Skýrsla: Why Not? plötur
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 24. febrúar, 2018
Grasrótin er í góðum málum
Plötuútgáfan Why Not? er einn helsti merkisberi ærlegrar neðanjarðarrokktónlistar á Íslandi í dag. Plata Dead Herring var til að mynda ein af allra bestu rokkskífum síðasta árs.
Ægir Sindri Bjarnason, trymbill nokkurra sveita (t.d. Logn, World Narcosis og Dead Herring) fer fyrir merkinu og það er ágætt að miðja þessa grein með því en útgáfur þess endurspegla eðlilega að einhverju leyti þá grósku sem í gangi er hvað hrátt og öflugt neðanjarðarrokk varðar. Sú sena býr yfir nokkrum sprotum; Myrkfælni er einn, Þórir Georg og hans fólk reka nokkur verkefni og svo er það virknin í kringum Börn, Dauðyfli og tengdar sveitir. Og ég er alveg ábyggilega að gleyma einhverju og það vonandi (ábendingar um frekari virkni sendist endilega á netfang).
Einbeitum okkur nú að Why Not? og starfseminni þar sem hefur verið með miklum ágætum undanfarin misseri. Fyrsta útgáfan var fyrir margt löngu reyndar, sjötomma með World Narcosis sem kom út 2010. Tvöfalda platan World Coda kom svo út 2015 og eftir það hafa hjólin snúist nokkuð ört. Sama sveit gaf þannig út plötu 2017, sama ár kom út sjötomma með henni einnig og síðasta október kom út plata sveitarinnar Grit Teeth. Segja má að merkið hafi sprungið út á síðasta ári en einnig kom út plata með hinni mergjuðu sveit Dead Herring og dómsdagsrokkurunum í Godchilla. Einnig hafa komið út stafrænar safnplötur.
Senur þrífast á fólki sem leggur sjálft sig og tónlistina sína til en einnig á rýmum sem hýsa reglulega tónleika. Þegar þú ert kominn með a) stað og b) reglubundna dagskrá er hægt að næra senuna. Fólk hittist reglulega og hlustar ekki bara á tónlist heldur spjallar saman, skiptist á hugmyndum, treystir vináttubönd og stofnar hljómsveitir. Tónleikastaðurinn R6013, Ingólfsstræti 20, hefur reynst mikilvægt skjól fyrir senuna. Ægir Sindri lýsti hugmyndafræðinni svona í Fésbókarpósti: „Mér finnst mikilvægt að það sé regluleg og fjölbreytt dagskrá í boði yfir allt árið, í rými sem býður alla velkomna; er ekki ætlað einum aldursflokki meira en öðrum eða bundið skólum eða klúbbum … Ætlunin með R6013 er að bjóða upp á svoleiðis rými, sem auk þess reynir ekki að selja þér neitt með gróða að leiðarljósi (þótt vissulega séu hljómplötur og annar hljómsveitavarningur í boði) … Plássið er kannski ekki stórt, en það kemst ansi mikil orka fyrir í minnstu rýmum og smæðin skapar aukna nánd sem mér þykir mjög vænt um … Frjáls framlög og önnur aðstoð er vel þegin. Við erum stöðugt að vinna í að bæta rýmið enn frekar og hugmyndir að frekari bótum eru velkomnar.“
Nú er plássið búið en upprunalega ætlaði ég fyrst og síðast að vekja athygli á Dead Herring, hljómsveit sem ég elska. Seint á árinu 2016 kom út tónleikaplata, Tuna in Trouble, eingöngu á bandcamp (og er ekki með vörunúmer hjá Why Not?) og fyrir stuttu kom platan Drowned in Rock út (væntanleg á vínyl hvað af hverju). Orkuríkt, ástríðufullt rokk sem er ekkert nema risastórt hjarta út í gegn. Hreint út sagt stórkostlegt stöff.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012