Skýrzla: Jólalagahlustunin 2016
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 24. desember, 2016
„Ég vild‘ að alla daga væru jólalög“
Í um það bil sex vikur á ári flæðir jólatónlistin út um allar gáttir, daginn út og inn, fólki til ánægju sem armæðu. Pistilhöfundur er í fyrri flokknum og styður nú á lyklaborðið með sældarlegt bros á vörum og jólatónlist í eyrum.
Fyrir ekki svo löngu þróaði ég með mér akademískan áhuga á þessu fyrirbæri, jólatónlist. Samfara því hefur persónulegur áhugi, við getum kallað það tónlistarlega ástríðu, á geiranum vaxið ört. Skemmst er frá því að segja að ég er því drekkhlaðinn af jólatónlist allan sólarhringinn á meðan færið endist. Ég treð jólatónlist bókstaflega á hverja einustu sekúndu sem ég vaki yfir jólatíðina (og leyfi henni reyndar að ganga líka á nóttunni stundum, ef eitthvað myndi nú síast inn í undirmeðvitundina). Því að eðlilega er ég í kapphlaupi við tímann með þetta og nú þarf ég að muna að byrja enn fyrr á næsta ári (fór af stað 20. nóvember í ár). Ástæðan er einföld, maður hlustar ekki á jólatónlist þegar jólin eru ekki. Eins einlægur og áhugi minn á þessu er þá er það afskaplega sérstakt að heyra jólag í, segjum, mars. Þannig að ef ég ætla einhvern tíma að skrifa fræðilega um þetta þarf ég að láta hvína í pennanum í desember. En annars ekki.
Í þessi ár hef ég verið með tvískipta hlustun, leyfi uppáhöldum að rúlla í bland við eitthvað nýtt eða þá eitthvað sem ég hef ekki rannsakað áður. Af því fyrrnefnda ætla ég bara að nefna eitt, jólaplötu Bob Dylan, sem vex með hverju ári líkt og góð verk gera gjarnan. Ég hef tjáð mig um gildi hennar í löngu máli í nokkrum pistlum og ætla ekki að fara að endurtaka mig hér. Kitlar samt dálítið að lýsa því yfir að þetta sé það besta sem hann hafi gert, frá upphafi, en bíðum með það.
Það var lítið um nýjar jólaplötur í ár, a.m.k. ekki frá „risunum“. Ein þó, en nýkántrístirnið Kacey Musgraves gaf út plötuna A Very Kacey Christmas. Musgraves hefur heilmikið með sér, er „alvöru“ listamaður og platan ber þess merki. Umslagshönnun og innihald vísar meðvitað í gullöld kántrísins, það er gamaldags hljómur sem rekja má til sjötta og fimmta áratugarins og Musgraves gerir vel hvað sjálf lögin varðar og jafnvægi er gott. Það er grallaraskapur („Mele Kalikimaka“, „I Want a Hippopotamus for Christmas“), frumsamið efni (hið frábæra „Christmas Makes Me Cry“) og sígild lög (það er opnað með „Have Yourself a Merry Little Christmas“ og slitið með „What Are You Doing New Year’s Eve?“). Einstaklega vel heppnuð plata sem hefur fengið að rúlla oft og vel.
Ég gerði þá gleðilegar uppgötvanir. Pretty Paper, jólaplata Willie Nelson frá 1979 er meistaraverk. Látlaus og lúmsk, einföld og falleg og frábær túlkun hjá meistaranum. Booker T. sér um útsetningar. Málið dautt. Þá lagðist ég í plötu sem ég hálfpartinn vissi af en hafði aldrei tékkað almennilega á. Ella Wishes You a Swinging Christmas með Ellu Fitzgerald. Öskrandi snilld og eitt það besta sem ég hef heyrt í þessum efnum frá upphafi.
Og svo framvegis. Ég hef um 500 orð hérna en gæti haldið áfram fram á næsta ár að skrifa. Vildi bara segja ykkur að akkúrat núna er ég að hlusta á þjóðlagaskotnar plötur, með ungum samtímasöngkonum frá Bretlandi (Emily Smith, Carla Dillon, Kate Rusby) og svo rakst ég líka á frábæran Spotify-spilunarlista í gær sem var eins og sérsniðinn fyrir strák, Mystical Christmas heitir hann.
Læt þetta duga. Gleðileg jól, kæru lesendur, og takk fyrir að fylgja þessum auðmjúka (og stundum ekki svo auðmjúka) pistilritara öll þessi ár. Heyrumst, sjáumst og skrifumst á nýju ári!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012