Plötur ársins 2023. AET og ÁM fyrir Morgunblaðið
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 29. desember.
Plötur ársins
Samantekt yfir útgáfur þessa árs skilaði ríflega 650 titlum, í efnisformi sem streymis-, hæsta tala sem undirritaðir hafa séð frá upphafi. Handhægari tækni og aðgengi skýrir þetta að einhverju leyti en víst er að fjölbreytni íslensks tónlistarlífs og virkni þess er einfaldlega mögnuð og gerir fólk hér sem annars staðar kjaftstopp. Arnar Eggert Thoroddsen og Árni Matthíasson grisjuðu herlegheitin og stilla hér fram helstu toppum.
Plata ársins
Eva808 er listamannsnafn Evu Jóhannsdóttur, íslenskrar tónlistarkonu sem býr og starfar í Svíþjóð. Seint á árinu 2020 gaf hún út plötuna Sultry Venom sem inniheldur drungalegt, helsvalt „dubstep“. Nítján laga hlunkur sem er í senn djúpur og dökkur en þó grundaður í dans/raftónlist. Eva sprengir hins vegar algerlega utan af sér formið á Öðruvísi sem ber nafn með rentu. Taktviss bassi víkur fyrir óhlutbundnum hávaða, dansvænir sprettir hverfa fyrir tilraunabundnum óhljóðaorgíum. Þú veist í raun aldrei hvað er fyrir handan næsta horn og öll framvindan er hugrökk, djörf og leitandi. Með betri plötum síðustu ára.
Afköst ársins
Ægir Bjarnason hefur um langa hríð spilað stóra rullu í íslenskri tónlistargrasrót (R6013 og hinar ýmsu hljómsveitir). Ægir hefur gefið út fjölda sólóplatna en enga eins og Bridges II sem inniheldur tíu tíma af tónlist. „Lög“ sem eru á bilinu nokkrar mínútur upp í einn og hálfan tíma. Það undarlega er að það er ekki vottur af óþarfa eða fókusleysi, platan rúllar af öryggi allan tímann og er einkar heilsteypt.
Kynnið ykkur líka einhverja af þeim 25 plötum sem Drengurinn fengurinn frá Akureyri gaf út í ár og svo hina tilkomumiklu hljómsnælduröð Space Oddyssey-útgáfunnar (Pan Thorarensen).
Djass ársins
Tumi Árnason og Magnús Trygvason Eliassen tóku upp Gleypir tígur gleypir ljón í heimsfaraldri, vopnaðir saxófón og trommum. Spuni og óhljóðalegt hamsleysi einkennir þessa rosalegu plötu hvar andi John Zorn svífur yfir vötnum. Brjáluð keyrsla og snilldarlegt samspil út í gegn. „Hér er ekkert jafnvægi,“ sagði Tumi kankvís við einn undirritaðan þegar hann lýsti fyrir honum innihaldinu.
Hlustið líka á frábæra plötu Ingibjörgu Turchi, Stropha, og feikifínan frumburð Daníels Helgasonar, Particles.
Popp ársins
Á plötu sinni Heyrist í mér brúar Elín Hall listavel hið aðgengilega og erfiða. Efnistök plötunnar eru dramatísk og lögin eru „rafmögnuð“ í ákveðnum skilningi, það er ákefð, sorg, löngun og þrá í gegnum texta sem hljómfall. Söngkonur eins og Bríet, GDRN og Una Torfa koma í hugann, þessi bylgja sterkra, karakterríkra söngkvenna sem Elín tilheyrir. Það er þétt hljómræn lína frá upphafi til enda og heildarmyndin er einkar sannfærandi.
Hlustið líka á stríðsáradjasspopp Laufeyjar á Bewitched og sprúðlandi skemmtilega poppplötu Kára Egilssonar, Palm Trees in the Snow.
Raftónlist ársins
Það er margt á seyði á ótrúlegri plötu Apex Anima (Unnur Andrea Einarsdóttir). Mikill handanheimsbragur og undarlegheit og útkoman tilraunarafpopp með meiru þar sem snert er á gáfumannadanstónlist (e. IDM), næturkjarna (e. nightcore) og ofsapoppi (e. hyperpop). Bein útsending úr svefnherbergi martraðanna hvar veggirnir sveigjast og beygjast og ekkert er eins og það sýnist (heyrist).
Hlýðið einnig á stuttskífu Jadzia, Hidden Universe og grjótharða plötu Xiupill, Pure Rockets.
Tilraunir ársins
Plata Báru Gísladóttur, Silva, er klukkustundarlangt drunuverk (e. drone) sem bungast og beljast áfram eins og berserkur. Stundum skreytt með hvellum, björtum hljóðum en alla jafna erum við umhverfð þungum, nötrandi hljómum sem allt gleypa. Tónlistin stoppar næstum því á 46. mínútu eftir mikinn hamagang en fer svo upp í hrárri, lágværari óhljóð, líkt og verkið sé að gliðna í sundur og hverfa. Stillilegur, ljóðrænn rammi í endann á allri sturluninni.
Hlustið líka á Tiktúru Bjartar Rúnars, fyrrverandi Stilluppsteypumeðlims, og lokkandi verk Bjarkar Viggósdóttur, Instrument of Senses.
Söngvaskáld ársins
Stuttskífa Jelenu Ciric, Shelters Two, dvelur í þeim hljóðheimi sem var varpað upp á fyrri plötunni (Shelters One, 2020). Tónlistin er töfrandi, viss þjóðlagablær yfir en um leið skírskotanir í launskrítnar listakonur eins og Juliu Holter og Reginu Spektor. Söngrödd Jelenu er undurblíð og falleg og tónlistin marglaga hvar barnagælur, grallaraskapur, sorg og undurfurðulegheit skiptast á.
Hlustið og á plötu Kára Kresfelders, Words (Mac DeMarco hittir Beefheart) og krúttverk Katrínu Leu, Tekur allt enda á endanum.
Tilraunapopp ársins
Our Daily Apocalypse Walk er plata eftir MSEA sem er listakonunafn Mariu-Carmelu Raso. Um er að ræða ævintýralegt og markaþenjandi verk hvers hljóðheimur er í senn dularfullur og dreyminn. Flæðið er draugalegt, jafnvel harðneskjulegt, og nöfn eins og Laurie Anderson, Björk, Meredith Monk og Dead Can Dance spretta fram. MSEA knýr hér fram ógnvænlegan hljóðheim sem er þó mjúkur og meyr, ekki amalegur árangur það!
Hlustið líka á Premiere eftir neonme og Ringluð eftir Lúpínu sem sigla um svipuð mið.
Hipphopp ársins
Ungrapparinn Daniil (Daníel Moroshkin) er ekki nema 21 árs en snaraði engu að síður út afar stöndugu verki í ár. Platan 600 inniheldur ylhýrt, alíslenskt rapp og innihaldið glettilega fjölbreytt sé miðað við 300 (frumburður Daniil frá 2019). Það er rökkur yfir og tónlistin er hvöss og krómuð. Þroskað verk og aðgengilegt en um leið með skýrar tengingu í grasrótina.
Kynnið ykkur líka stórskemmtilega plötu Class B, B&KA og uppskrúfuðu hörkuna hjá Öngþveiti á hinni mjög svo hráu Svartir galdrar.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012