Plötudómur: Páll Ivan frá Eiðum – This is my Shit
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 7. október, 2017
Hvaðan kom þetta eiginlega?
Páll Ivan frá Eiðum er tónlistarmaður sem vakti óvænta athygli með plötunni This is my Shit í fyrra. Platan er nú komin út á vínyl og á streymisveitunni Spotify.
Maður situr við tölvuna í desember í fyrra, eða var það nóvember, og fer í gegnum útgáfur ársins vegna dómnefndarstarfa fyrir Kraumssjóðinn. Margt er í gangi, alls kyns útgáfur, efnislega og ekki, en streymið er oft eina tilvistin sem sum verk falla undir. Ein af þessum streymisplötum er verk frá Páli Ivan, manni sem hefur verið reglulegur þátttakandi í jaðartónlistarmenningu Íslands undanfarinn áratug eða svo. Páll hefur verið að kasta út lagi og lagi á veitur eins og Youtube, Bandcamp og Soundcloud og heil plata, kölluð This is my Shit, lúrði þarna á Soundcloud. Fimmtán lög tekin saman, umslag og allt – sæmilega hryssinglegt, eitthvað sem var greinilega hent upp – en plata var þetta og útgefin, enda ínáanleg fyrir alla sem áhuga höfðu. Innihaldið var slíkt að Kraums-dómnefndin fór á hliðina, Páll var sannarlega með eitthvert „x“; furðuleg lög sem boruðu sér inn í mann, eiginlega einstök snilld sem vart er hægt að útskýra. Lög oft á yfirborðinu barnsleg og „asnaleg“, nánast eins og það hafi verið hrært í þau í einhverju flippi en undirtónninn í senn melankólískur og knýjandi. Textar ofureinlægir og afvopnandi, einhver ókennilegur sjarmi sem hreif heila dómnefnd með sér og skilaði Páli Kraumsverðlaunanafnbót.
Platan er ekki lengur inni á Soundcloud, en er hins vegar komin út efnislega og á streymisveitunni kunnu Spotify. Nýtt umslag og búið að hljómjafna allt batteríið. Páll Ivan hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum, þar sem hann m.a. lýsir baráttu sinni við þunglyndi á óhemju hreinskilinn og drepfyndinn hátt. Öðru vísi er ekki hægt að lýsa því. Sjálfur segir hann að sú mikla samfélagsskömm eða „stigma“ sem fylgi geðsjúkdómum valdi því að oft fái hann fullt af skilaboðum frá fólki í svipuðum sporum þegar hann póstar einhverju sem því tengist. Um þetta semur hann m.a. tónlist, sjá t.d. hið magnaða „Taktu lyf“. Maður fær næstum því tár í augun við að hlusta, þetta er á sama tíma ógeðslega fyndið og ógeðslega sorglegt. Lagið hefst á mónótónískum söng Páls þar sem hann segir: „Ég er fáránlega hress í dag, það er ekkert að angra mig…“ en skömmu síðar syrtir verulega í álinn. Bakraddakór, sem er viljandi hallærislegur, hvíslar því að okkar manni: „Ekki gefast upp!“ Heyrn er sögu ríkari. Allt er með þessum hætti, alvara en um leið heilnæmur skammtur af kaldhæðni og alltaf spaugileg uppbrot á hárréttum stöðum. Uppáhaldslagið mitt á plötunni er lokalagið, „Haeyiou“, óður til spagettívestra og Lone Ranger. Ótrúleg smíð.
Þessi sýn Páls og kímnigáfa liggur yfir öllu, svona kynnir hann sig t.d. á Karolinafund-síðunni: „Ég kalla mig Páll Ivan frá Eiðum og er tónskáld, lagasmiður, hljóðfæraleikari og myndlistarmaður. Ég er líka einn af stofnendum tónsmiðasamtakanna SLÁTUR. Svo er ég líka voða mikið á feisbúkk… æ….“ og þetta færðu ef þú styrkir plötu um 240 kr.: „Þú færð þessa notalegu tilfinningu sem maður fær þegar maður hjálpar einhverjum eða gefur gjöf :)“.
Platan This is my Shit kemur út hjá Mengi Records og það verða tónleikar vegna hennar, í Mengi, þann 27. október næstkomandi.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið Myrkfælni múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012