Plötudómur: Reptilicus ǀ Senking – Unison
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 29. desember, 2018
Hljóðbært heima á milli
Unison er samstarfsverkefni þýska tónlistarmannsins Senking og íslensku hljómsveitarinnar Reptilicus.
Þeir Guðmundur Ingi Markússon og Jóhann Eiríksson vissu af hvor öðrum í tónlistarsenu Reykjavíkur á níunda áratugnum en tóku ekki tveggja manna tal fyrr en fimmtudagskvöldið 15. desember 1988. Það kvöld reyndist örlagaríkt því að óforvarandis hófu þeir að búa til tónlist saman. Léku sér með hljóðbút frá súrkálsrokkurunum í Can og úr varð hljómsveitin Reptilicus sem enn starfar – rétt rúmlega 30 árum síðar.
Reptilicus var eyland í íslensku neðanjarðarsenunni, sinntu „industrial“-tónlist sem nálega enginn hreyfði við, a.m.k. ekki af sömu natni og þeir félagar. Virknin skilaði þeim nokkuð langt inn í alþjóðlegu „industrial“/jaðarsenuna við upphaf tíunda áratugarins, m.a. fyrir tilstilli World Serpent Distribution (Current 93, Coil, Nurse with Wound) og útgáfur urðu giska margar í kjölfarið, á alls kyns formum, útgáfum og í samstarfi við hina og þessa og oft málsmetandi aðila. Tónlistin hefur alla tíð verið tilraunakennd; þar sem unnið er með tölvur, raftónlist og óhljóð meðal annars. Stundum er tónlistin afar torræð og óhlutbundin, þar sem hlustanda bregður en hún á það líka til að vera lokkandi, dulúðug og straumlínulöguð. Reptilicus hefur aldrei verið fyrirsjáanleg, ævintýragirnin heldur skrímslinu spriklandi og er efalaust ástæða þess að eftirspurn er eftir sveitinni á sama tíma og meðlimir sinna henni enn af ástríðu og elju.
Nýjasta verkefni hennar kom út nú í haust, og er samstarfsverkefni Reptilicus og hins þýska Senking. Platan Unison er gefin út af hinu kanadíska Artoffact Records en platan á rætur sínar í upptökum sem fram fóru fyrir sjö árum síðan. Það var í endaðan nóvember, 2011, sem Reptilicus, Senking, Rúnar Magnússon og Orphx léku saman á tónleikum í Toronto. Skipuleggjandi var Praveer Baijal, upphafsmaður Yatra-Arts merkisins og tónlistargrúskari mikill. Yatra-Arts hafði þá nýverið gefið út sjötommuna „Initial Conditions“ með Reptilicus og var endurhljóðblöndun á B-hliðinni eftir Senking. Á sama tíma var vinna við hljóðgervlamyndina I Dream of Wires að byrja, þar sem áhersla var lögð á hina svofelldu „modular“-hljóðgervla og voru Reptilicus, Senking og Rúnar Magnússon lóðsaðir inn í myndina (og er Rúnar þriðji meðlimur Reptilicus á þessari útgáfu). Baijal kynnti þá félaga fyrir William Blakeney, aðalframleiðanda myndarinnar, og var komið á upptökulotu í Grant Avenue hljóðverinu í Hamilton, Ontario. Hljóðverið er sögufrægt en stofnað var til þess af þeim Lanois-bræðrum, Bob og Daniel, og hafa plötur eftir þá Brian Eno og Daniel Lanois m.a. verið teknar upp þar. Okkar mönnum var hleypt í alls kyns fornfálega hljóðgervla, reynslu sem Guðmundur Ingi lýsti fyrir blaðamanni á sínum tíma á þennan veginn: „Þetta var eins og að vera krakki í sælgætisbúð.“ Þeir félagar unnu þarna að tónlist undir vökulum augum Bob Doidge (Crash Test Dummies, Cowboy Junkies) en eftirvinnslan fór svo fram í þremur borgum, heimaborgum viðkomandi, þ.e. Köln, Kaupmannahöfn og Reykjavík.
Segja má að platan taki mið af aðstæðum og mannskap. Áherslur eru ólíkar laga á milli og heyra má í mismunandi hljóðgervlagutli í hverju þeirra. Maður nemur líka gleðina sem tónlistarmennirnir – hljóðgervlanördar allir sem einn – hafa náð fram með verkefninu. T.d. í „Shiver“ þar sem maður sér bókstaflega brosviprurnar á þeim þar sem þeir renna sér í gegnum einhvern gervilinn sem ég gæti aldrei nefnt. Tónlistin er þá aðgengileg, sem er ekki alltaf tilfellið hjá Reptilicus (alls ekki reyndar). Verkin líða höfugt áfram, sveimbundin, og ekkert of langt frá meistara Eno, sem dvaldi löngum stundum í hljóðverinu eins og áður segir. Ég hlakka til frekari verkefna frá Reptilicus, og alveg víst að næst verður eitthvað allt annað í gangi.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012