Söngvakeppnin 2017: Spáð í seinni undanúrslit
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 4. mars, 2017
„Lífsgleðin sjálf í brjósti þér…“
Hér verður seinni skammtur þeirra laga sem keppa um sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva settur undir mælikerið.
Það er nú svo merkilegt að spádómar mínir sem ég setti upp fyrir viku rættust engan veginn! Öll þau lög sem ég var með einhvern barlóm yfir fóru áfram en þau sem ég taldi örugg, horfandi til míns djúpa og svo til óskeikula poppinnsæis, komust hvorki lönd né strönd. Skemmtileg birtingarmynd á því hvernig poppheimar virka, þar sem í enda dags er svo gott sem ómögulegt að geta sér til um hvað muni ná vinsældum og hvað ekki. Tónlistin er göldrum gædd og hlær að fimbulhætti okkar mannanna að þessu leytinu til. En hér eru semsagt lögin sex sem eftir eru. Og nú er ég alveg handviss um að þetta sé allt rétt hjá mér!
Ástfangin
Lag: Linda Hartmanns
Texti: Linda Hartmanns og Erla Bolladóttir
Flytjandi: Linda Hartmanns
Þung undiralda stýrir laginu og því tekst að vera gamaldags (formið) og nútímalegt (tölvutrommur) á sama tíma. Linda setur sig í Dion/Carey-legar stellingar og hleður í kraftballöðulegan söng og gerir það ágætlega. Lagið rennur línulega upp á við og springur upp í lokin. Þetta er samt mikil furðusmíð, eins og einn langur inngangur, og endirinn er úti á túni, líkt og klippt sé á hann. Brúin eða „millistefið“ undir restina hefði þurft að kom mun fyrr inn. Ég er ekki sannfærður.
Hvað með það?
Lag og texti: Daði Freyr Pétursson
Flytjandi: Daði Freyr Pétursson
Nútímalegt tölvupopp, söngurinn fjarlægur og kuldalegur og þannig afar „hipp og kúl“. Manni verður hugsað til Finnans Jaakko Eino Kalevi og Perfume Genius; stálkalt og svalt rafpopp en samt tilfinningaþrungið. Eðlilega syndir Daði ekki um jafn sýrulegin mið og þeir félagar, hipsterapoppið er vandlega „Evróvisjónað“ og mér finnst smíðin ganga vel upp. Látlaust, vinalegt og svona lúmskt grípandi. En er þetta of jaðarbundið fyrir Söngvakeppnina? Það kemur í ljós í kvöld.
Ég veit það
Lag: Einar Egilsson, Svala Björgvinsdóttir, Lester Mendez og Lily Elise
Texti: Stefán Hilmarsson
Flytjandi: Svala Björgvinsdóttir
Þetta er gott. Nútímalegt og svalt en býr yfir nákvæmlega rétta skammtinum af þeim Evróvisjón-blæ sem þarf. Viðlagið er knýjandi og grípandi, ástríðufullt út í gegn og Svala stendur glæst í stafni með örugga stjórn á framvindunni. Lykillinn hér er jafnvægi í öllum þáttum. Nógu svalt, nógu poppað, nógu söngvakeppnislegt, nógu þungt, nógu létt. Viðlagið, þessi kafli („Sumir dagar eru OK, aðrir dimmgráir, en hey!) og stutta rappið – þetta er allt stórglæsilegt. Þetta flýgur inn og alla leið, segi og skrifa það.
Þú og ég
Lag og texti: Mark Brink
Flytjendur: Páll Rósinkranz og Kristina Bærendsen
Hér er ekki að finna tölvupopp, nýjabrum né svalheit og ekkert að því. Lagið er einföld ballaða í kántrístíl, lætur lítið yfir sér þannig séð, snyrtileg og fumlaus. Stálgítar undirstingur kántríblæinn og lagið minnir sterklega á allar þessar ballöður sem streyma frá Nashville. En kannski vegna uppruna höfundar og söngvara er það alíslenskt á sama tíma, eitt af þessum huggulegu, vinalegu lögum sem maður heyrði í útvarpinu í gamla daga. Páll og Kristina syngja þetta af fagmennsku. Lítið út á þetta að setja þannig séð. Hvort það fer áfram eður ei veltur eiginlega á aldurssamsetningu kjósendanna!
Treystu á mig
Lag: Iðunn Ásgeirsdóttir
Texti: Ragnheiður Bjarnadóttir
Flytjandi: Sólveig Ásgeirsdóttir
Ljúft og létt eins og svo mikið af efninu þetta árið. Maður er hálfpartinn farinn að sakna jogginggallanna, gulu hanskanna og olíutunnanna. Byrjar með kunnuglegri hægð en svo er gefið lítið eitt í; gítarsláttur og fiðla. Lagið er stutt og sakleysislegt en óþægilega meinlaust eitthvað og einkennalaust. Viðlagið býr yfir sæmilegasta gáska reyndar en það er um það bil það eina sem ég get nefnt því til framdráttar. Sólveig gerir vel með takmarkaðan efnivið.
Þú hefur dáleitt mig
Lag: Þórunn Erna Clausen, Michael James Down og Aron Brink
Texti: Þórunn Erna Clausen og William Taylor
Flytjandi: Aron Brink
Nei, Walt Disney, komdu blessaður og sæll! Orkuríkur gleðismellur sem kallar óneitanlega fram „gengur vel“ senu úr Disney-teiknimynd. Framvindan er pottþétt, lagið er vel samið og allt í góðu samræmi, undirspil í takt við andann og Aron er punkturinn yfir i-ið, rödd hans hæfir laginu fullkomlega og hann ljær því sjarmann sem þarf til. Tær gleði – lagið er eins og vítamínsprauta – og það á möguleika á að fara langt á þessum hreinleika.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012