Rýnt í: Hatara
Hugsað um Hatara
Hljómsveitin Hatari hefur þyrlað upp pælingum um erindi listarinnar, breytingarmátt tónlistarinnar og hvenær hlutir eru við hæfi – og alls ekki.
Ég valdi að fylgjast ekki með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þetta árið vegna pólitískrar sannfæringar, auk þess sem ég sagði mig frá allri rýni og pælingum um keppnina, en undanfarin ár hef ég skrifað poppfræðilega texta um flestallt sem viðkemur keppninni og haft gaman af. Ástæðan var að sjálfsögðu aðkoma Ísrael að keppninni og hvernig landið nýtti hana meðvitað í menningarlegan hvítþvott. Allt tal um að söngvakeppninni ætti að halda utan við pólitík, sem er göfugt markmið, var gert að hjómi af gestgjöfunum sjálfum. Ég fann það þess vegna ekki í mér að vera að leggja eitthvað til, þó að mín lóð séu afskaplega léttvæg í stóra samhenginu. Ég fann samt líka að ég hreinlega kveið því að horfa á þessi stuttu brot á milli laga sem lönd nýta venjulega til að sýna hversu stórkostlegt allt sé hjá þeim. Það var einfaldlega ekki hægt að líta framhjá tvíræðninni í þessu.
Fræðimennskustarf mitt við háskólana snýst mikið til um að sýna fram á að dægurtónlist, veri það grjóthart rokk eða fislétt popp; skipti máli, búi yfir gildi og hafi áhrif. Segja má að Hatari hafi fært mér öll þau rök sem að því hníga á leðurklæddu silfurfati með þátttöku sinni í Eurovision.
Eftir að ljóst var að Hatari færi út var eiginlega ekki hægt að fylgjast ekki með. Ég stóð við mitt, en fréttir af tilburðum Hatara bárust í augu mín og eyru engu að síður og ég er núna sannfærður um að þátttaka sveitarinnar í keppninni gerði meira gott en ekki. RÚV var búið að taka ákvörðunina, eða eins og Hatari sagði við Stundina í aðdragandanum: „En fyrst Ísland tekur þátt, þá er mikilvægt að sá sem fer fram fyrir hönd þjóðarinnar nýti dagskrárvald sitt til hins ítrasta, gagnrýni framgöngu Ísraelsríkis og bendi á fáránleikann sem felst í því að syngja, sprella og dansa á sama tíma og milljónir lifa innikróaðar og kúgaðar í næsta nágrenni.“ Og svo það komi fram, ég dæmi ekki ákvörðun RÚV né þeirra sem fylgdust með af ákefð. Ég er í engri stöðu til þess og finnst hrósvert hvernig yfirmenn þar brugðust við tiltækjum Hatara þarna undir restina. Útspil RÚV í þeirri umræðu voru svöl.
Frá upphafi var ég hrifinn af Trójuheststækninni sem Hatari ýjaði að. Og sveitin fór með það alla leið. Ég er því líka afskaplega ósammála að Hatari hafi farið í þetta ferðalag sitt til að fæða eigið egó, sé að gera Palestínu grikk fyrst og síðast og sé óupplýstir „hvítir bjargvættir“. Staðan niður frá er hörmuleg. En það er hægt að hjálpa til með ýmsum hætti. Tilraunum til vitundarvakningar um ástandið – eins og Hatari hefur reynt sig við undanfarnar vikur – verður nefnilega aldrei hægt að miðstýra af Palestínumönnum og þeim sem láta sig mál þeirra varða. Það er einfaldlega ekki hægt. Nýlegt myndband sveitarinnar er síðan stórkostleg birtingarmynd á því hvernig meðlimir sögðust ætla að nýta sér dagskrárvaldið til góðra verka. Það má hártogast um áhrifin sem Hatari hefur haft út í hið óendanlega. Skiptir þetta miklu, litlu eða einhverju yfir höfuð? En enginn skyldi efast um að þessir drengir hafi góð og göfug hjörtu. Þetta er þeirra framlag til baráttunnar, og það er sannferðugt og heiðarlegt. Hatari tók afstöðu, stóð vaktina og sýndi áræði, dug og þor.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012