Plötudómur: Örvar Smárason – Light is Liquid
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 22. september, 2018
Ljósið sem lak
Light is Liquid er fyrsta sólóplata Örvars Þóreyjarsonar Smárasonar, sem hefur helst getið sér orð sem meðlimur múm og FM Belfast.
Örvar Þóreyjarson Smárason þarf vart að kynna, en síðustu tuttugu ár hefur hann verið einn af lykilmönnunum í íslenskri neðanjarðartónlist. Er Sigur Rós braust fram – og svo út – upp úr 2000 sigldi tilraunakennda raftónlistarsveitin múm þéttingsfast við hlið gulldrengjanna. Hún náði vissulega ekki sömu vinsældahæðum og Mosfellingarnir en tónlistarlegt framlag þessara MH-inga var alveg jafn ríkt, frumlegt og gildandi. Þessar tvær sveitir voru í forvígi aldamótaútrásarinnar ef svo mætti kalla og fyrstu þrjár breiðskífur múm, gefnar út 1999, 2002 og 2004, eru einstakir gæðagripir. Enda kviknaði snemma mikill áhugi ytra, plöturnar komu út hjá erlendum fyrirtækjum, fengu fína dreifingu og aðdáendahópur, sem spannar veröld víða, myndaðist fljótt og örugglega. Hljómsveitin var samsett úr tveimur tvíeykjum; systrunum Gyðu og Kristínu Önnu ásamt þeim fóstbræðrum Gunnari Tynes og Örvari og allt gekk einhvern veginn upp; ímynd, tónlist, plötuumslög og tónleikaframkoma í fullkomnum samhljómi.
Mikið vatn er runnið til sjávar síðan en upprunalegir meðlimir eru allir uppteknir við tónlistariðkun, nú sem áður. Örvar hefur t.d. leikið með FM Belfast og hefur sinnt annarri list einnig, t.d. bókaskrifum og myndlist. Light is Liquid er hins vegar fyrsta sólóplata hans, átta laga verk sem kemur út á Morr Music. Platan var samin á síðustu árum og lunginn af henni var klár áður en Örvar gekk í samstarfsverkefni með þeim Sóleyju og Sin Fang, sem lýsti sér í einu útgefnu lagi í hverjum mánuði árið 2017 – og kom svo allt heila klabbið út sem breiðskífa snemma á þessu ári. Þessi þrenning hefur starfað saman af og til síðustu áratugi og kíkja Sóley og Sin Fang í heimsókn hér; Sóley syngur bakraddir en Sin Fang sá um að hljóðblanda. Tvær aðrar söngkonur koma við sögu, þær JFDR (en hennar mjög svo einkennandi rödd gæðir „Tiny Moon“ lífi) og Sillus, sem syngur í þremur lögum, en hún er tónlistarmaður sem vert er að fylgjast með á næstu misserum.
Sumir nýta sér sólóvettvang til að gera eitthvað allt annað; pota í kántrítónlist eða svartþungarokk – fá m.ö.o. útrás fyrir allt það sem komst ekki á borð í hljómsveit viðkomandi. Það er ekki svo hér. Þú heyrir glöggt að þetta er plata eftir Örvar Smárason, eins og hann er titlaður, og er hann í heilbrigðu samtali við fyrri verk sín á plötunni. Eitt af leiðarstefjunum er munurinn á hinu vélræna og hinu mannlega, hugmyndir sem Kraftwerk þróaði m.a. á plötu sinni Man Machine (1978). Þessi útgangspunktur átti sumpart við múm, þar sem lífræn hljóðfæri mættu tölvutónlist, en hér er þetta tekið lengra. Gangurinn í sumum lögunum er nánast fjarrænn og til baka, en svo er hann mildaður meðvitað, t.d. með blíðum gestasöng. „Tiny Moon“ er þannig nánast tölvuleikjalegt og alveg afskaplega „evrópskt“ (Air, Kraftwerk) á meðan „Flashlight“ er prýtt unninni, vélmennalegri söngrödd Örvars, uppfullt af skruðningum og hvössum hornum – en um leið er þarna melódíufegurð sem sker í gegnum kuldann. Örvar vandar sig við að þenja mörkin mjúklega, hann er með ræturnar í tölvupoppi sem fyrr en reynir sig um leið við eitthvað nýtt og býr til hljóðheim sem tilheyrir engu nema þessu verkefni.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012