Plötudómur: Aron Can – Þekkir stráginn
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 21. maí, 2016
Með hjarta á ermi
Þekkir stráginn er átta laga plata eftir Aron Can. Aron syngur/rappar, semur texta og sönglínur en tónlist og taktar eru í höndum Arons Rafns og Jóns Bjarna Þórðarsonar. Plötuna má nálgast á Spotify sem streymi og sem niðurhal á aroncan.com.
Hinn sextán ára gamli Aron Can er það heitasta í íslenskum rappheimum þegar þetta er skrifað og ekki að undra. Ástæðan er tónlistin, fyrst og síðast, fremur en glannaleg ímynd eða galsafengin tilsvör í fjölmiðlum. Og góð er hún, ó já. Unnið er á glæstan hátt með tilfinningarappið sem hinn kanadíski Drake skóp en þessi um margt byltingarkenndi snúningur á hipp-hoppið (sem hófst með tímamótaverki Kanye West, 808s & Heartbreak) virðist nú vera að gerjast hérlendis. Sturla Atlas er á þessu svæði, einnig Vagina Boys (þó örstutt sé í grallaragrín og súrrealisma hjá þeim) og einnig Auður, og nú bíður maður spenntur eftir fyrstu breiðskífu hans.
Tónlistin hér er strípað og skuggum bundið hipp-hopp; lagt er upp með einfaldleika og naumhyggju. Taktar eru bassaskotnir og djúptóna og það er Atlanta-keimur yfir. Young Thug t.d. en þó alveg sérstaklega Future og þessi dökka innilokunartilfinning sem hefur fylgt síðustu plötum hans. Rappið/söngrödd Arons er á því svæði líka, hann er ekki hár eins og Drake, er baritónn eins og Future.
Þá erum við búin að standsetja stílinn og ramma það allt saman inn, en í hverju felst tillegg – þ.e. frumlegheit Arons? Jú, fyrir það fyrsta eru textar á íslensku og þessi árekstur tónlistarinnar, sem er nánast gotnesk (e. goth) og hreinskilinna, einlægra texta úr Drake-skólanum er það sem heillar. Þetta gerir í raun plötuna og er ástæðan fyrir athyglinni og aðdáuninni sem leikur um þennan dreng. Tökum bara titillagið, „Þekkir stráginn“, sem er eins og að lesa opna dagbók. Sextán ára, ástfanginn strákur, með þann tilfinningavöndul og hormónaflæði sem því fylgir. Þetta er lagt fram tandurhreint: „Það er eitthvað sem þú gerir við mig / og ég er ekki alveg að ná því“. Mér verður hugsað til laga eins „Heaven Knows I‘m Miserable Now“ með Smiths, orð og línur sem hitta beint í hjartastað. Þannig talar Aron Can umbúðalaust um hluti sem allir jafnaldrar hans geta tengt við. „Rúllupp“ er falleg, gæsahúðarmyndandi ballaða og textinn dettur á köflum í hálfgert vitundarflæði (e. stream of consciousness): „Ég rúllup með þig í uppi hausnum já já já … mig langar bara þig að sjá“. Aron er þó ekki alltaf í þessum rólegheitagír, í „Grunaður“ er gefið í og einnig í „Tíu“, sem er „veifum höndum“ slagari. Svo eru lög eins „2016“ sem er dreymið mjög, raddleiðréttingarforritið í botni og Aron hrópar textann, bæði þjáist og þarfnast. Í „Plís talaðu“, lokalaginu, leggur hann spilin á borðið, nennir ekki að rífast og biður stúlkuna um að „hætta að fokking snúa út úr“: „Mig langar bara í reyk og ró / og mig langar líka í þig í nótt.“
Þessi lína sem Aron Can gengur eftir er lúmsk, þar sem það er frekar einfalt að detta niður í hreina væmni. En hann jafnhattar þetta með miklum glans, býr einfaldlega yfir þeim sjarma sem til þarf. Það verður spennandi að fylgjast með honum næstu misserin svo og þessari íslensku hreinskilnisbylgju sem skilar okkur vonandi fleiri verkum á næstunni. Það eru blómlegir tímar í íslensku hipp-hoppi og þessi plata Arons virkar vonandi sem hvatning á önnur svipað þenkjandi svefnherbergisskáld.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012