Rýnt í: Mosa frænda
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 4. júní, 2022.
Ynglingasöngvarnir nýju
Neðanjarðarrokksveitin Mosi frændi hefur verið í miklu stuði að undanförnu og sent frá sér nokkrar breið- og stuttskífur. Skoðum málið.
Mosi frændi var hluti af nýrokksbylgju Íslands um miðjan níunda áratuginn er Sykurmolar, Smekkleysubönd, S.H. draumur, Daisy Hill Puppy Farm og fleiri fóru mikinn. Ég svona rétt missti af þessari bylgju, var bara hvolpur og fór ekki að venja komur mínar á tónleika fyrr en í enda þess áratugar, þá fimmtán að verða sextán.
En ég missti ekki af laginu „Katla kalda“ sem glumdi linnulaust í viðtækjum landsmanna árið 1988. Lagið var einslags upphaf að ákveðnum endi, því að sveitin hætti störfum seinna það ár. Lagið kom út á forláta sjö tommu og fram að því, eða frá stofnun 1985, hafði sveitin verið giska iðin við hljómleikahald og útgáfu í formi kassetta, laga á safnspólum o.s.frv.
Tónleikaplata kom svo út árið 2010, Grámosinn gólar , og svo breiðskífa árið 2017, Óbreytt ástand . Önnur plata kom 2020, Aðalfundurinn og nú sex laga stuttskífa, Svarthol . Og stök lög hafa líka verið að birtast á streymisveitum. Mig langar til að rýna aðeins í þetta nýjasta efni sveitarinnar.
Óbreytt ástand inniheldur lagasafn frá ýmsum árum, flestöll samin eftir 2010 en nokkur frá árinu 1988. Platan gefur ágæta mynd af hljóðheimi sveitarinnar sem er ekki beint augljós. Í grunninn pönk mætti segja, hráleiki og losaralegheit og var sveitin nokkuð gagnrýnd fyrir að vera illa spilandi á upphafsárum (sem verður að teljast hámarksmeðmæli í pönki, sjálfur var í ég hljómsveit í kringum 1990 þar sem ekki einn okkar kunni á hljóðfæri hvað þá að við ættum þau). Tónlistin, já, pönkrokk en líka mætti tala um síðpönk og einslags nýbylgju. Það er gáski og sprell í tónlistinni, reglulega, en hún á það líka til að vera þunglamaleg. Killing Joke hittir Madness. Söngröddin er stórkarlaleg og bylmingsleg, svona oftast nær, en tekur breytingum eftir eðli lags og texta. Sjá t.d. titillag Óbreytts ástands sem skríður í hægð sinni áfram, dökkt og dimmleitt. „Útrásarvíkingurinn snýr aftur“ er sungið af hæsi mikilli, tónlistin undir afar frumstæð, til þess að gera, og það örlar á menntaskólabrag verður að segjast og þá er það síst meint neikvætt. Eitthvað hressandi, „að eilífu ungur“ andi sem leikur um mörg laga Mosa og er það vel.
Ég greini framfarir í gegnum þessar plötur. Aðalfundurinn (2020) er þéttari og straumlínulagaðri en forverinn og græðir klárlega á því að lagabálkurinn er saminn á styttra tímabili en síðast. Spilamennska, útsetningar og heildarbragur er… já, ég ætla að segja þetta… vandaðri. „Aðalfundurinn“ er amfetamínhlaðið grallarapönk á meðan „Ungfrú Mósambík“ er nánast popp. Flott og grípandi lag. „Losti í meinum“ er rokkabillílegt og „Biblíusögur á hafsbotni“ er reggí. Stílaflökt talsvert, líkt og á hinum plötunum reyndar.
Svarthol kom svo út í ár og því viss hröðun í útgáfumálum hjá okkar mönnum. Næsta ár mun því að öllum líkindum bera tvöfalda plötu í skauti sér. Fyrsta lagið heitir „Flagnað króm í Fossvogi“ og textinn í senn kersknislegur og pólitískur. Þetta er eitt af einkennum Mosans, yrkingarnar geta verið hreint flipp, húmorískar pillur og svo hrein pólitík, bæði kerfislæg og hversdagsleg. Þannig er „Þú ert á mute“ skemmtileg vísun í eitthvað sem við höfum öll verið að upplifa undanfarin misseri, hvar söguhetjan er óklippt og í joggingbuxum. Mosi leyfir sér líka ærlegar tilraunir, sjá „Dr. Covid“, sem hefði þess vegna getað verið á Residents-plötu.
Hvernig lokar maður þessum pistli svo? Ég ætla að gera það svona: „Ég elti fólk. Og ég drekk mjólk.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012