Rýnt í: Þórönnu Dögg Björnsdóttur
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 16. nóvember, 2019.
Hægt og hljótt…
Fyrir stuttu kom út klukkustundar langt hljóð- og tónverk eftir þau Þórönnu Dögg Björnsdóttur og Federico Placidi. Þóranna á giska langan listaferil að baki og hefur sterka sýn á eðli sinnar vinnu eins og pistilhöfundur komst að.
Verkið kallast LUCID (í hástöfum) og er komið út á streymis- og vínylformi. Smekkleysa gefur út. Um er að ræða sveimbundið verk í fjórum köflum og er það sprottið af listrænu samstarfi Þórönnu og Federico Placidi en vinátta og samstarf þeirra hófst þegar þau dvöldu í vinnustofunni CCMIX (Centre de creation musicale Iannis Xenakis) í París árið 2007. Undirbúningur verksins hófst á Íslandi þegar Þóranna og Federico ferðuðust um landið og tóku upp hljóð ýmiss konar náttúrufyrirbæra. Síðan notuðu þau stafræna og hliðræna hljóðtækni til að móta hljóðsafnið en vinna einnig með mannsröddina, undirbúið píanó, kontrabassa og selló. Áhrif verksins eru tilfinnanleg; á stundum gárar það nánast undir vitundinni, streymir fram nánast án þess að maður taki eftir því en smýgur svo af meiri krafti inn í mann á völdum köflum. Stundum áleitið og hvasst, stundum eins og tónarnir séu að strjúka þér.
Þóranna stundaði nám við Konunglega listaháskólann í Haag í Hollandi þar sem hún tengdi saman hljóð- og myndlist en verk hennar taka á sig mynd í formi hljóðskúlptúra, gjörninga og hljóðverka. Hún er hljóð-, tón- og myndlistarkona og bindur trúss sitt ekki við eitthvað eitt. Pistilritara gafst færi á að setjast aðeins niður með listakonunni og byrjaði á að forvitnast um starfshagi hennar. Hvort það væri kostur að gera út frá Íslandi í eins mikilli alþjóðavinnu og hún ástundar?
„Ég tel mig lánsama að starfa sem listamaður á Íslandi,“ svarar hún. „Ég er vinna með listamönnum sem koma úr ólíkum áttum bæði hér heima og erlendis en í náminu í Hollandi var lögð áhersla á þverfaglega nálgun í listsköpun, ég hef haldið mig við það síðan. Mér finnst listalífið á Íslandi vera í miklum blóma. Listamenn hafa ákveðna sérstöðu hér á landi og í raun ríkir mikil friðsæld til listsköpunar þrátt fyrir augljósa fjárþurrð á ýmsum sviðum. Frelsið er mikið og mér finnst þeir listamenn sem á Íslandi hafa starfað, lifandi og látnir, statt og stöðugt hafa sýnt fram á nauðsyn þess að hér á landi sé listin lifandi afl, okkar allra vegna.“
Ljóst er að á undanförnum árum hafa hérlendar konur verið í forvígi í sköpun framsækinnar, á köflum tormeltrar tónlistar, og til grundvallar liggja t.a.m. verk eftir Báru Gísla, Þórunni Lárusdóttur, Kristínu Þóru Haraldsdóttur o.s.frv. Þetta vekur óneitanlega spurningar. Er tilraunageirinn kvenvænni en aðrir geirar t.d.? Eru aðstæður til sköpunar á þeim vettvangi betri en í rappi eða rokki?
„Konur hafa þurft að berjast fyrir því í gegnum tíðina að vera uppi á palli með karlkyns kollegum sínum eða við skulum segja fá þá niður á gólf,“ svarar Þóranna glettin. „Umfjöllun um listsköpun kvenna hefur ekkert að gera með hvort verkin hafi verið jafngóð eða betri. Í dag deila konur og karlar gólfinu og á þessu gólfi eru flestir að dansa. Enn þá vilja einhverjir setjast á pallinn en hver vill tróna einmana yfir með úreltar skoðanir? Ég er kona sem tjáir hugmyndir sínar á ýmsan máta; leyfi hugmyndum að móta efnistökin eftir því sem mér finnst viðeigandi hverju sinni. Mér finnst mjög mikilvægt að vinna með öðrum, konum og körlum, og er samhljómur í samstarfi dýrmætt afl, umbreytandi samtal.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012