tonlist er tonlist kapa

Kæra fólk. Stórbrotnu greinasafni mínu frá því í fyrra hefur nú verið “re-launchað” með pomp og prakt. Það er nú fáanlegt í öllum betri bókabúðum og netleiðis í gegnum eymundsson.is. Dreifing er í höndum Kongó ehf. Hér er brot úr fréttatilkynningu sem útskýrir þetta mál betur:

“Arnar Eggert Thoroddsen, poppspekúlant með meiru, gaf út greinasafn sitt “Tónlist … er tónlist: Greinar 1999 – 2012″ skömmu fyrir jól í fyrra. Þar sem að bókin tróðst allverulega undir í jólabókaflóðinu mikla hafa Arnar og vaskir samráðsmenn hans ákveðið að hleypa henni af stokkum í annað sinn og það með verulegum bravúr. Aukaefni er nákvæmlega ekkert en kápan hefur hins vegar verið vandlega endurhljóðblönduð.

Tilefnið er m.a. Airwaveshátíðin sem gengur í hönd nú eftir helgi en í safninu er m.a. að finna margvíslegar greinar um hátíðina. Svipist um eftir bókinni í Airwaves-sölurekkum. Auk þess er bókin ríkuleg heimild um íslenska tónlist af öllu tagi síðasta áratuginn eða svo.”

Góðan lestur…

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: