Plötudómur: Magga Stína – Live
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 13. janúar.
Ævintýri enn gerast
Tónleikaplata Möggu Stínu sem tekin var upp 2020 en gefin út í haust er glæsiverk. Algert ævintýri, svo að það sé sagt.
Magga Stína, Margrét Kristín Blöndal, er einstök, já, hliðstæðulaus þegar horft er til tónlistarmenningar Íslands síðustu áratugi. Rætur hennar eru í pönkinu en seinna meir átti hún eftir að gera ærlegan skurk hjá tónlistaráhugafólki heima sem erlendis með félögum sínum í Risaeðlunni. Stórkostleg hljómsveit; ærslafengin og ofsaleg, skemmtileg og rokkandi, léttleikandi og upplyftandi en níðþung og uppfull af súbstans. Stuttskífa hennar frá 1989, gefin út af Smekkleysu, er mér með öllu ógleymanleg, hvernig lögin af henni stukku á mann og hremmdu. Risaeðlan var hluti af þeirri ótrúlegu gerjun sem var í gangi þá í íslenskri neðanjarðartónlist og Magga Stína mögnuð í framlínunni ásamt Dóru Wonder. Smekkleysukynslóðin er þekkt fyrir kaldhæðni og X-kynslóðarpessimisma en Magga Stína stingur að hressandi sjálfsmeðvitund og glúrinni glettni þegar hún segir í inngangstexta Fjasbókarseturs síns: „Oft sögð vera pönkari og í senn upphafsmanneskja krúttkynslóðarinnar.“ Þetta er auðvitað laukrétt, dúkkuleg og næf framstillingin í Risaeðlunni var áhrifarík og hafði hugsanlega áhrif á þá krúttlistamenn sem stigu svo fram rétt um áratug síðar. Manneskjan sem setti sig í þetta hlutverk er hins vegar öskrandi pönkari, vís og næm á umhverfi sitt og hefur alla tíð verið með tillegg góð í þessa sérstöku íslensku tónlistarhræru sem við kokkum upp öllum stundum. Hún hefur komið víða við, snert á einu og öðru, en þessi plata hér er sér á parti. Árið 2006 kom út platan Magga Stína syngur Megas og árið 2020, svo gott sem fimm sekúndur í covid, var hlaðið í íburðarmikla tónleika í Eldborgarsal Hörpu, hvar efni það var flutt (sumu sleppt, öðru bætt við).
Á stafrænni öld hefur sjaldan verið skýrara hversu mikilvægt samspil umslaga og tónlistar er. Ég ólst upp við þetta. Platan var svört með miðum en innan í oft forláta pappírsumslagi, fagurlega hönnuðu og skreyttu og tónlistin oft undirstungin með því. Þannig er það hér. Á umslagi er forkunnarfögur mynd af listakonunni eftir Sigtrygg Ara Jóhannsson hvar blómaskreytingar sviðsins eru dregnar fram. Lýsingin djúpblá og dulúðug og pappírinn grófkornóttur. Umslagið er opnanlegt og þar er epísk mynd af Möggu Stínu og meðreiðarsveinum og greinilega allt í botni í Hörpunni okkar (sveinarnir eru Daníel Friðrik Böðvarsson, Jakob Smári Magnússon, Matthías M.D. Hemstock og Tómas Jónsson). „Nærbuxur“ bera texta, vínyllinn er þykkur og góður og plötumiðar smekklegir. Einfaldlega stórglæsileg útgáfa!
Tónlistin er upp á tíu. Spilararnir sem ég var að nefna mynda hryggjarstykkið í flutningnum og þeir eru allir úr þannig áttum að hugvitssamlegar útsetningar og „út fyrir boxið“ nálganir á efnið eru tryggðar. Þetta er ekkert karókí, þetta er endursköpun hvar sungið er með sínu nefi og lagabálki er gefið nýtt og öðruvísi líf. Fleira listafólk kemur að tónleikunum og margt þess gamlir félagar Möggu Stínu (Ívar „Bongó“ Ragnarsson og Halldóra Geirharðsdóttir t.d.). „Um óþarflega fundvísi Ingólfs Arnarsonar“ er leitt inn varlega og af natni, harmrænn blær yfir og Magga svona talsyngur textann. „Aðeins eina nótt“ af Höfuðlausnum er fallegt og áhrifaríkt og útsetning töff. „Silfurskotturnar hafa sungið fyrir mig“ sömuleiðis og Didda syngur hið ótrúlega „Paradísarfuglinn“ með okkar konu. Plötunni er svo lokað með tveimur passíusálmum hvar félagar úr Kammerkór Suðurlands, Söngfjelaginu og Vox Populis taka undir með listakonunni. Sérdeilis mikill bravúr í blálokin og eldrauð Harpan glóandi af frumkrafti tónlistarinnar. Vel gert, Magga Stína, það er enginn eins og þú.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012