Plötudómur: Radiohead – A Moon Shaped Pool
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 14. maí, 2016
Draumóramenn læra aldrei
Ný plata Radiohead, A Moon Shaped Pool, kom út á sunnudaginn og var upptakturinn að útgáfunni með skemmra móti. Við rýnum í þessa afurð einnar af merkustu rokksveitum sögunnar.
Ég eins og aðrir tónlistaráhugamenn set mig í stellingar er það tekur að hylla undir nýtt efni frá Radiohead. Ég fæ fiðring, verð spenntur…já, hlakka til. Þessar plötur eru settar í umsvifalausa djúphlustun og þannig hef ég nánast ekki hlýtt á neitt annað undanfarna tvo sólarhringa en A Moon Shaped Pool, sem er níunda plata sveitarinnar (þetta er skrifað á þriðjudegi). Sofnaði í sófanum út frá henni í gær, fór þá með hana upp í rúm og hlýddi þar áfram með heyrnartólum. Platan hefur svo fyllt stofuna í dag.
Radiohead er einstök sveit, fáar nústarfandi rokksveitir – ef einhverjar – hafa komist upp með að toga og teygja rokkformið á jafn glannalegan hátt og hún án þess að tapa vinsældum. Radohead hefur rutt brautir á margvíslega vegu undanfarin tuttugu ár eða svo og líkt og annar brautryðjandi, Björk, nýtur hún ómældrar virðingar um heim allan, er dýrkuð og dáð, en á sama tíma kemst hún upp með hvað sem er.
Plötur hennar eru þá jafn ólíkar og þær eru margar og gæðunum er misskipt. Pablo Honey (1993) var mistæk, ef ekki bara léleg, en snilldin kviknaði á The Bends (1995). OK Computer (1997) er iðulega talin eitt helsta afrek rokksögunnar en þó trompaði sveitin það með Kid A (2000) en aðeins Sgt. Pepper Bítlanna er djarfari þegar kemur að einskæru hugrekki og framsýni hvað möguleika rokktónlistar varðar. Segi og skrifa það. Amnesiac (2001) var hins vegar hálfgerð afgangsplata og Hail to the Thief (2003) er lakasta verk sveitarinnar til þessa, að fráskildum frumburðinum. Eyjólfur hresstist hins vegar á In Rainbows (2007) og síðasta verk, The King of Limbs (2011) er hreinasta afbragð. Köld og stafræn mjög en mikill karakter í henni. Ánetjandi eiginlega.
A Moon Shaped Pool er allt öðruvísi. Í stað kuldans er hlýja, í stað höktandi takta og hvassra teknóhljóma erum við sveipuð með strengjum og lögin flæða fallega, ó svo fallega, áfram. Já, þetta er svo falleg plata eitthvað! Hún er aldrei ágeng, það brestur aldrei á með gítarýlfri eða látalátum heldur rennur hún áfram með hægð eins og hún vilji nánast lítið á sér bera. Og þannig borar hún sig inn í þig, smátt og smátt, eins og dropi sem holar stein.
Við höfum þegar heyrt tvö fyrstu lögin. „Burn the Witch“ er með dramatískum stíganda og strengir leiða framvinduna. „Daydreaming“ er hins vegar mikilúðlegt og fagurt. Epískt, eiginlega „kvikmyndalegt“. Frábært myndband Paul Thomas Anderson hæfir því fullkomlega. Stundum er kvartað yfir því að það heyrist ekki lengur í gíturum í gítarbandinu en þrír meðlimir munda slíka gripi. Trommur hafa þá oft þurft að víkja fyrir forrituðum töktum. Hér fá þessi hljóðfæri hins vegar pláss, þó aldrei séu þau sérstaklega áberandi. Ég mæli nefnilega með því að fólk taki þessa plötu í nokkur heyrnartólarennsli því að hin og þessi hljóð og hljómar gera vart við sig á lymskulegan hátt og styðja þannig við heildarmyndina. Það er fullt í gangi í hverju og einu lagi þó að maður verði ekki var við það í „hefðbundinni“ hlustun. En já, gítarar og trommur koma þannig inn í þriðja lagi, „Decks Dark“ og „Desert Island Disk“ hefst meira að segja með áberandi gítarplokki í spænskum/klassískum stíl. Eins og staðan er akkúrat núna á ég erfitt með að pikka eitt lag út, þetta er afar jöfn plata gæðalega séð, hvert og eitt lag er lítið ævintýri. Nefni þó hið frábæra „The Numbers“ sem er litað af hinum ofureðlilegu hljóðfærum gítar, bassa, trommum og píanói – en um leið er auðvitað ekkert eðlilegt við lagið. Frekar en við nokkuð annað hér. Radiohead eru með „eitthvað“ sem skilur hafra frá sauðum og einhverra hluta vegna á hún gnægð af slíku töfradufti, duft sem aðrar sveitir geta aðeins látið sig dreyma um.
A Moon Shaped Pool er í stuttu máli sagt frábær plata, runnin undan rifjum algerra yfirburðamanna í faginu. Radiohead þorir, er skipuð draumóramönnum sem aldrei læra svo ég vitni í texta „Daydreamers“. Sem betur fer.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012