Rýnt í: Hildi Guðnadóttur
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 6. júlí, 2019.
Vísur kjarnorkuversins
• Tónlist Hildar Guðnadóttur við þáttaröðina Chernobyl hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli
• Með henni hefur hún stimplað sig inn í alþjóðaheim kvikmynda- og sjónvarpsþáttatónlistar
Ég eins og fleiri sat hugfanginn yfir HBO-þáttunum um Chernobyl, hvar kjarnorkuslysið geigvænlega árið 1986 var sett undir mælikerið, ásamt tíðarandanum sem lék um Sovétríkin á þeim tíma. Þættirnir ganga alveg ótrúlega vel upp, natnin við öll smáatriði eftirtektarverð og maður sat sem á bríkinni yfir hverjum einasta þætti. Vissulega gægðust Hollywood-púkar fyrir horn öðru hverju, óvelkomnir, en það voru líka senur þarna sem voru hreinasta listaverk og verulega reynt á þau mörk sem draumaverksmiðjan setur hvað sköpun og tilraunir varðar.
Í þessum pistli ætla ég að einbeita mér að einum þætti hvað Chernobyl varðar en það er tónlistin. Og engin smávegis rulla sem hún spilaði en höfundurinn er okkar eigin Hildur Guðnadóttir. Það er ekki alltaf sem tónspor þátta og kvikmynda er sérstaklega tiltekið en snemma fór að bera á því að nafn hennar var nefnt sérstaklega, hvort heldur á samfélagsmiðlum eða í öðrum fréttum.
Hildur sagði í viðtali við Reykjavik Grapevine að hún hefði strax ákveðið að tóna tónlistina niður eins og hægt væri, hún ætti ekki að vera í forgrunni í dramatískum atriðum o.s.frv. Nei, tónlistin þyrfti að vera greinanleg en samt varla, líkt og geislunin sem hékk yfir verinu og nálægum byggðum. Þessi nálgun er það sem gerir tónlistina svo snilldarlega. Hildur nær á undraverðan hátt að þræða hana inn í myndmálið, þannig að hún verður órofa partur af allri framvindu. Höfug og ákveðin, listavel útfærð. Hildur „neglir“ þetta með bravúr, og þetta er það besta sem hún hefur gert hingað til í þessum efnum.
Fyrir réttu ári helgaði ég einmitt pistil kvikmyndatónlist hennar. Mary Magdalene (2018) var unnin ásamt Jóhanni Jóhannssyni, falleg tónlist og stílar beggja dansandi yfir. Sicario: Day of the Soldado, var framhald af Sicario (sem Jóhann „skoraði“) og tónlistin þjónar myndinni fyrst og síðast og er eðlilega í svipuðum stíl og tónlistin við myndina á undan. Í Chernobyl er Hildi hins vegar að takast nokkuð magnað, að undirstinga efniviðinn rækilega um leið og hennar ára liggur yfir. Það er ekki auðvelt að knýja svona nokkuð fram. Að þjóna myndmiðlinum og eigin andagift. Tónlistin er draugaleg, köld, stundum angurvær og falleg. Stundum hrollvekjandi, þar sem röraklangur, skæld rafhljóð og verksmiðjuorg magnar upp óttalega stemningu. Og allt í algerum samhljóm við það sem á skjánum er. Frábært!
Hildur heimsótti kjarnorkuver í Litháen, framkvæmdi nokkurs konar vettvangs-hljóðritun, og smalaði inn hljóðum sem þar var að finna. Ekki er að finna eitt einasta hljóðfæri í tónsporinu, allt sem við heyrum er unnið úr því sem Hildur nam úr verinu. Afmælisbróðir minn Hallgrímur Helgason talaði um að tónlistin væri í raun eins og að kjarnorkuverið sjálft hefði samið hana. Þetta kallar fram pælingar Giorgio Moroder, þegar hann að var að semja sína tímamóta-diskótónlist, að hann væri til í að hún hljómaði líkt og vélar hefðu samið hana. Svona pælingar voru líka gegnumgangandi hjá Kraftwerk („radioactivity, is in the air, for you and me“), hugleiðingar um tengsl hins mennska og hins ómennska. Chernobyl fjallar eðlilega um það, þegar við missum tökin á því sem var ætlað að þjóna okkur, hvort heldur í formi orkugjafa eða stjórnkerfis hins sovéska kommúnisma. Hildur litar þessa sögu glæsilega með tónlist sinni. Afrek segi ég og nauðsynlegt að stinga niður penna um þessa vörðu á leið hennar.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012