Rýnt í: Ólaf Kram
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 24. júlí, 2021.
Lifandi, lifandi, alveg sprelllifandi…
Fyrsta plata Ólafs Kram, sigurvegara Músíktilrauna, er gríðarhressandi og sveitin sjálf eins og bylmingsgustur í gegnum íslenskt tónlistarlíf. Passið ykkur bara!
Ég vissi varla hvert ég ætlaði þegar ég sá Ólaf Kram leika á Músíktilraunum. Það þarf eitthvað mikið að koma til ef sveitin atarna fer ekki með sigur af hólmi hugsaði ég. Í blaði þessu, er ég skrifaði um undanúrslitin, notaði ég orð eins og framúrskarandi, frumlegt, ástríðufullt, leitandi og hrífandi og um úrslitaatið skrifaði ég m.a.: „Ólafur Kram steig ekki feilspor … Tónlistin er dásamleg … Textarnir frábærir, úthugsaðir og með skemmtilegum hendingum. Spilamennska örugg, samhent og allir meðlimir syngjandi.“
Já, ég hreifst eins og svo margir. Þarna kom svo margt saman sem hitti okkur öll í hjartastað. Fyrir stuttu kom svo út sex laga plata, nefrennsli/kossaflens , sem reyndar var tekin upp síðasta haust. Sveitin var þá skipuð Iðunni Gígju Kristjánsdóttur (hljómborð og söngur), Guðnýju Margréti Eyjólfs (bassi og söngur), Birgittu Björg Guðmarsdóttur (trompet og söngur), Eydísi Kvaran (gítar og söngur) og Öldu Særós Bóasdóttur (trommur). Platan var tekin upp í æfingaskúr sveitarinnar (Stúdíó Frakkland) þar sem upptökumenn voru Sævar Andri Sigurðarson og Auðunn Orri Sigurvinsson. Sævar hefur nú leyst Öldu af á trommusettinu en að öðru leyti er hljómsveitarskipanin hin sama.
Gáskinn og gleðin sem maður sá í magnaðri framkomu sveitarinnar á Tilraununum skilar sér vel. Það er víða leitað fanga í tónlistinni, sveitir eins og Grýlurnar, Kolrassa krókríðandi, Dúkkulísur, Slits, Raincoats og Dolly Mixture koma óneitanlega upp í hugann en um leið er sterk vísun í íslenska tónlist frá áttunda áratugnum, hvort sem það er meðvitað eður ei. Kammerpopparar eins og Melchior og Diabolus in Musica en þó einkum Spilverkið. Ég mun aldrei gleyma því hvernig Iðunn hljómborðsleikari beitti sér á undanúrslitakvöldinu, söng sem andsetin væri og manni varð eiginlega ekki um sel. Steig fram, kinnroðalaust, og gólaði glæsilega yfir salinn eins og ekkert væri sjálfsagðara. Magnað! Gott dæmi um þessi áhrif eru í hinu stórkostlega lokalagi „Horgemlingur“. Ég hugsa um Risaeðluna og Afródítu, „költ“-band sem er hvað þekktast fyrir lagið „Taktu mig Karíus“ (á safnsnældunni Strump, 1990). Ólafur Kram er beinlínis hættulegur í þessu tiltekna lagi. Söngurinn er svakalegur – manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds – eitthvað svo lifandi, kraftmikill og sniðugur. Hér er gólað og gargað á milli snilldarlegra textahendinga og lagasmíðin hlýðir engum reglum, það er hægt á og hraðað og allt gengur það fullkomlega upp. „Mikið er gott að vera til“ er sungið og hressilega ýjað að því að sé kannski ekki svo gott. Platan byrjar hins vegar á laginu „ómægad ég elska þig“ þar sem segir: „Ástin er svo mikil subba/Hún tekur aldrei til eftir sig/Og Nietzsche sagði að ástin væri dauð/En hann hitti aldrei neinn eins og þig.“ Þvílík snilld! Er hægt að fara fram á mikið meira! Annað er eftir þessu og þetta er bara svo hressandi eitthvað. Alvörutextar og -hugmyndir, tilfinnanleg ástríða og óbilandi hugrekki.
Ólafur Kram er á blússandi siglingu og Iðunn staðfesti við pistilritara í gegnum tölvupóst að verið væri að vinna í meira efni enda þessi plata meira en hálfs árs gömul að telja og sum lögin jafnvel eldri. Ég freistaðist líka til að spyrja hana út í textana, sem eru á kjarnyrtri litríkri íslensku. Svaraði hún þessu til: „Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að skrifa á íslensku og höfum bara miklu meira gaman af því að vinna með t.d. myndlíkingar, óalgeng orð og svo framvegis, frekar en að hafa þetta of einfalt (ekki að það sé neitt að því).“
Svo ég dragi þetta saman, þetta er bara dásamlegt, allt saman (afsakið æsinginn og stóryrðin … eða nei, ég ætla ekki að afsaka það!). Eða eins og segir í lagi Ólafs Hauks Símonarsonar: „…ég líð engum skunkum að troða mér í staðlað mót./Ég er lifandi, lifandi, alveg sprelllifandi!“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012