Rýnt í: Spunaröðina Agalma
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 6. febrúar, 2021.
Samtengingin er fyrir öllu
Guðmundur Ari Arnalds og vinir hans hafa keyrt spunatónlistartónleika undir nafninu Agalma í að verða eitt og hálft ár. Útgáfa hefur verið allnokkur og virkni með hinu besta móti.
Það er ærinn starfi að fylgjast með starfsemi Agalma en plötur streyma reglubundið inn á Bandcamp-setur útgáfunnar. Sú fyrsta, Agalma I, kom út í október 2019 og innihélt upptökur úr Mengi frá 23. júlí. Sá frómi vettvangur er jafnan notaður í spunatónleikana en leitun er að mikilvægari uppeldisstöð fyrir íslenska tilraunatónlist nú um stundir, starfsemin þar til hreinnar fyrirmyndar og virði hennar ómetanlegt. Upptökur hafa þó farið fram hér og hvar um Reykjavík líka. Á plötunni spila þau Hilde Wollenstein, Ida Schuften Juhl og Guðmundur Arnalds. Verkin eru fjögur, frá sjö mínútum og upp í fjórtán. Ósungnar stemmur hvar sveiflast er frá sveimgrúvi yfir í hávaða og hljóðfæri eins og klarínett og píanó brúkuð innan um rafhljóð. Guðmundur tjáði blaðamanni að auk hans tækju vinir hans þátt í atinu og aðilar tengdir listasamlaginu post-dreifing hafa t.a.m. tekið þátt í spunanum líka (Örlygur Steinar Arnalds, Karólína Einars Maríudóttir). Einnig eru þarna sæmilega þekkt nöfn (Ingibjörg Elsa Turchi, Páll Ivan frá Eiðum, Jesper Pedersen, Tumi Árnason) og einnig erlendir aðilar (Maria-Carmela Raso, Diego Manatrizio, Carola Zelaschi). Fleiri hafa þátt tekið sem verða ekki taldir upp hér en ég bendi eindregið á áðurnefnt Bandcamp-setur.
„Ég byrjaði að vinna í Mengi í afleysingum árið 2015 á meðan ég var í mannfræðinámi við Háskóla Íslands,“ segir Guðmundur í stuttu símaspjalli við blaðamann. „Það endaði svo með hálfu starfi og þessi tónleikaröð spratt upp úr veru minni hér. Við vorum nokkur sem vorum áhugasöm um spuna og okkur vantaði einfaldlega vettvang eða ramma utan um þær pælingar. Þannig að við stofnsettum þetta og allt gerðist frekar náttúrulega í framhaldinu. Ég og Ragnheiður Elísabet, kollegi minn úr Mengi, renndum þessu af stað í sameiningu.“
Spuninn er svo tekinn upp og hann gefin út á stafrænu formi. „Plöturnar“ eru nú orðnar níu talsins og eru m.a. bundnar saman með umslögunum sem fylgja öll áþekkri fagurfræði. „Þar höfum við líka virkjað myndlistarmenn sem við þekkjum,“ segir Guðmundur. Spuninn fór fyrst fram með áhorfendur í rýminu en í Covid hafa eðlilega verið hömlur á slíku og upptökulotur hafa því farið fram með tónlistarfólki og upptökumannskap eingöngu. „Þetta er mikið til fólk á mínu reki en það er allt opið með slíkt,“ heldur Guðmundur áfram. „Fólkið í post-dreifingu hefur komið að þessu, en það er yngra en ég (í kringum tvítugt oft) og það kemur mikill kraftur inn með þeim, t.d. er ekkert verið að tvínóna við hlutina í þeim hópi!“
Guðmundur og blaðamaður ræða aðeins í framhaldinu aðrar spunasenur („improv“) en borgir víða um veröld búa iðulega yfir slíkum og sumar hverjar, eins og t.d. þær sem þrífast í New York og Berlín, eru heimsþekktar.
Agalma er í stanslausri þróun og Guðmundur segir að t.d. hafi verið hugsað út í það að láta myndavélar rúlla líka og hlaða upp á myndmiðil eins og youtube. Útgáfa á efnislegu formi er líka vel hugsanleg og til stendur að gefa út safnplötu þegar tíunda spunakvöldið dettur í hús.
Það kemur nánast á Guðmund þegar hann er spurður út í hindranir. „Þetta er bara gaman,“ segir hann og hlær. „Ofsalega gott flæði á öllu verð ég að segja. Það er svo gaman að tengja fólk saman, sjá það skapa saman og koma á stefnumóti aðlila sem hefðu kannski aldrei hist undir svona formerkjum.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið Myrkfælni múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012