Plötudómur: Valgeir Sigurðsson – K V I K A
Bergbráðin kraumar…
Nýjasta útgáfa Valgeirs Sigurðssonar er platan Kvika (K V I K A), sjálfstætt verk sem byggist á tónlist saminni við kvikmyndina Malá ríša eftir slóvenska leikstjórann Peter Magát.
Valgeir Sigurðsson á nú að baki ansi bústinn feril sem tónlistarmaður en í áratugi hefur hann starfað á margvíslegum sviðum tónlistariðnaðarins. Hann hefur verið hljóðfæraleikari, lagasmiður, tónskáld, útsetjari, upptökustjórnandi, eigandi að útgáfu og hljóðveri og skapað tónlist sem tengist sjónvarpi, kvikmyndum, leikhúsi, óperum og tölvuleikjum. Oft hefur verið um að ræða tilraunir sem miða að því að toga tónlistarformið í nýjar og sumpart óvæntar áttir. Ég gæti haldið svona áfram lengi vel ef ég hefði pláss.
Fyrir stuttu kom út tónlist hans við mynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið (The County), og líka spennutryllinn An Acceptable Loss , ólík verk sem bera engu að síður með sér einkennistón Valgeirs sem hann hefur verið að þróa með sér í áratugi. Eigi er hann einhamur og nóg við að vera, hann á t.d. tónlistina í Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu.
Kvika er svo eins og lýst er í inngangi, sjálfstætt verk sem byggir á tónlist við myndina Malá ríša . Útgefandi er Bedroom Community, útgáfa sem Valgeir stofnaði til árið 2005 ásamt þeim Nico Muhly og Ben Frost. Fílharmoníusveit Slóvakíu, kammersveit Bohdan Warchal og háskólakórinn Technik lögðu til krafta sína ásamt Valgeiri og nánum samstarfsmönnum, þeim Daniel Pioro, Liam Byrne og Francesco Fabris.
Kvika vísar náttúrlega í jarðfræðifyrirbærið, bergkviku eða bergbráð, og tímasetningin á þessari útgáfu því sem næst fullkomin en gosið í Geldingadölum hófst nákvæmlega viku eftir að platan kom út, svona eins og til að impra á henni!
Valgeir hefur alltaf verið hljóð- og hljómkeri og er þess að finna stað í verkum hans. Þegar ég hlusta á Kviku renni ég huganum að sólóplötum Valgeirs eins og Dissonance (2017) og Architecture of Loss (2012). Sú síðari var samin fyrir ballett eftir Stephen Petronio en líkt og í tilfelli Kviku var tónlistin færð frá upprunalega viðfanginu og látin standa ein og óheft, tónlistinni sem slíkri leyft að tala og flæða á eigin forsendum. Á Kviku má þannig heyra til þess að gera stutt stef, 21 sem fylla upp í tæpar 40 mínútur. Það er kúnst að vinna með svona stutt form en það tekur t.d. styttri tíma að skrifa langa ritgerð en stutta. Því knappleikinn kallar á styttingar, heflingu, tálgun og nákvæma uppstillingu á því sem virka kann (man að Brian Eno sagði að mesta áskorun hans á ferlinum lá í að semja hljóð fyrir Apple, en hann á t.a.m. hljóðið sem heyrist þegar fólk kveikir á Mökkunum sínum). Valgeir gerir þetta óskaplega vel. Sjá „Eva‘s Lament“, undurfögur smíð sem er það vel heppnuð að maður grætur það nánast að hún sé ekki nema ögn lengri. Ein mínúta og 38 sekúndur af tærri fegurð hvar engu er ofaukið.
Tíminn er því naumur, ef svo má segja, en innan þessa skammtaða tíma leikur Valgeir sér glæsilega með ýmis form. Bassadrungi styður við háan fiðluleikinn (sem Daniel Pioro á) og flæðið er kvikmyndalegt á köflum – stórt og epískt þar sem það fyllir upp í hljóðrásirnar – eða þá „lítið“ og natið, ægifagurt en þó tilraunakennt, líkt og „lagið“ stutta sem ég var að lýsa. Hið rafræna og hið unna mætir hinu lífræna í haganlegum skurðpunkti en Valgeir hefur alla tíð leitast við að finna þessu farveg í list sinni, samþætta þessar tvær hliðar sem ein væri.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012