Skotland: Er hægt að skilja land og þjóð í gegnum tónlistina?
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 25. október, 2014
Að skilja Skotland…í gegnum tónlistina
• Ráðstefnan Understanding Scotland Musically fór fram í upphafi vikunnar
• Eigindir skoskrar alþýðutónlistar skoðaðar í krók og kima
Téð ráðstefna fór fram í Newcastle, sem kann að þykja einkennilegt, en skýrist af því að skipuleggjandinn, sekkjapípuleikarinn og fræðimaðurinn dr. Simon McKerrel er með stöðu við háskólann þar. Fræðimenn dreif víðsvegar að, lunginn af þeim Skotar nema hvað en einnig tóku bandarískir, nýsjálenskir og íslenskir kennismiðir þátt í atinu. Yðar einlægur lagði þarna fram „pappír“ (að flytja fyrirlestur er einatt kallað „give paper“) um hvernig skosk þjóðarsál endurspeglast í völdum poppsveitum eins og Proclaimers, Runrig og Arab Strap og var fyrirlesturinn byggður á meistararitgerð sem hann skrifaði við Edinborgarháskóla. Áhersla ráðstefnunnar var annars á skoska þjóðlagatónlist eða „traditional“-tónlist og kom þessi fyrirlestur minn, ásamt öðrum, m.a. inn á breyttar hugmyndir um þá list.
Allt eðlilegt
Margt áhugavert kom fram á þessari tveggja daga ráðstefnu, skárra væri það nú. En það er jafnvel áhugaverðara að skoða hvernig svona ráðstefnur virka almennt. Og fyrir félagsfræðing er þetta samskiptafræðileg gullnáma. Í félagsfræðinni er rætt um dulda virkni samfélagsstofnana, t.d. er yfirlýst markmið skóla að uppfræða en hlutverk þeirra er um leið hreinlega að vera vistarverur fyrir ungmenni, sjá til þess að þau séu í sambandi við jafningja sína o.s.frv. Þessi virkni er hins vegar aldrei nefnd berum orðum í skipuritum. Ráðstefnur lúta samskonar lögmálum, opinberlega er fræðafólk að lýsa hugmyndum sínum og kenningum í gegnum fyrirlestra en það sem gerist þar fyrir utan er ekki síður mikilvægt. Á pöbbnum er rúm fyrir óformlegri samræður þar sem tengslum er komið á og upplýsingar af alls konar tagi ganga á milli fólks; gamlir kolleggar og vopnasystkin treysta böndin; það er hlegið, sungið og fíflast. Ráðstefnur virka þá oft sem vel þegið uppbrot á rútínu dagvinnunnar, þarna gefst tækifæri til að leysa ærlega frá skjóðunni eftir langar einverur á bókasöfnum og fólkið sem maður rekst á þarna getur verið skemmtilega skrautlegt. Á þessari tilteknu ráðstefnu sat ég t.a.m. eitt síðdegið og sötraði kaffi með sjötugum Ameríkana, aðsópsmiklum og sjarmerandi kjaftaski sem er sérfræðingur í japanskri þjóðlagatónlist, hefðarkonu frá Lundúnum sem var að rannsaka Mogwai og gírugum gaur frá Manchester (sem er annarar kynslóðar Íri eins og honum varð tíðrætt um) en hann var að hefja sitt doktorsnám. Hann var jarpur á hár en með alhvíta og síða skeggbarta að hætti Jóns Sigurðssonar. Skipti þeim út fyrir hipsteramottuna sagði hann mér. Allt eðlilegt hér. Ýmiss konar óskráðar reglur í samskiptum dúkka upp, t.d. í fyrirspurnatímanum í kjölfar fyrirlestranna þar sem nærfellt allar spurningar hefjast á: „Þakka þér fyrir þetta. Afar áhugavert…en ég velti því fyrir mér…“. Öll gagnrýni er iðulega sett í lúmska baðmull, eitthvað sem Englendingar/Bretar eru miklir sérfræðingar í.
Hvað ertu (skosk) tónlist?
Á þessum ráðstefnum sem ég hef sótt í ár hefur mér þótt mjög merkilegt að upplifa þessa ríku þörf okkar mannskepnunnar fyrir samveru. Og þegar samhygðin er hvað sterkust keyrir hún hæglega yfir allar akademískar hártoganir, eins gaman og maður hefur annars af þeim. Það var þaðan sem sáttin og sælan sem ég fann innra með mér í lok ráðstefnu var, ekki að ég hafi uppgötvað að þessi skoski fiðlari væri í raun og veru frá Aberdeen en ekki Elgin. Þegar fólk hættir í vinnum talar það alltaf um að það sem það muni sakna mest séu vinnufélagarnir. Þeir skipta meira máli en það sem þú ert endilega að gera virðist vera.
Það er sjaldnast (les: aldrei) einhver niðurstaða úr svona ráðstefnum en tilgangurinn var að fá fólk til að hugsa um gildi og merkingu skoskrar tónlistar í dag, sérstaklega í kjölfar nýafstaðinna kosninga þar sem Skotar höfnuðu sjálfstæði. Skoska þjóðarsálin hefur eðlilega gengið í gegnum mikið umrót vegna þess og færið fyrir svona ráðstefnu því upplagt. McKerrell er mikill módernisti, ungur fræðimaður með glampa í augum og umhugað um framtíð lands síns. Breytingar, þróun og nýsköpun innan skoskrar alþýðutónlistar – eins mótsagnakennt og það hljómar – er jákvætt fremur en neikvætt að hans mati. Auðvitað voru margir á öndverðum meiði og á því var gjarnan tekið í baðmullarvöfðum umræðum á pöbbnum um kvöldið.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012