapoppssveit eða því sem næst á síðustu plötu, hinni frábæru Nótt eftir nótt . Og enn er slípað. Undir köldum norðurljósum er líkast til aðgengilegasta plata sveitarinnar til þessa, „poppuðust“ á einhvern máta en um leið er framþróunin og framsæknin alger. Barði rúnar hljóminn til, bassinn er feitari, trommurnar betri og hljóðmyndin bæði heildræn og traustvekjandi. Lagasmíðar eru betri, þær eru margslungnari og hugvitssamlegri og það er verið að prófa sig áfram með fullt af nýjum hlutum og það með góðum árangri. „Örlögin“ t.d. er alger slagari. Með þessum kunnuglegu vísunum í Batcave-ár Lundúna ca. 1982, en útsetningin, raddanir, uppbygging o.s.frv., allt er þetta djarfara en nokkru sinni fyrr. Hvað plötuna sem heild varðar er haldið í hljóðheim Kælunnar sem áður, það er alls ekki verið að sveigja frá neinu eða henda einhverju út að óþörfu, en þetta er bara einfaldlega betra, öruggara og framsýnna á allan hátt.
Sveitin er á mála hjá hinni kanadísku Artoffact Records og hefur hróður Kælunnar breiðst vel út undanfarin misseri. Lag eftir hana opnaði t.d. þáttaröðina Gösta eftir Lukas Moodyson og hin franska Alcest, sem er stórt nafn í gota- sem öfgarokksgeirum. vinnur eitt lag með tríóinu á plötunni, lagið „Hvítir sandar“. Þá hafa fjögur myndbönd verið gerð við lög plötunnar, m.a. eitt með Mána M. Sigfússyni.
Mér finnst líka æðislegt hvernig sveitinni tekst að ríghalda í þessa mjög svo ákveðnu gota-fagurfræði – líkt og árið sé 1981 að eilífu – en á sama tíma er þetta svo frábærlega móðins. Er að hlusta á „Hvítir sandar“ á meðan ég skrifa þetta. Krassandi gítarar lúra á magnaðan hátt á bak við frábæra rödd Laufeyjar, lagið heltekur þig og skilur þig örendan eftir – á hvítfextum sandinum. Fyrr hafði maður heyrt í þjóðlagastemmulegri flautu og lokalagið – „Saman“ – slaufar plötunni með miklum glans. Selló, samsöngur og annað töfraryk knýr fram undurfallega smíð. Þær stöllur olnboga sig ódeigar innan þessa þrönga ramma, kanna eitthvað nýtt og lýsa upp fleiri möguleika. Eins og Barði sagði sjálfur á Fjasbókarsíðu sinni: „Ég vissi að þetta yrði gott um leið og ég heyrði demóin ykkar.“
Og eitt að lokum. Í kvöld kemur sveitin fram á Kex Hostel, í tengslum við Iceland Airwaves-hátíðina, sem er með smáu sniði í ár vegna heimsfaraldurs. Þær ætla m.a. að spila nýtt efni þannig að sköpunin hjá þessari mektarsveit er greinilega á fullu stími!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012