Rýnt í: Múr
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 28. maí, 2022.
Málmsendiherrar Íslands
Þungarokkssveitin Múr sigraði í Íslandsriðli keppninnar Wacken Metal Battle sem fram fór um síðastliðna helgi á Húrra. Ljóst er að gróska mikil einkennir íslenskt öfgarokk.
Gleðin fyllti troðfullan og sveittan Húrra um síðustu helgi þegar keppt var til úrslita í Wacken-hljómsveitakeppninni. Sjö sveitir léku þá til úrslita á meðan sigurvegarinn árið 2019, Morpholith, sá um að hita upp salinn. Hin ógurlega Misþyrming sleit þá kvöldi.
Já, þetta er búin að vera löng og ströng bið en kófið sá til þess að þrjú ár eru síðan téð keppni fór síðast fram. Þorsteinn Kolbeinsson hefur frá upphafi, eða síðan 2009, haft veg og vanda af skipulagningu keppninnar hér á landi. Þorsteinn hefur borið gæfu til að sjá stóru myndina og hefur iðulega snúið keppninni upp í fjölæran viðburð sem styrkir við íslensku öfgarokkssenuna. Með öðrum orðum, keppnin sem slík er ekki aðalatriðið þannig lagað. T.a.m. hefur Þorsteinn verið duglegur að fá erlenda blaðamenn, gagnrýnendur og fólk með stöðu í hinum alþjóðlega þungarokksbransa til að koma til landsins og taka þátt í keppinni sem dómarar. Meðfram þessu kynnir Þorsteinn viðkomandi fólk fyrir sveitunum, hefur ofan af fyrir þeim með útsýnisferðum og slíku og sáir þannig fræjum beggja vegna borðs. Samningar, tónleikaferðalög og almenn athygli hefur sprottið upp úr þessu havaríi, senunni hér til mikilla hagsbóta.
Viðburðir eins og Wacken-keppnin gefa fólki líka tækifæri til að skoða hvernig senan lítur út í dag, taka „smakk“ ef svo mætti segja. Og sveitirnar á laugardaginn sýndu vel fjölskrúðugheitin sem hér þrífast. Dauðarokkshundarnir dásamlegu í Devine Defilement kepptu t.d. ásamt riffasúpumeisturunum í Merkúr og síðmálmskjarnasveitinni Krownest. Svartþungarokkið fékk þá líka að fljúga (Forsmán), einslags melódískt nýdauðarokk með dassi af málmkjarna (Holdris) og svo melódískt, framsækið „atmósferískt“ svartþungarokk (Vögel). Engar tvær sveitir því eins og dásamlegt að Frón búi yfir svona litríkri sköpun í öfgarokkinu.
Það var hins vegar Múr sem bar sigur úr býtum. Bíðið við, ætla að drekka aðeins af skilgreiningabikarnum. Hér fór epískt og atmósferískt öfgarokk með vísunum í Opeth og Sólstafi t.a.m. Ég setti mig í samband við Kára Haraldsson, leiðtoga Múrs, en hann leikur þar á hljómborðsgítar og syngur. Hann var að vonum kátur, búinn að vinna Wacken-keppnina en auk þess útskrifaðist hann úr MÍT fyrr í mánuðinum. Kári var svo vinsamlegur að leyfa mér að heyra prufuupptökur af nokkrum lögum sem eru í vinnslu fyrir breiðskífu. Tvö þeirra, „Heimsslit“ og „Holskefla“, voru spiluð síðasta laugardagskvöld. Hið fyrrnefnda, tíu mínútur, er ógurlegt, smávegis Sólstafir í gangi en líka níðþung riff og bæði dómsdagssprettir („doom“) og drunutilþrif („drone“). Og íslenskar kvæðavísanir í bláendann. Eftirtektarvert er hversu vel lagið er samið og útsett, það er tónskáldablær yfir mætti segja (þess má geta að Kári á tónlistina í kvikmyndinni Harmur sem frumsýnd var fyrir stuttu). Svipað má segja um „Holskeflu“, melódískt öfgarokk í ætt við Opeth. Kári segir að lokaútgáfa laganna liggi ekki fyrir og sum séu eldri en önnur. Í lögunum sem eru aukreitis við þessi („Eldhaf“ og „Frelsari“) má heyra áhrif frá Anathema og Sigur Rós t.a.m.
Prufuupptökur eða ekki, allt saman er þetta einkar lofandi verð ég að segja og ekki undarlegt að Múr hafi hrósað sigri. Ég óska þeim góðs gengis, bæði hér heima og erlendis næstu misseri. Öfgarokkið er greinilega í ágætis málum um þessar mundir og kófið hafði greinilega lítil áhrif og hefur mögulega bara byggt undir þessa sköpun sem nú er að ryðjast upp á yfirborðið.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012