Rýnt í: Íslensk kvikmyndatónskáld
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 28. maí, 2016
Dulmögn í Hollywood
Tónlist Jóhanns Jóhannssonar fyrir vel kynntar stórmyndir frá draumaverksmiðjunni Hollywood hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. Önnur tónskáld frá landi elds og ísa hafa þá einnig verið að gera það gott í þeim geiranum, helst þá þeir Atli Örvarsson og Ólafur Arnalds.
Ég tók mig til fyrir stuttu og setti nýjustu verk þeirra manna sem ég nefni í inngangi undir smásjána. Atli hefur verið að gera það gott í henni Hollywood undanfarin ár og starfaði m.a. með hinum iðjusama Hans Zimmer um hríð. Zimmer hefur sætt nokkurri gagnrýni frá fagurkerum, sagður framleiða társtokkna kvikmyndatónlist á færibandi sem er reyndar alveg hárrétt. Nafn hans er vörumerki, Hans Zimmer er „verksmiðja“ og hann situr langt í frá einsamall og sveittur yfir tónsetningunni. Tónlist Zimmer við Thin Red Line (1999) er reyndar undursamleg en ég hef ekkert sérstaklega lagt mig eftir honum hin síðustu ár. En þetta er útúrdúr! Ég ætlaði að tala aðeins um Atla. Hann hefur verið iðinn við kolann vestra undanfarin ár en gaf sér þó tíma til að semja tónlistina við hina dásamlegu mynd Hrúta sem Grímur Hákonarson leikstýrir. Virkilega vel heppnuð tónskreyting þar sem Atli nýtir sér harmonikku, kirkjuorgel og gömul íslensk dægurlög til að búa til gamaldags, sveitalega og alíslenska stemningu.
Ólafur Arnalds fer víða í list sinni og snertir á klassík, poppi og allra handa tónlist í raun og hefur verið einkar farsæll í sínu fagi. Hann semur m.a. tónlist fyrir sjónvarp og kvikmyndir og á tónlistina við hina vinsælu bresku þáttaröð Broadchurch og hlaut fyrir hana Bafta-verðlaunin bresku fyrir tveimur árum. Heiður mikill, og Ólafur vel að honum kominn. Þættina skreytir hann á hæfandi hátt, þjónar þeim en læðir inn eigin áferð á einkar smekklegan hátt.
Á sama hátt hefur Jóhann Jóhannsson komist í góðar álnir hvað kvikmyndatónlistina áhrærir. Líkt og hjá Ólafi er ferill hans margþættur, hann sinnir eigin tilraunakenndu sköpun en semur og fyrir leikrit, dansverk og kvikmyndir. Síðustu ár hefur hann unnið að stóreflismyndum og átti hann tónlistina við The Theory of Everything og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hana. Þá var hann og tilnefndur fyrir tónlist sína við myndina Sicario sem ég ætla að rýna lítið eitt í.
Því að tónlistin við Sicario er nefnilega stórmerkileg. Hún er algerlega frábær, skínandi gott dæmi um hvernig hægt er að samtvinna nokkurs konar þjónustuhlutverk (að undirstinga og styðja við myndina með tónlistinni) og eigin, listræna sýn. Líkt og þessum stóru hefur tekist; John Williams, Ennio Morricone, John Barry o.s.frv. Maður þekkir þeirra stíl, þó að myndina vanti. Og Jóhanni tekst með miklum glæsibrag að setja sjálfan sig inn í tónlistina um leið og hún smellpassar við framvindu myndarinnar. Sicario fjallar um eiturlyfjastríð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, með tilheyrandi hasar og spennu. Taktur myndarinnar er hægur en knýjandi, það er listræn ára yfir og Jóhann einhvern veginn algerlega rétti maðurinn í verkið. Jóhann segir í upplýsandi viðtali við Deadline að leikstjórinn, Denis Villeneuve, hafi beðið um „varfærnislega stríðstónlist“ og sú þversögn hafi verið honum áskorun. Hann leysir þetta í raun með slagverki sem gárar stöðugt undir, stundum hálfkæft en svo rís það upp og magnar upp stemningu. Jóhann brýtur þetta svo upp með fallegri stefjum, Skúli Sverrisson leggur til bassa á einum stað og Hildur Guðnadóttir á og þátt í tónlistinni.
Semsagt, einkar tilkomumikið dæmi og fjandakornið, hann átti að taka Óskarinn!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið Myrkfælni múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012