Ljósmynd/Guðm. Kristinn Jónsson
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 21. október, 2017
Fjallið sem við öll þurfum að ganga
Egill Ólafsson sendir frá sér nýja breiðskífu á mánudaginn sem ber nafnið Fjall og kemur hún út í 300 tölusettum vínyleintökum. Pistilritari ræddi lítið eitt við meistarann um þetta ábúðarmikla verkefni.
Egill Ólafsson stríðir við þau örlög að „vera söngvari“ og er „dæmdur til að syngja fyrir okkur“ eins og segir í laginu (ég staðfæri þetta aðeins). Þessari köllun hefur hann sinnt af natni og óumræðilegum hæfileikum í gegnum tíðina og Fjall er nýjasta birtingarmynd þessa lífsstarfs.
–Til hamingju með þetta nýja og að nafninu til a.m.k mikilúðlega verkefni, Egill. Ég velti fyrir mér listrænu uppleggi, svona strax í upphafi. Af hverju „Fjall“ og hvernig sker hún sig frá, t.a.m. síðustu plötu, Vetur?
„Jú, þakka þér hamingjuóskirnar, mæti Arnar. Nafnið vísar til vegferðar lífsins, „Fjallið“ sem við öll þurfum að ganga – ég tek ofan hatt minn fyrir margvíslegum tónlistarstefnum sem ég hef sótt í á vegferð minni yfir fjallið – ég læt hverjum og einum að ráða í tilvísanirnar. Textarnir vísa í enn fleiri áttir – titlar eins og; „Við erum dús“, „Hér er allt“, „Ég kem af fjöllum“, „Fjall fjalla“, „Hósen gósen“, „Undur“ og áfram get ég talið. Vetur er lágvær stemningsplata með skáldlegum vangaveltum, þessi einkennist af meira bíti, ágengari lagasmíðum og afdráttarlausari texta. Það er bjartara yfir, enda maðurinn kominn yfir fjallið og fikrar sig niður vesturhlíðina til móts við sólarlagið.“
Engin stutt leið
–Greinargott og tæmandi svar! „Maðurinn“ sem er kominn yfir fjallið er þá væntanlega þú? Og venjulega er gangan greiðari niður en upp. Erum við jafnvel að tala um ákveðna sátt við það sem þú hefur upplifað á löngum ferli, bæði í lífinu sjálfu og tónlistinni? Þar sem þú talar um að það sé bjart yfir?
„Það má skoða það þannig – en ég er ekki einn á þessari vegferð, við erum þarna öll, þ.e.a.s. ef aldurinn leyfir – hér er víst ekki í boði að stytta sér leið – ég get ekki annað en boðið sátt, þakkað fyrir, en það eru áfram spurningar sem sækja á. Og þar er margt; börnin, maki, samstarfsmenn og meðreiðarfólk, vinir, kennarar og leiðbeinendur og einstaka verk. En í textunum er ég nánast aldrei þannig persónulegur, enda á það ekki við – þetta eru frekar ágrip af göngu, vegferð, sem ég ætla að margir kannist við.“
–Hvernig var platan sjálf unnin, og þá er ég mest að spá í verkfræðina? Hverjir leika á hljóðfæri, var hún unnin hratt og vel eða á löngu skeiði? Einhverjar erfiðar hindranir eða rann þetta ljúflega fram?
„Í seinni tíð hef ég farið út í að skrifa æ meira – það geri ég til að gera tilraun til að reyna að ná eins og unnt er að sjá endanlega byggingu laganna. Þegar þetta lá fyrir eftir endalausar yfirlegur um leið og textinn var unninn, þó að í einhverjum tilvika hafi hann verið orðinn til á undan lögunum – vann ég með Matti Kallio, sem góðkenndi að mestu mína forvinnu en hagræddi þó stöku hljómi og lagði til breytingar á sólóköflum í tveimur lögum. Matti er upptökustjóri og ég fól honum að velja tónlistarmennina, sem hann gerði alfarið. Helgi Svavar sér um trommur, Valdimar Kolbeinn um bassa, Eyþór Gunnarsson leikur á píanó/hljómborð og Timo Kämäräinen spilar á gítar. Þá syngur yndiskonan Sigríður Thorlacius með mér í tveimur lögum. Þegar efnið liggur fyrir skrifað sparast mikill tími og hægt er að setja meiri áherslu á tempóval og áferðina, fílið. Við æfðum í einn dag og platan var tekin upp á fjórum dögum og svo lagfærði ég sönginn á stöku stað eftir á. Tíu lög eru á plötunni og lengstu ópusarnir ná rétt tæpum fimm mínútum. Matti sá svo alveg um hljóðblöndun og bar undir mig – ég hafði tillögurétt en lét honum þó að mestu eftir hljóðblöndunina. Eitt lag á plötunni vann ég með gömlum og mætum vini, Sigurði Bjólu. Konan mín las yfir alla texta og kom með margar góðar ábendingar, auk þess sem ég þáði ráð frá fleirum. Upptökumeistari var svo Guðmundur Kristinn Jónsson – ég minnist þess ekki að hafa unnið plötu í annarri eins birtu og meðbyr.“
Að dýrka upp stemningu
–Mér finnst forvitnilegt hvernig þú lýsir því að þú skrifir nú meira, til að losa um tíma sem getur farið í að dýrka betur upp fílið. Eitt er einmitt að setja niður nóturnar, annað að gæða þær lífi…
„Það að skrifa niður hugmyndir á nótur kemur ekki í veg fyrir að „dýrka upp fílið“, nótur eru í raun aðeins leiðarvísir að vegferð – svo er hitt, það er vegferðin sjálf og hana verður alltaf að fara, en leiðarvísir getur sparað tíma og þá er ljóst í upphafi hvert ferðinni er heitið, það er kosturinn við nóturnar – þó að oft sé brugðið frá þeim ef eitthvað betra kemur upp. Ég hef alla tíð skrifað niður lög, en fyrst og fremst fyrir sjálfan mig – t.d. í Þursunum þá lærðum við lögin utan að og unnum þau áfram með hjartalaginu einu – það er sömuleiðis vel þekkt aðferð en tekur meiri tíma.“
–Nú hefur þú lifað tímana tvenna ef ekki þrenna hvað útgáfuform varðar. Þú gafst út vínyl í gamla daga, svo geisladiska, og nú aftur vínyl. Kannski vaxhólk næst?
„Vínyllinn er kominn aftur og fólk er hætt að spila geisladiska, á ekki lengur spilara og tónlistaraðgengi, löglegt og ekki, á netinu hefur gert það að verkum að sala á diskum hefur hrunið. Nýjungin í dag felst í að setja vínyl á fóninn, undir nálina. Þetta gerði mín kynslóð árum saman – ég vona að vaxhólkarnir komi ekki aftur, það fylgdi þeim endalaust surg. Ég fagna því að það skuli enn vera leið til að gefa út tónlist og þó að þetta sé í 300 platna upplagi leyfi ég mér að hafa verðið í hærra lagi, öðruvísi gengur dæmið ekki upp. Ég hef reiknað stíft og haldið um hvern þátt forvinnunnar og komist að því að ef ég sel öll eintökin ásamt með 20% endurgreiðslu á upptöku- og vinnslukostnaði, sem er nýr faktor og nauðsynlegur, þá sleppur þetta án taps. Platan sjálf verður 180 grömm og umbúðir eru eins og um tveggja platna albúm sé að ræða, með tréristu eftir Gunnlaug Scheving, af seyðfirsku fjalli, en Kristján Frímann Kristjánsson sér um útlitið af mikilli kostgæfni.“
Eitt og eitt innkast
-Ég man að þú sagðir eitt sinn, í tengslum við Moses Hightower sem þú komst fram með á tónleikum, að það væri gaman að fá að taka eitt og eitt innkast með þér yngri mönnum…
„Já, alveg rétt, ég viðhafði fótboltalíkinguna – það er viðeigandi, af því að það hefur löngum loðað við í músíkinni, að þar sé helst pláss fyrir ungt fólk. Mér þykir rétt að líta svo á að ég sé hættur að spila heilu mótin, en fái að taka eitt og eitt innkast – allt hefur sinn tíma. En ég viðurkenni að enn er löngun til staðar að búa til og flytja músík og ef það er möguleg leið fyrir mig að gera það þá vil ég láta á það reyna, fyrirferðin verður varla minni; 300 eintök? Ég hef alltaf verið heppinn með samstarfsfólk, unnið með þeim bestu, það er enn og þá skiptir aldur engu máli – sá sem hefur músíkgáfu og kann að miðla henni er snertur af músettunum og því fylgir óendanlegt leiftur af lífsvilja og æskufjöri.“
—
Egill er í takt við tímann hvað þessa útgáfu varðar og hefur haldið úti mjög skemmtilegri og virkri fésbókarsíðu þar sem hann hefur skrifað um ferlið allt og birt ljósmyndir (sláið inn „Egill Ólafsson – Fjall“). Útgáfuhóf verður svo í Mengi á mánudagskvöldið kl. 19.30. Egill mun þar afhenda plötuna persónulega til þeirra sem þegar hafa tryggt sér tölusett eintök og mun enn fremur spjalla um tilurð verksins.
One Response to Viðtal: Egill Ólafsson
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Informasi yang sangat bermanfaat, terimakasih
-Irgi Zanuar
Visit Us