tonlist er tonlist kapa

Kæra fólk. Stórbrotnu greinasafni mínu frá því í fyrra hefur nú verið “re-launchað” með pomp og prakt. Það er nú fáanlegt í öllum betri bókabúðum og netleiðis í gegnum eymundsson.is. Dreifing er í höndum Kongó ehf. Hér er brot úr fréttatilkynningu sem útskýrir þetta mál betur:

“Arnar Eggert Thoroddsen, poppspekúlant með meiru, gaf út greinasafn sitt “Tónlist … er tónlist: Greinar 1999 – 2012″ skömmu fyrir jól í fyrra. Þar sem að bókin tróðst allverulega undir í jólabókaflóðinu mikla hafa Arnar og vaskir samráðsmenn hans ákveðið að hleypa henni af stokkum í annað sinn og það með verulegum bravúr. Aukaefni er nákvæmlega ekkert en kápan hefur hins vegar verið vandlega endurhljóðblönduð.

Tilefnið er m.a. Airwaveshátíðin sem gengur í hönd nú eftir helgi en í safninu er m.a. að finna margvíslegar greinar um hátíðina. Svipist um eftir bókinni í Airwaves-sölurekkum. Auk þess er bókin ríkuleg heimild um íslenska tónlist af öllu tagi síðasta áratuginn eða svo.”

Góðan lestur…

Tagged with: