Rýnt í: Jonee Jonee
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 25. nóvember.
„Af því að þeir vilduða …“
Annar dagur inniheldur nýjar hljóðritanir á lögum síðpönkssveitarinnar Jonee Jonee. Vandað er til verka í hvívetna og útgáfan mikilvæg varða í pönksögu Íslands.
Jonee Jonee vakti m.a. athygli í íslensku pönksprengingunni fyrir hljóðfæraskipan þar sem fór bassi, trommur og söngur – en enginn gítar. Sveitin varð svo goðsagnakennd fyrir tilstilli heimildarmyndarinnar Rokk í Reykjavík, framkoma hennar þar í senn gáskafull og sjarmerandi. Grammið gaf svo út breiðskífu með sveitinni haustið 1982, Svonatorrek, og árið 1984 kom tveggja laga sjötomma, Blár Azzurro, út í Ítalíu (eftir merka ferð sveitarinnar þangað).
Jonee Jonee starfaði, stopult þó, allt til 1991. Lög poppuðu upp á safnkassettum og til stóð að gera útgáfulegt rusk árið 1991 en ekkert varð úr því. Sem flytur okkur svo hingað, yfir í Annan dag.
Ég spjallaði lítið eitt við Heimi Barðason er hann færði mér þennan kostagrip. „Við vorum svo óánægðir með hljóminn á Svonatorreki að við fórum allir í hljóðupptökunám,“ sagði hann mér og Annar dagur sé því öðrum þræði ætluð sem nokkurs konar leiðrétting en um leið ærlegur frágangur á list þessarar eðlu sveitar. Og útgáfan er glæsileg. Djúpt skorinn vínill og hljómgóður og honum svo pakkað í fagurrautt, opnanlegt umslag. Inni í því er forláta bók eða „bóklingur“ þar sem er að finna stórar og vænar ljósmyndir frá ferli sveitarinnar. Texta og ítarupplýsingar er þar og að finna. Sjálft efnið samanstendur síðan af áður óútgefnum lögum frá árabilinu 1981-1989, nýhljóðrituðum, en líka lögum af Svonatorreki sem eru einnig endurhljóðrituð og endurútsett. Upptökur fóru fram á árunum 2017-2020 í æfingahúsnæði Jonee Jonee (utan að „Klaki“ var tekið upp að hluta í Bergen, Kópavogi og Studíó Klaka 2019-2021). Viðbótarupptökur, útsetningar, hljóðblöndun og hljómjöfnun, allt þetta var undir stjórn Halls Ingólfssonar.
Það er eitthvað dásamlega tímalaust við tónlist Jonee Jonee sem var samin að mestu er meðlimir voru táningar/rétt skriðnir yfir tvítugt. Þessi dimmi síðpönkstónn er hérna (Joy Division og fleiri), keyrður áfram af bassanum (sem ómar hátt, snjallt og djúpt) en um leið viss glettni sem fáir af þessum meiði ollu almennilega. Það er víraður Talking Heads-blær yfir sumum laganna og Jonee Jonee sauð sprell saman við tónlistina listavel, hvort sem er í textum, söng eða almennum hljómagangi. Á tónleikum voru þá litað hár, sólgleraugu, ennisbönd, búningar o.s.frv. Þetta „teater“ var saumað saman við gotneska, drungalega framvindu á ansi natinn hátt og þessi samsláttur er ekkert minna en árangur. Sveitin var hliðstæðulaus.
Safnið hefst með „Brot“, áður óheyrðu lagi frá 1981, alveg stórskemmtilegt. Gott flæði, frábær bassi og dásamlegur söngur hjá Þorvari, hás og eintóna, að sönnum pönkhætti. Æpandi bakraddir styðja við stemninguna eins og víðar á plötunni. „Brúðhjón vikunnar“ er hins vegar frá 1983, bassinn (eða bassar) grimmur og raddirnar sömuleiðis. Svonatorreks-lögin eru þá þykk og sprúðlandi („Hver er hvað?“ t.d.). Það er líka gaman að skoða nýrri smíðar; „Hás“, „Hermuskjóða“ og „Eintala“ eru öll merkt árinu 1989 en ekki beint hægt að nema einhvern síðari-hluta-níunda-áratugarins-brag á þeim. Herðapúðar eru hvergi! „Hermuskjóða“ er temmilega tryllt, mikið kallað og hrópað og svalur gangur í því.
Áran því góð yfir öllu saman og mikið sem það hefur verið gott að ganga frá þessu efni með þessum hætti. Pönkið er eilíft, kemur alltaf til baka, og í dag eru hljómsveitir sem fremja tónlist undir áhrifum frá þessum stórkostlegu tímum ef þær lyfta henni ekki bara upp nánast óbreyttri. Hvort sem þú ert að hlusta á Gróu, Dauðyflin eða Sucks to be you, Nigel þá mun Jonee Jonee smellpassa í þann flokk. Góða skemmtun!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012